Viðskipti innlent

Veltan var mest hjá Icelandair

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Nýútkomin Frjáls verslun.
Nýútkomin Frjáls verslun.
Icelandair Group var með langmestu veltuna á síðasta ári samkvæmt tímariti Frjálsrar verslunar, 300 stærstu.

„Fyrirtækið velti 125 milljörðum króna og er nokkuð langt í fyrirtækið í öðru sæti, Marel, sem er með veltu upp á 107 milljarða króna,“ segir í tilkynningu.

Í ritinu sem kom út í gær eru að fá, þrátt fyrir heitið, upplýsingar um yfir 500 fyrirtæki; hver greiða hæstu launin, hafa flesta starfsmenn, eru með mesta eigið féð, mesta hagnaðinn og mestu veltuaukninguna.

„Þá er afar fróðlegur listi yfir stærstu fyrirtækin í hverri atvinnugrein og eru birtir 37 atvinnugreinalistar. Þetta er sérlega fróðlegt efni um landslag samkeppninnar í hverri grein fyrir sig," segir í tilkynningu Frjálsrar verslunar.

Tíu stærstu fyrirtækin                                   Milljarðar

1. Icelandair Group.....125,0

2. Marel.......................107,4

3. Promens..................  96,6

4. Landsbankinn.........  96,3

5. Icelandic Group.....   95,8

6. Íslandsbanki...........   92,9

7. Samskip.................   90,5

8. Samherji................   89,3

9. Alco Fjarðál..........   87,0

10. Arion banki.........   81,9

Hæstu launin                                   Milljarðar

1. Stálskip...1.692 þús. kr. á mán.

2. Brim........1.565 þús. kr. á mán.

3. Eskja.......1.555 þús. kr. á mán.

4. Gjögur.....1.523 þús. kr. á mán.

5. Straumur..1.416 þús. kr. á mán.

Mestur hagnaður                                   Milljarðar

1. Landsbankinn............41,0 milljarður kr.

2. Íslandsbanki..............33,3 milljarðar kr.

3. Samherji................... 25,5 milljarðar kr.

4. Arion banki.............. 18,7 milljarðar kr.

5. Orkuveita Rvík........  10,9 milljaðar kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×