Hagræðið ræður tækniþróuninni Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 David Rowan, ritstjóri Wired Magazine í Bretlandi, er heimsþekktur fyrirlesari sem sérhæfir sig í framtíðar-"trendum“ auk þess að fjalla um nýsköpun og tækifæri í rafrænum viðskiptum. Auk þess að ritstýra Wired skrifar hann um tækni fyrir tímarit á borð við GQ og Condé Nast Traveller. Þá hefur hann starfað fyrir The Guardian, Telegraph Magazine, Sunday Times Magazine og The Observer. Fréttablaðið/Pjetur Framtíðin hverfist um fartæki þegar kemur að greiðslumiðlun og framtíð fjármálaþjónustu, að mati Davids Rowan, ritstjóra Wired Magazine í Bretlandi. Undir skilgreininguna fartæki falla hvers konar farsímar, spjaldtölvur og önnur snjalltæki tengd neti eða fjarskiptakerfi. Rowan hélt erindi á Fagráðstefnu Reiknistofu bankanna sem haldin var fyrir helgi á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, sem sumir þekkja líka undir nafninu Hótel Loftleiðir. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja 2.0“. Erindi Rowans var spræklegt og hann vann yfirfullan ráðstefnusalinn þegar á sitt band þegar hann hóf mál sitt með bjöguðu „gaman að sjá ykkur“. Restin var svo reyndar á ensku. Til gamans og upplýsingar varpaði Rowan gjarnan á skjá myndskeiðum og myndbrotum. Þar á meðal var auglýsing frá Ford í Bandaríkjunum frá árinu 1967 þar sem horft var fram í tímann og reynt að spá fyrir um umhverfi fólks og innkaupahegðan á því ári framtíðarinnar, 1999. Auglýsingin var vissulega skondin. Konan sat við innkaupaskjáinn sinn og valdi varning. Heimilisfaðirinn góðkenndi svo kaupin (eða ekki) á fjársýsluskjá sínum. En þótt þankagangur og þjóðfélagsskipan þess tíma hafi verið dálítið ráðandi í auglýsingunni var framtíðarspáin ekki fjarri lagi. „Þetta snýst um að einfalda og auðvelda líf fólks,“ sagði Rowan og benti á að grunnhugsunin væri ef til vill ekki fjarri því sem fólk notaði tæknina til núna, þótt ekki hafi tekist eins vel upp að spá um útfærsluna. Þarna veifaði hann snjallsímanum til áhersluauka. Innkaupin, eða hver önnur viðskipti, er nefnilega hægt að annast hvar og hvenær sem er. Í erindi sínu velti David Rowan upp spurningunni um hvaða kröfur þeir komi til með að gera til tækni framtíðarinnar sem alist hafa upp með snjalltækjum nútímans. Fartækin; snjallsíma, spjald- og fartölvur, segir Rowan tækni sem breytir hegðunarmynstri fólks. „Síminn og smáforrit hans eru svo áhrifamikil breyting að meira að segja er til app til þess að segja til um hversu oft fólk notar öppin sín.“ Snjallsímavæðingin hafi ör áhrif á hvernig fólk hagar lífi sínu og útgjöldum. Þá sé krafan sú að tæknin virki og sé einföld. Fólk kæri sig ekki um hraðahindranir sem endurspeglist í aðgangsorðum, PIN-númerum og textainnslætti til að staðfesta að um alvörufólk sé að ræða. Og þar sem slík ljón séu í veginum velji fólk fremur aðrar leiðir, bendir hann á og vísar til margvíslegra lána- og fjármögnunarleiða sem sprottið hafa upp á netinu. Við þessa hluti sé fjármálakerfi heimsins að keppa og megi hafa sig allt við til að verða ekki undir. Hjá „peer-to-peer“ lána- eða fjármögnunarfyrirtækjum sé gagnsæi allsráðandi. „Og gagnsæi er mjög gott, þótt það sé ekki allaf hefðbundnum fjármálafyrirtækjum að skapi.“ Tæknin hafi hins vegar gert að verkum að þröskuldurinn til að reka margvíslega fjármálaþjónustu, sem og annan rekstur, sé lægri. Þar sé Orchard-lánaþjónustan eitt dæmi, AirBnb annað (þar sem tekið hafi fjögur ár að ná sama herbergjaframboði og tók Hilton-hótelkeðjuna áratugi að byggja upp). Þá mætti nefna þjónustu á borð við TransferWise sem bjóði fólki að senda peninga á milli landa gegn lægra gjaldi en bankar. WhatsApp skjáskot. Einföld forrit sem auðvelda fólki lífið njóta mikilla vinsælda. Gera það gott Fram kom í erindi Davids Rowan á ráðstefnu RB fyrir helgi að tækniframþróunin hafi gert fjölmörgum fyrirtækjum kleift að ná undraverðum árangri á skömmum tíma. Lykillinn að velgengni sé hins vegar greinilega að reyna að færa notendum það sem þeir vilja. Dæmi um það sé WhatsApp-smáforritið í farsíma sem gefi fólki kost á að senda skilaboð án tilkostnaðar sem felist í SMS-sendingum. Og þótt forritið hafi á skömmum tíma orðið mjög vinsælt hafi höfundar þess ætíð haldið sig fast við einfalda virkni, enga leiki eða auglýsingar. WhatsApp er með yfir 430 milljónir virkra notenda í mánuði hverjum og var í haust selt Facebook á 19 milljónir dollara, eða sem svarar 2,3 milljörðum króna. Staðlaðar lausnir í stað sérsniðinnaHreinn JakobssonStærsta verkefni Reiknistofu bankanna á næstu árum er útskipting grunnkerfa í bankaþjónustu að mati Hreins Jakobssonar, stjórnarformanns RB. „Jafnframt er ljóst að staðlaðar lausnir munu taka við af sérsniðnum kerfum sem við búum við í dag.“ Þetta kom fram í máli Hreins við opnun ráðstefnu RB, Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja 2.0, síðastliðinn föstudag. Hluta ráðstefnunnar var varið í að fjalla um staðlaðar lausnir og úrlausnarefni sem taka þyrfti á þegar þær koma í stað sérsniðinna. Inn á þetta kom meðal annars, Jean Yves Bruna, framkvæmdastjóri stefnumála og þróunar hjá Soipra Banking Software, í erindi sínu á ráðstefnunni. Eins fjölluðu Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, og Þorsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar RB, um stöðu mála og hvernig gengi í nýju tækniumhverfi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, kynnti framtíðarsýn Íslandsbanka og áherslur í upplýsingatæknimálum og Theódór Gíslason, sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Syndis, fjallaði um upplýsingaöryggi fjármálafyrirtækja. Þá flutti Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, erindi um skort á konum í upplýsingatækni og velti upp leiðum til úrbóta, að ógleymdu erindi Davids Rowan sem fjallað er um hér að ofan. Uppselt var á ráðstefnu RB og húsfyllir þar sem um 400 manns mættu. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Framtíðin hverfist um fartæki þegar kemur að greiðslumiðlun og framtíð fjármálaþjónustu, að mati Davids Rowan, ritstjóra Wired Magazine í Bretlandi. Undir skilgreininguna fartæki falla hvers konar farsímar, spjaldtölvur og önnur snjalltæki tengd neti eða fjarskiptakerfi. Rowan hélt erindi á Fagráðstefnu Reiknistofu bankanna sem haldin var fyrir helgi á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, sem sumir þekkja líka undir nafninu Hótel Loftleiðir. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja 2.0“. Erindi Rowans var spræklegt og hann vann yfirfullan ráðstefnusalinn þegar á sitt band þegar hann hóf mál sitt með bjöguðu „gaman að sjá ykkur“. Restin var svo reyndar á ensku. Til gamans og upplýsingar varpaði Rowan gjarnan á skjá myndskeiðum og myndbrotum. Þar á meðal var auglýsing frá Ford í Bandaríkjunum frá árinu 1967 þar sem horft var fram í tímann og reynt að spá fyrir um umhverfi fólks og innkaupahegðan á því ári framtíðarinnar, 1999. Auglýsingin var vissulega skondin. Konan sat við innkaupaskjáinn sinn og valdi varning. Heimilisfaðirinn góðkenndi svo kaupin (eða ekki) á fjársýsluskjá sínum. En þótt þankagangur og þjóðfélagsskipan þess tíma hafi verið dálítið ráðandi í auglýsingunni var framtíðarspáin ekki fjarri lagi. „Þetta snýst um að einfalda og auðvelda líf fólks,“ sagði Rowan og benti á að grunnhugsunin væri ef til vill ekki fjarri því sem fólk notaði tæknina til núna, þótt ekki hafi tekist eins vel upp að spá um útfærsluna. Þarna veifaði hann snjallsímanum til áhersluauka. Innkaupin, eða hver önnur viðskipti, er nefnilega hægt að annast hvar og hvenær sem er. Í erindi sínu velti David Rowan upp spurningunni um hvaða kröfur þeir komi til með að gera til tækni framtíðarinnar sem alist hafa upp með snjalltækjum nútímans. Fartækin; snjallsíma, spjald- og fartölvur, segir Rowan tækni sem breytir hegðunarmynstri fólks. „Síminn og smáforrit hans eru svo áhrifamikil breyting að meira að segja er til app til þess að segja til um hversu oft fólk notar öppin sín.“ Snjallsímavæðingin hafi ör áhrif á hvernig fólk hagar lífi sínu og útgjöldum. Þá sé krafan sú að tæknin virki og sé einföld. Fólk kæri sig ekki um hraðahindranir sem endurspeglist í aðgangsorðum, PIN-númerum og textainnslætti til að staðfesta að um alvörufólk sé að ræða. Og þar sem slík ljón séu í veginum velji fólk fremur aðrar leiðir, bendir hann á og vísar til margvíslegra lána- og fjármögnunarleiða sem sprottið hafa upp á netinu. Við þessa hluti sé fjármálakerfi heimsins að keppa og megi hafa sig allt við til að verða ekki undir. Hjá „peer-to-peer“ lána- eða fjármögnunarfyrirtækjum sé gagnsæi allsráðandi. „Og gagnsæi er mjög gott, þótt það sé ekki allaf hefðbundnum fjármálafyrirtækjum að skapi.“ Tæknin hafi hins vegar gert að verkum að þröskuldurinn til að reka margvíslega fjármálaþjónustu, sem og annan rekstur, sé lægri. Þar sé Orchard-lánaþjónustan eitt dæmi, AirBnb annað (þar sem tekið hafi fjögur ár að ná sama herbergjaframboði og tók Hilton-hótelkeðjuna áratugi að byggja upp). Þá mætti nefna þjónustu á borð við TransferWise sem bjóði fólki að senda peninga á milli landa gegn lægra gjaldi en bankar. WhatsApp skjáskot. Einföld forrit sem auðvelda fólki lífið njóta mikilla vinsælda. Gera það gott Fram kom í erindi Davids Rowan á ráðstefnu RB fyrir helgi að tækniframþróunin hafi gert fjölmörgum fyrirtækjum kleift að ná undraverðum árangri á skömmum tíma. Lykillinn að velgengni sé hins vegar greinilega að reyna að færa notendum það sem þeir vilja. Dæmi um það sé WhatsApp-smáforritið í farsíma sem gefi fólki kost á að senda skilaboð án tilkostnaðar sem felist í SMS-sendingum. Og þótt forritið hafi á skömmum tíma orðið mjög vinsælt hafi höfundar þess ætíð haldið sig fast við einfalda virkni, enga leiki eða auglýsingar. WhatsApp er með yfir 430 milljónir virkra notenda í mánuði hverjum og var í haust selt Facebook á 19 milljónir dollara, eða sem svarar 2,3 milljörðum króna. Staðlaðar lausnir í stað sérsniðinnaHreinn JakobssonStærsta verkefni Reiknistofu bankanna á næstu árum er útskipting grunnkerfa í bankaþjónustu að mati Hreins Jakobssonar, stjórnarformanns RB. „Jafnframt er ljóst að staðlaðar lausnir munu taka við af sérsniðnum kerfum sem við búum við í dag.“ Þetta kom fram í máli Hreins við opnun ráðstefnu RB, Framtíðin í upplýsingatækni fjármálafyrirtækja 2.0, síðastliðinn föstudag. Hluta ráðstefnunnar var varið í að fjalla um staðlaðar lausnir og úrlausnarefni sem taka þyrfti á þegar þær koma í stað sérsniðinna. Inn á þetta kom meðal annars, Jean Yves Bruna, framkvæmdastjóri stefnumála og þróunar hjá Soipra Banking Software, í erindi sínu á ráðstefnunni. Eins fjölluðu Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, og Þorsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafar RB, um stöðu mála og hvernig gengi í nýju tækniumhverfi. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, kynnti framtíðarsýn Íslandsbanka og áherslur í upplýsingatæknimálum og Theódór Gíslason, sérfræðingur í tölvuöryggismálum hjá Syndis, fjallaði um upplýsingaöryggi fjármálafyrirtækja. Þá flutti Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, erindi um skort á konum í upplýsingatækni og velti upp leiðum til úrbóta, að ógleymdu erindi Davids Rowan sem fjallað er um hér að ofan. Uppselt var á ráðstefnu RB og húsfyllir þar sem um 400 manns mættu.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent