Matvæli, landbúnaður, kjör og kærleikur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 31. október 2014 07:00 Búvörusamningum svipar um margt til miðstýrðs áætlunarbúskapar Sovétríkjanna heitinna. Bændum er tryggður jöfnuður og stöðugleiki með því að sækja styrki til neytenda og skattgreiðenda og skipta þeim eftir vissu kerfi. Afleiðingin er heft atvinnugrein með lága framleiðni sem heldur niðri lífskjörum í landinu. Ekki gengur að landbúnaðarráðherra og bændur komi einir að endurskoðuninni. Alþingi verður að sjá til þess að stefnan verði mótuð af fagfólki og helstu hagsmunaðilum, það er neytendum, skattgreiðendum, verslun og þróunarsamvinnu- og umhverfisverndarfólki, auk bænda. Almenningur og samtök sem málið varðar verða að láta til sín taka og þrýsta á um úrbætur.Gott land en harðbýlt Meðal þess sem mestu varðar um hvort fólki og þjóðum vegnar vel er að þekkja vel styrkleika sína og veikleika, ógnir og tækifæri. Mikilvægt er að nýta vel styrkleikana og tækifærin en láta veikleikana og ógnirnar ekki skemma fyrir. Norðlæg hnattstaða Íslands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harðbýlt. Það verður að horfa raunsætt á hvað borgar sig að framleiða hér og hvað betra er að flytja inn. Við erum sterk í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinum en stærstu greinar landbúnaðar eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn þjóð í stóru landi, verðum að halda mun betur á málum ef við viljum lífskjör á borð við nágrannaþjóðirnar. Atgervisflótti skaðar okkur verulega, unga fólkið kemur ekki heim úr framhaldsnámi.Tollfrjáls innflutningur Landbúnaðurinn fær samkvæmt OECD árlega í markaðsvernd sem nemur 8 milljörðum kr. Með opnum innflutningi munu matarútgjöld lækka um 100 til 200 þúsund kr. á ári á meðalheimili. Vöruframboð og gæði aukast. 550 milljóna manna Evrópumarkaður opnast fyrir okkar landbúnaðarafurðir.Styrkir í Evrópumeðaltal Við skattgreiðendur styrkjum landbúnaðinn árlega um 12 milljarða kr., þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu. Hvert kúabú fær um 10 milljónir í styrki á ári og sauðfjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr. sem þýðir að rúmlega öll laun á búunum koma beint frá skattgreiðendum. Um 20% framleiðslunnar eru flutt út og 5% er neytt af ferðamönnum hér. Gott mál ef það væri ekki á kostnað okkar skattgreiðenda. Ef við lækkum styrki niður í Evrópumeðaltal gerir það 8 milljarða kr. og lækka mætti virðisaukaskatt um 5%. Hreinn ávinningur skattgreiðenda og neytenda verður a.m.k. 50 til 100 þús. kr. á ári á heimili. Samtals mun ofangreint lækka útgjöld meðalheimilis um 200 til 300 þús. kr. á ári. Neysluvísitala lækkar um 3% og verðtryggð lán skuldugra fjölskyldna um 2 milljónir króna.Stærri bú, betri afkoma Í Sádi-Arabíu er stórbúið Almarai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá Marel og víðar, rekur kjúklingadeild fyrirtækisins sem framleiðir 550.000 kjúklinga á dag. Það tæki kjúklingabúið aðeins um 2 vikur að anna ársneyslunni á Íslandi. Fyrirtækið rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr. Það þarf bara tvö svona fjós til að anna þörfinni hér því meðalnytin er helmingi meiri en hjá okkur. Breyta þarf styrkjakerfinu hér til að hagræðing geti orðið, bú stækkað, þeim fækkað og þau flutt á heppilega staði með tilliti til nálægðar við markaði.Verðug verkefni Þó hagræðing verði og samþjöppun eru næg verkefni fyrir þá sem vilja starfa í greininni hér heima og erlendis. Allir þurfa mat og greiðslugeta stórvex, t.d. í Asíu. Mörg Evrópulönd veita þróunaraðstoð í formi landbúnaðarverkefna á hentugum svæðum í samvinnu við heimamenn og flytja hluta framleiðslunnar á Evrópumarkað, samtals um 10.000 milljarða virði á ári! Þó landið okkar sé fagurt og frítt þarf víða að taka til hendinni, fegra, fjarlægja drasl og stunda skógrækt. Þetta getur samfélagið styrkt, slíkt kemur til baka í formi upplifunar og ferðaþjónustan dafnar. Breytingarnar munu valda raski en lífsgæði margra munu batna verulega. Kærleikurinn hefur tvær hliðar, eina mjúka og aðra harða. Er til staðar nægur kærleikur til að gera það sem gera þarf til að bæta líf fjölda fólks? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Búvörusamningum svipar um margt til miðstýrðs áætlunarbúskapar Sovétríkjanna heitinna. Bændum er tryggður jöfnuður og stöðugleiki með því að sækja styrki til neytenda og skattgreiðenda og skipta þeim eftir vissu kerfi. Afleiðingin er heft atvinnugrein með lága framleiðni sem heldur niðri lífskjörum í landinu. Ekki gengur að landbúnaðarráðherra og bændur komi einir að endurskoðuninni. Alþingi verður að sjá til þess að stefnan verði mótuð af fagfólki og helstu hagsmunaðilum, það er neytendum, skattgreiðendum, verslun og þróunarsamvinnu- og umhverfisverndarfólki, auk bænda. Almenningur og samtök sem málið varðar verða að láta til sín taka og þrýsta á um úrbætur.Gott land en harðbýlt Meðal þess sem mestu varðar um hvort fólki og þjóðum vegnar vel er að þekkja vel styrkleika sína og veikleika, ógnir og tækifæri. Mikilvægt er að nýta vel styrkleikana og tækifærin en láta veikleikana og ógnirnar ekki skemma fyrir. Norðlæg hnattstaða Íslands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harðbýlt. Það verður að horfa raunsætt á hvað borgar sig að framleiða hér og hvað betra er að flytja inn. Við erum sterk í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinum en stærstu greinar landbúnaðar eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn þjóð í stóru landi, verðum að halda mun betur á málum ef við viljum lífskjör á borð við nágrannaþjóðirnar. Atgervisflótti skaðar okkur verulega, unga fólkið kemur ekki heim úr framhaldsnámi.Tollfrjáls innflutningur Landbúnaðurinn fær samkvæmt OECD árlega í markaðsvernd sem nemur 8 milljörðum kr. Með opnum innflutningi munu matarútgjöld lækka um 100 til 200 þúsund kr. á ári á meðalheimili. Vöruframboð og gæði aukast. 550 milljóna manna Evrópumarkaður opnast fyrir okkar landbúnaðarafurðir.Styrkir í Evrópumeðaltal Við skattgreiðendur styrkjum landbúnaðinn árlega um 12 milljarða kr., þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu. Hvert kúabú fær um 10 milljónir í styrki á ári og sauðfjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr. sem þýðir að rúmlega öll laun á búunum koma beint frá skattgreiðendum. Um 20% framleiðslunnar eru flutt út og 5% er neytt af ferðamönnum hér. Gott mál ef það væri ekki á kostnað okkar skattgreiðenda. Ef við lækkum styrki niður í Evrópumeðaltal gerir það 8 milljarða kr. og lækka mætti virðisaukaskatt um 5%. Hreinn ávinningur skattgreiðenda og neytenda verður a.m.k. 50 til 100 þús. kr. á ári á heimili. Samtals mun ofangreint lækka útgjöld meðalheimilis um 200 til 300 þús. kr. á ári. Neysluvísitala lækkar um 3% og verðtryggð lán skuldugra fjölskyldna um 2 milljónir króna.Stærri bú, betri afkoma Í Sádi-Arabíu er stórbúið Almarai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá Marel og víðar, rekur kjúklingadeild fyrirtækisins sem framleiðir 550.000 kjúklinga á dag. Það tæki kjúklingabúið aðeins um 2 vikur að anna ársneyslunni á Íslandi. Fyrirtækið rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr. Það þarf bara tvö svona fjós til að anna þörfinni hér því meðalnytin er helmingi meiri en hjá okkur. Breyta þarf styrkjakerfinu hér til að hagræðing geti orðið, bú stækkað, þeim fækkað og þau flutt á heppilega staði með tilliti til nálægðar við markaði.Verðug verkefni Þó hagræðing verði og samþjöppun eru næg verkefni fyrir þá sem vilja starfa í greininni hér heima og erlendis. Allir þurfa mat og greiðslugeta stórvex, t.d. í Asíu. Mörg Evrópulönd veita þróunaraðstoð í formi landbúnaðarverkefna á hentugum svæðum í samvinnu við heimamenn og flytja hluta framleiðslunnar á Evrópumarkað, samtals um 10.000 milljarða virði á ári! Þó landið okkar sé fagurt og frítt þarf víða að taka til hendinni, fegra, fjarlægja drasl og stunda skógrækt. Þetta getur samfélagið styrkt, slíkt kemur til baka í formi upplifunar og ferðaþjónustan dafnar. Breytingarnar munu valda raski en lífsgæði margra munu batna verulega. Kærleikurinn hefur tvær hliðar, eina mjúka og aðra harða. Er til staðar nægur kærleikur til að gera það sem gera þarf til að bæta líf fjölda fólks?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar