Skál fyrir myndlistinni Ragnar Kjartansson skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Í kaffi, bjór, djús eða kampavíni, eða bara Egils Kristal ef maður vill vera betri en hinir. Já, bræður og systur, í dag er dagur myndlistar. Dagur listformsins sem mótar sjónrænan veruleika okkar niður í minnstu smáatriði. Myndlistin er nefnilega mamma hönnunar, auglýsinga, tísku og eiginlega bara útlits alls þess manngerða sem við sjáum nú til dags. Já, hyllum þetta stórkostlega form mannlegrar tilvistar. Ég vinn sem myndlistarmaður en fyrst og fremst er ég myndlistaráhugamaður. Myndlistin er svo víðfeðm, það er vonlaust að skilgreina hana. Hún er alltaf að kanna nýjar formlausar lendur og umbreyta þeim í form, listaverk. Myndlistin er alltaf skrefi framar í hugmyndum en allt annað. Pönkið byrjaði í myndlistinni 1913. Já, skál fyrir myndlist. Hér á Íslandi er kvik og brjáluð myndlistarsena. Hún hefur verið að springa út undanfarið og nú er rætt um íslenska myndlistarmenn á kaffihúsum Parísar og diskóbörum New York-borgar. Ég er þakklátur fyrir að búa á landi sem er iðandi af myndlistarlífi. Hér er allt fullt af listamönnum og áhorfendum. Hér er fólk á útkjálka sem lætur sig framþróun mannsandans einhverju varða. Skál. Myndlist er frelsi. Ég veit ekki um neinn bransa sem gengur jafn mikið út á frelsi í hugsun, frelsi til að gera nákvæmlega það sem maður vill og þá virki það. Ég hef einu sinni grátið fyrir framan listaverk. Það var „Merda d'artista“ eftir Piero Manzoni. Þetta eru litlar niðursuðudósir með mannaskít listamannsins frá 1961. Þegar ég sá verkið var dósin að verða 50 ára gömul. Listamaðurinn löngu dáinn. Eftir stóð þessi bjarti, prakkaralegi og magnaði hlutur. Það er ómögulegt að útskýra fyrir einhverjum ruddum af hverju ég grét, en ég gerði það.Gullgerðarlist Manzoni var svo frábær, dó svo ungur og þetta verk á eftir að lifa um aldir, hvað sem á dynur. Þetta var hans niðurstaða um hvað það er að lifa, vera til og vera listamaður – hvað listin er. Hún er nefnilega hin eiginlega gullgerðarlist. Að gera gull úr skít. Magnað. Ég nenni samt ekki að tala um efnahagslegan ávinning samfélagsins af listinni, afleidd störf, styrkingu ferðamannaiðnaðarins og allt hitt sem óhjákvæmilega fylgir frábærri listasenu. Það er bara afskaplega jákvæð hliðarverkun. Myndlistin er svo mikil andans gjöf fyrir hvern og einn einasta sem setur sig inn í hana. Að njóta myndlistar eru mikil lífsgæði sem standa öllum til boða. Góðir hálsar, myndlist er að finna til. Við verðum að elska listaverk, þá skiljum við það. Við verðum að elska listina þá skiljum við hana. Þannig að þeir sem bölva listinni og listamönnum eru örgustu vitleysingar sem kunna ekki að elska. Æ, ég tala bara svona af því að það er dagur myndlistar og þá má ég taka blaðið frá munninum. Lyftum kaffibollanum hátt á loft og hvíslum „skál fyrir myndlistinni og elskum þetta helvíti“.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistarwww.dagurmyndistar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í kaffi, bjór, djús eða kampavíni, eða bara Egils Kristal ef maður vill vera betri en hinir. Já, bræður og systur, í dag er dagur myndlistar. Dagur listformsins sem mótar sjónrænan veruleika okkar niður í minnstu smáatriði. Myndlistin er nefnilega mamma hönnunar, auglýsinga, tísku og eiginlega bara útlits alls þess manngerða sem við sjáum nú til dags. Já, hyllum þetta stórkostlega form mannlegrar tilvistar. Ég vinn sem myndlistarmaður en fyrst og fremst er ég myndlistaráhugamaður. Myndlistin er svo víðfeðm, það er vonlaust að skilgreina hana. Hún er alltaf að kanna nýjar formlausar lendur og umbreyta þeim í form, listaverk. Myndlistin er alltaf skrefi framar í hugmyndum en allt annað. Pönkið byrjaði í myndlistinni 1913. Já, skál fyrir myndlist. Hér á Íslandi er kvik og brjáluð myndlistarsena. Hún hefur verið að springa út undanfarið og nú er rætt um íslenska myndlistarmenn á kaffihúsum Parísar og diskóbörum New York-borgar. Ég er þakklátur fyrir að búa á landi sem er iðandi af myndlistarlífi. Hér er allt fullt af listamönnum og áhorfendum. Hér er fólk á útkjálka sem lætur sig framþróun mannsandans einhverju varða. Skál. Myndlist er frelsi. Ég veit ekki um neinn bransa sem gengur jafn mikið út á frelsi í hugsun, frelsi til að gera nákvæmlega það sem maður vill og þá virki það. Ég hef einu sinni grátið fyrir framan listaverk. Það var „Merda d'artista“ eftir Piero Manzoni. Þetta eru litlar niðursuðudósir með mannaskít listamannsins frá 1961. Þegar ég sá verkið var dósin að verða 50 ára gömul. Listamaðurinn löngu dáinn. Eftir stóð þessi bjarti, prakkaralegi og magnaði hlutur. Það er ómögulegt að útskýra fyrir einhverjum ruddum af hverju ég grét, en ég gerði það.Gullgerðarlist Manzoni var svo frábær, dó svo ungur og þetta verk á eftir að lifa um aldir, hvað sem á dynur. Þetta var hans niðurstaða um hvað það er að lifa, vera til og vera listamaður – hvað listin er. Hún er nefnilega hin eiginlega gullgerðarlist. Að gera gull úr skít. Magnað. Ég nenni samt ekki að tala um efnahagslegan ávinning samfélagsins af listinni, afleidd störf, styrkingu ferðamannaiðnaðarins og allt hitt sem óhjákvæmilega fylgir frábærri listasenu. Það er bara afskaplega jákvæð hliðarverkun. Myndlistin er svo mikil andans gjöf fyrir hvern og einn einasta sem setur sig inn í hana. Að njóta myndlistar eru mikil lífsgæði sem standa öllum til boða. Góðir hálsar, myndlist er að finna til. Við verðum að elska listaverk, þá skiljum við það. Við verðum að elska listina þá skiljum við hana. Þannig að þeir sem bölva listinni og listamönnum eru örgustu vitleysingar sem kunna ekki að elska. Æ, ég tala bara svona af því að það er dagur myndlistar og þá má ég taka blaðið frá munninum. Lyftum kaffibollanum hátt á loft og hvíslum „skál fyrir myndlistinni og elskum þetta helvíti“.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistarwww.dagurmyndistar.is
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar