Er tónlistin óþörf eða er hún uppbyggjandi afl? Stefán Edelstein skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Nú stendur yfir verkfall tónlistarskólakennara sem eru í FT (Félagi tónlistarskólakennara) sem er deild innan Kennarasambands Íslands. Kröfur þessa hóps eru að laun þeirra verði sambærileg við laun grunnskólakennara og leikskólakennara. Þær kröfur eru réttmætar og sjálfsagðar. Það er staðreynd að þegar á að tjalda einhverju til hjá opinberum aðilum þá eru þeir viðburðir iðulega skreyttir með tónlistaratriðum, það er talið ómissandi. Það er merkilegt að þegar rætt er um tónlist og tónlistaruppeldi gleymist iðulega að tónlistarlíf á Íslandi getur af sér tekjur sem eru umtalsverðar. Einnig hefur Ísland skorað mörk í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, bæði á klassíska sviðinu og á sviði rokk- og popptónlistar. Nóg er að minnast þar á frammistöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einnig á nöfn eins og Björk, Sigurrós o.s.frv. Hvað með Airwaves sem er sannkallaður gullkálfur í tekjuöflun gjaldeyris? Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjölmiðlum. Þurrkum út alla tónlistarþætti á RÚV og öllum hinum stöðvunum. Engin leikin tónlist með auglýsingum. Látum Íslenska dansflokkinn sýna ballett án tónlistar. Látum söngvarana í Don Carlo „mæma“ sönginn á sviðinu og gefum SÍ frí í gryfjunni. Höfum þögn á jarðarförum, brúðkaupum og í guðsþjónustum. Afnemum tónlistarflutning í sambandi við íþróttaviðburði. Látum börnin iðka skautaíþróttina án tónlistarundirleiks. Látum ballettskólana kenna börnum ballett án tónlistar og dansskólana kenna þöglan dans. Leggjum niður sinfóníuhljómsveitartónleika. Hættum við þá ótal tónleika sem haldnir eru í hverri viku í Reykjavík og einnig á landsbyggðinni.Raunhæfar launakröfur Hvernig ætli sú vika verði í augum og eyrum landsmanna? Myndi landsmönnum ekki bregða og myndu ráðamenn hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) ef til vill gera sér grein fyrir því að launakröfur rúmlega 500 tónlistarskólakennara eru í ljósi alls þessa ekki svo yfirgengilegar heldur raunhæfar? Hér á árum áður var samið frægt lag í söngleiknum Cabaret sem heitir „Money Makes The World Go Round“. Ég legg til að tónskáld þjóðarinnar spreyti sig á því að semja lag sem kemur til með að heita „Music Makes The World Go Round“ og láti semja góðan íslenskan texta við það. Þetta lag gæti orðið baráttusöngur íslenskra tónlistarmanna þegar og ef þeir þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Gríski heimspekingurinn Plato skrifaði (lausleg þýðing): „Tónlist er lögmál siðgæðis. Hún gefur alheiminum andann, sálinni vængi, lyftir ímyndunaraflinu......“ Aristoteles skráði: „Tónlist getur mótað hjartalag okkar. Sé því á þann veg háttað er ljóst, að við hljótum að veita æskulýð okkar slíka menntun“. Þessi orð voru skráð fyrir rúmum 2000 árum. Þau gætu ekki verið betur sögð árið 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir verkfall tónlistarskólakennara sem eru í FT (Félagi tónlistarskólakennara) sem er deild innan Kennarasambands Íslands. Kröfur þessa hóps eru að laun þeirra verði sambærileg við laun grunnskólakennara og leikskólakennara. Þær kröfur eru réttmætar og sjálfsagðar. Það er staðreynd að þegar á að tjalda einhverju til hjá opinberum aðilum þá eru þeir viðburðir iðulega skreyttir með tónlistaratriðum, það er talið ómissandi. Það er merkilegt að þegar rætt er um tónlist og tónlistaruppeldi gleymist iðulega að tónlistarlíf á Íslandi getur af sér tekjur sem eru umtalsverðar. Einnig hefur Ísland skorað mörk í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, bæði á klassíska sviðinu og á sviði rokk- og popptónlistar. Nóg er að minnast þar á frammistöðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, einnig á nöfn eins og Björk, Sigurrós o.s.frv. Hvað með Airwaves sem er sannkallaður gullkálfur í tekjuöflun gjaldeyris? Nú legg ég eftirfarandi til: Afnemum þessa óþörfu tónlist í eina viku úr öllum viðburðum og öllum fjölmiðlum. Þurrkum út alla tónlistarþætti á RÚV og öllum hinum stöðvunum. Engin leikin tónlist með auglýsingum. Látum Íslenska dansflokkinn sýna ballett án tónlistar. Látum söngvarana í Don Carlo „mæma“ sönginn á sviðinu og gefum SÍ frí í gryfjunni. Höfum þögn á jarðarförum, brúðkaupum og í guðsþjónustum. Afnemum tónlistarflutning í sambandi við íþróttaviðburði. Látum börnin iðka skautaíþróttina án tónlistarundirleiks. Látum ballettskólana kenna börnum ballett án tónlistar og dansskólana kenna þöglan dans. Leggjum niður sinfóníuhljómsveitartónleika. Hættum við þá ótal tónleika sem haldnir eru í hverri viku í Reykjavík og einnig á landsbyggðinni.Raunhæfar launakröfur Hvernig ætli sú vika verði í augum og eyrum landsmanna? Myndi landsmönnum ekki bregða og myndu ráðamenn hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) ef til vill gera sér grein fyrir því að launakröfur rúmlega 500 tónlistarskólakennara eru í ljósi alls þessa ekki svo yfirgengilegar heldur raunhæfar? Hér á árum áður var samið frægt lag í söngleiknum Cabaret sem heitir „Money Makes The World Go Round“. Ég legg til að tónskáld þjóðarinnar spreyti sig á því að semja lag sem kemur til með að heita „Music Makes The World Go Round“ og láti semja góðan íslenskan texta við það. Þetta lag gæti orðið baráttusöngur íslenskra tónlistarmanna þegar og ef þeir þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Gríski heimspekingurinn Plato skrifaði (lausleg þýðing): „Tónlist er lögmál siðgæðis. Hún gefur alheiminum andann, sálinni vængi, lyftir ímyndunaraflinu......“ Aristoteles skráði: „Tónlist getur mótað hjartalag okkar. Sé því á þann veg háttað er ljóst, að við hljótum að veita æskulýð okkar slíka menntun“. Þessi orð voru skráð fyrir rúmum 2000 árum. Þau gætu ekki verið betur sögð árið 2014.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar