Matvæli, landbúnaður, kjör og kærleikur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 31. október 2014 07:00 Búvörusamningum svipar um margt til miðstýrðs áætlunarbúskapar Sovétríkjanna heitinna. Bændum er tryggður jöfnuður og stöðugleiki með því að sækja styrki til neytenda og skattgreiðenda og skipta þeim eftir vissu kerfi. Afleiðingin er heft atvinnugrein með lága framleiðni sem heldur niðri lífskjörum í landinu. Ekki gengur að landbúnaðarráðherra og bændur komi einir að endurskoðuninni. Alþingi verður að sjá til þess að stefnan verði mótuð af fagfólki og helstu hagsmunaðilum, það er neytendum, skattgreiðendum, verslun og þróunarsamvinnu- og umhverfisverndarfólki, auk bænda. Almenningur og samtök sem málið varðar verða að láta til sín taka og þrýsta á um úrbætur.Gott land en harðbýlt Meðal þess sem mestu varðar um hvort fólki og þjóðum vegnar vel er að þekkja vel styrkleika sína og veikleika, ógnir og tækifæri. Mikilvægt er að nýta vel styrkleikana og tækifærin en láta veikleikana og ógnirnar ekki skemma fyrir. Norðlæg hnattstaða Íslands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harðbýlt. Það verður að horfa raunsætt á hvað borgar sig að framleiða hér og hvað betra er að flytja inn. Við erum sterk í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinum en stærstu greinar landbúnaðar eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn þjóð í stóru landi, verðum að halda mun betur á málum ef við viljum lífskjör á borð við nágrannaþjóðirnar. Atgervisflótti skaðar okkur verulega, unga fólkið kemur ekki heim úr framhaldsnámi.Tollfrjáls innflutningur Landbúnaðurinn fær samkvæmt OECD árlega í markaðsvernd sem nemur 8 milljörðum kr. Með opnum innflutningi munu matarútgjöld lækka um 100 til 200 þúsund kr. á ári á meðalheimili. Vöruframboð og gæði aukast. 550 milljóna manna Evrópumarkaður opnast fyrir okkar landbúnaðarafurðir.Styrkir í Evrópumeðaltal Við skattgreiðendur styrkjum landbúnaðinn árlega um 12 milljarða kr., þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu. Hvert kúabú fær um 10 milljónir í styrki á ári og sauðfjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr. sem þýðir að rúmlega öll laun á búunum koma beint frá skattgreiðendum. Um 20% framleiðslunnar eru flutt út og 5% er neytt af ferðamönnum hér. Gott mál ef það væri ekki á kostnað okkar skattgreiðenda. Ef við lækkum styrki niður í Evrópumeðaltal gerir það 8 milljarða kr. og lækka mætti virðisaukaskatt um 5%. Hreinn ávinningur skattgreiðenda og neytenda verður a.m.k. 50 til 100 þús. kr. á ári á heimili. Samtals mun ofangreint lækka útgjöld meðalheimilis um 200 til 300 þús. kr. á ári. Neysluvísitala lækkar um 3% og verðtryggð lán skuldugra fjölskyldna um 2 milljónir króna.Stærri bú, betri afkoma Í Sádi-Arabíu er stórbúið Almarai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá Marel og víðar, rekur kjúklingadeild fyrirtækisins sem framleiðir 550.000 kjúklinga á dag. Það tæki kjúklingabúið aðeins um 2 vikur að anna ársneyslunni á Íslandi. Fyrirtækið rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr. Það þarf bara tvö svona fjós til að anna þörfinni hér því meðalnytin er helmingi meiri en hjá okkur. Breyta þarf styrkjakerfinu hér til að hagræðing geti orðið, bú stækkað, þeim fækkað og þau flutt á heppilega staði með tilliti til nálægðar við markaði.Verðug verkefni Þó hagræðing verði og samþjöppun eru næg verkefni fyrir þá sem vilja starfa í greininni hér heima og erlendis. Allir þurfa mat og greiðslugeta stórvex, t.d. í Asíu. Mörg Evrópulönd veita þróunaraðstoð í formi landbúnaðarverkefna á hentugum svæðum í samvinnu við heimamenn og flytja hluta framleiðslunnar á Evrópumarkað, samtals um 10.000 milljarða virði á ári! Þó landið okkar sé fagurt og frítt þarf víða að taka til hendinni, fegra, fjarlægja drasl og stunda skógrækt. Þetta getur samfélagið styrkt, slíkt kemur til baka í formi upplifunar og ferðaþjónustan dafnar. Breytingarnar munu valda raski en lífsgæði margra munu batna verulega. Kærleikurinn hefur tvær hliðar, eina mjúka og aðra harða. Er til staðar nægur kærleikur til að gera það sem gera þarf til að bæta líf fjölda fólks? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Búvörusamningum svipar um margt til miðstýrðs áætlunarbúskapar Sovétríkjanna heitinna. Bændum er tryggður jöfnuður og stöðugleiki með því að sækja styrki til neytenda og skattgreiðenda og skipta þeim eftir vissu kerfi. Afleiðingin er heft atvinnugrein með lága framleiðni sem heldur niðri lífskjörum í landinu. Ekki gengur að landbúnaðarráðherra og bændur komi einir að endurskoðuninni. Alþingi verður að sjá til þess að stefnan verði mótuð af fagfólki og helstu hagsmunaðilum, það er neytendum, skattgreiðendum, verslun og þróunarsamvinnu- og umhverfisverndarfólki, auk bænda. Almenningur og samtök sem málið varðar verða að láta til sín taka og þrýsta á um úrbætur.Gott land en harðbýlt Meðal þess sem mestu varðar um hvort fólki og þjóðum vegnar vel er að þekkja vel styrkleika sína og veikleika, ógnir og tækifæri. Mikilvægt er að nýta vel styrkleikana og tækifærin en láta veikleikana og ógnirnar ekki skemma fyrir. Norðlæg hnattstaða Íslands, smæð markaðar og fjarlægð frá öðrum löndum gerir landið harðbýlt. Það verður að horfa raunsætt á hvað borgar sig að framleiða hér og hvað betra er að flytja inn. Við erum sterk í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og fleiri atvinnugreinum en stærstu greinar landbúnaðar eru mjög óhagkvæmar. Við, fámenn þjóð í stóru landi, verðum að halda mun betur á málum ef við viljum lífskjör á borð við nágrannaþjóðirnar. Atgervisflótti skaðar okkur verulega, unga fólkið kemur ekki heim úr framhaldsnámi.Tollfrjáls innflutningur Landbúnaðurinn fær samkvæmt OECD árlega í markaðsvernd sem nemur 8 milljörðum kr. Með opnum innflutningi munu matarútgjöld lækka um 100 til 200 þúsund kr. á ári á meðalheimili. Vöruframboð og gæði aukast. 550 milljóna manna Evrópumarkaður opnast fyrir okkar landbúnaðarafurðir.Styrkir í Evrópumeðaltal Við skattgreiðendur styrkjum landbúnaðinn árlega um 12 milljarða kr., þrisvar sinnum meira en að meðaltali í Evrópu. Hvert kúabú fær um 10 milljónir í styrki á ári og sauðfjárbú með 500 ærgildi um 6 m.kr. sem þýðir að rúmlega öll laun á búunum koma beint frá skattgreiðendum. Um 20% framleiðslunnar eru flutt út og 5% er neytt af ferðamönnum hér. Gott mál ef það væri ekki á kostnað okkar skattgreiðenda. Ef við lækkum styrki niður í Evrópumeðaltal gerir það 8 milljarða kr. og lækka mætti virðisaukaskatt um 5%. Hreinn ávinningur skattgreiðenda og neytenda verður a.m.k. 50 til 100 þús. kr. á ári á heimili. Samtals mun ofangreint lækka útgjöld meðalheimilis um 200 til 300 þús. kr. á ári. Neysluvísitala lækkar um 3% og verðtryggð lán skuldugra fjölskyldna um 2 milljónir króna.Stærri bú, betri afkoma Í Sádi-Arabíu er stórbúið Almarai. Lárus Ásgeirsson, áður hjá Marel og víðar, rekur kjúklingadeild fyrirtækisins sem framleiðir 550.000 kjúklinga á dag. Það tæki kjúklingabúið aðeins um 2 vikur að anna ársneyslunni á Íslandi. Fyrirtækið rekur líka 15 stórfjós með 7.500 kýr hvert. Á Íslandi eru um 27.000 kýr. Það þarf bara tvö svona fjós til að anna þörfinni hér því meðalnytin er helmingi meiri en hjá okkur. Breyta þarf styrkjakerfinu hér til að hagræðing geti orðið, bú stækkað, þeim fækkað og þau flutt á heppilega staði með tilliti til nálægðar við markaði.Verðug verkefni Þó hagræðing verði og samþjöppun eru næg verkefni fyrir þá sem vilja starfa í greininni hér heima og erlendis. Allir þurfa mat og greiðslugeta stórvex, t.d. í Asíu. Mörg Evrópulönd veita þróunaraðstoð í formi landbúnaðarverkefna á hentugum svæðum í samvinnu við heimamenn og flytja hluta framleiðslunnar á Evrópumarkað, samtals um 10.000 milljarða virði á ári! Þó landið okkar sé fagurt og frítt þarf víða að taka til hendinni, fegra, fjarlægja drasl og stunda skógrækt. Þetta getur samfélagið styrkt, slíkt kemur til baka í formi upplifunar og ferðaþjónustan dafnar. Breytingarnar munu valda raski en lífsgæði margra munu batna verulega. Kærleikurinn hefur tvær hliðar, eina mjúka og aðra harða. Er til staðar nægur kærleikur til að gera það sem gera þarf til að bæta líf fjölda fólks?
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun