Hafa miklar áhyggjur af stöðu Landspítalans Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Afhentu áskorun Forsvarsmenn ýmissa samtaka afhentu forseta Aþingis, áskorun til stjórnvalda, í gær. Fréttablaðið/Stefán Forsvarsmenn 45 sjúklinga- og aðstandendasamtaka afhentu í gær Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, áskorun til stjórnvalda um að ráða nú þegar bót á því alvarlega ástandi sem ríkir á Landspítalanum. Skora þau á stjórnvöld að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Telja félögin að niðurskurðurinn muni valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu.Ragnheiður HaraldsdóttirRagnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, segist finna fyrir vaxandi áhyggjum vegna ástandsins hjá krabbameinssjúklingum. „Því miður ekki að ástæðulausu,“ segir hún og á þá við ástand Landspítalans sjálfs. „Svo bætist við verkfallið sem felur í sér að verið er að fresta aðgerðum og meðferðum. Menn vita ekkert hvað býr í framtíðinni hvað þetta varðar. Heilbrigðisstarfsfólk talar almennt ekki mikið um hættur í heilbrigðisþjónustunni en við heyrum að það er farið að tala öðruvísi núna. Okkur finnst mörgum að við náum ekki eyrum stjórnvalda og þrátt fyrir mikla umræðu undanfarið er eins og menn séu ekki að bregðast við. Eins og þeir trúi þessu ekki alveg.“ Guðmundur Bjarnason, formaður stjórnar Hjartaheilla, tekur í sama streng. „Við teljum afar mikilvægt að stjórnvöld fáist til þess að hlusta á óskir okkar og þær áhyggjur sem við höfum af ástandi á Landspítalanum.“Guðmundur BjarnasonHann segir áhyggjurnar einnig snúa að því að ungt fólk vilji ekki koma til starfa á spítalanum vegna þess að hann sé ekki samkeppnishæfur þegar litið sé til spítala í nágrannalöndunum. Guðmundur segir að ályktunin hafi fyrst og fremst snúið að innviðum og ástandi spítalans án þess að félögin vilji blanda sér í kjaradeilur. Hann segir þó ástandið vegna verkfalls lækna hafa mikil áhrif á skjólstæðinga Hjartaheilla. „Við finnum alltaf fyrir hræðslu þeirra sem eru á biðlistum eftir aðgerðum. Það er mjög góð og skjót þjónusta í neyðartilfellum þar sem þarf að bregðast strax við. Það eru biðlistarnir sem við höfum áhyggjur af og við þessar aðstæður geta þeir ekkert annað en lengst. Fólk er að verða fyrir áföllum, t.d. ótímabærum dauðsföllum, fólk á besta aldri er að falla frá vegna þess að það fær ekki strax þá þjónustu sem er lífsnauðsynleg. Það er því miður að gerast.“ Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Forsvarsmenn 45 sjúklinga- og aðstandendasamtaka afhentu í gær Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, áskorun til stjórnvalda um að ráða nú þegar bót á því alvarlega ástandi sem ríkir á Landspítalanum. Skora þau á stjórnvöld að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Telja félögin að niðurskurðurinn muni valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu.Ragnheiður HaraldsdóttirRagnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, segist finna fyrir vaxandi áhyggjum vegna ástandsins hjá krabbameinssjúklingum. „Því miður ekki að ástæðulausu,“ segir hún og á þá við ástand Landspítalans sjálfs. „Svo bætist við verkfallið sem felur í sér að verið er að fresta aðgerðum og meðferðum. Menn vita ekkert hvað býr í framtíðinni hvað þetta varðar. Heilbrigðisstarfsfólk talar almennt ekki mikið um hættur í heilbrigðisþjónustunni en við heyrum að það er farið að tala öðruvísi núna. Okkur finnst mörgum að við náum ekki eyrum stjórnvalda og þrátt fyrir mikla umræðu undanfarið er eins og menn séu ekki að bregðast við. Eins og þeir trúi þessu ekki alveg.“ Guðmundur Bjarnason, formaður stjórnar Hjartaheilla, tekur í sama streng. „Við teljum afar mikilvægt að stjórnvöld fáist til þess að hlusta á óskir okkar og þær áhyggjur sem við höfum af ástandi á Landspítalanum.“Guðmundur BjarnasonHann segir áhyggjurnar einnig snúa að því að ungt fólk vilji ekki koma til starfa á spítalanum vegna þess að hann sé ekki samkeppnishæfur þegar litið sé til spítala í nágrannalöndunum. Guðmundur segir að ályktunin hafi fyrst og fremst snúið að innviðum og ástandi spítalans án þess að félögin vilji blanda sér í kjaradeilur. Hann segir þó ástandið vegna verkfalls lækna hafa mikil áhrif á skjólstæðinga Hjartaheilla. „Við finnum alltaf fyrir hræðslu þeirra sem eru á biðlistum eftir aðgerðum. Það er mjög góð og skjót þjónusta í neyðartilfellum þar sem þarf að bregðast strax við. Það eru biðlistarnir sem við höfum áhyggjur af og við þessar aðstæður geta þeir ekkert annað en lengst. Fólk er að verða fyrir áföllum, t.d. ótímabærum dauðsföllum, fólk á besta aldri er að falla frá vegna þess að það fær ekki strax þá þjónustu sem er lífsnauðsynleg. Það er því miður að gerast.“
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira