Árangursrík viðverustjórnun Vilhjálmur Kári Haraldsson skrifar 30. október 2014 07:00 Undanfarin ár hafa leikskólar í Garðabæ tekið þátt í tilraunaverkefninu Virkur vinnustaður. Verkefnið er á vegum Starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK og tilgangurinn verkefnisins er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Áhersla er lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun, með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við þarfagreiningu vinnustaðarins, og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi. Hver leikskóli hefur mótað sér viðverustefnu og liður í henni er svokallað viðverusamtal sem er öflugt verkfæri viðverustjórnunar. Útgangspunktur samtalsins er umhyggja vinnustaðarins fyrir starfsmanninum og sameiginlegt markmið stjórnanda og starfsmanns að leggja áherslu á góða heilsu starfsmannsins, jákvæðan starfsanda og starfsánægju. Allir leikskólar Garðabæjar hafa á undanförnum þremur árum unnið markvisst að viðverustjórnun og margir þeirra náð góðum árangri. Má þar nefna fækkun veikindadaga á leikskólanum Holtakoti en þar fækkaði veikindadögum um 35% á milli áranna 2012 og 2013 og vill Ragnhildur Skúladóttir leikskólastjóri þakka markvissri viðverustjórnun betri mætingu starfsfólks. Árangur leikskólans Kirkjubóls hefur einnig vakið verðskuldaða athygli en í viðtali við leikskólastjórann Mörtu Sigurðardóttur á heimasíðu VIRK, kemur fram: „Verkefnið hefur skilað okkur því að fólk hugsar um sig sem heilbrigt og innan leikskólans er unnið út frá heilbrigði, bæði hvað varðar starfsfólk og börnin sem hér dvelja.“ Mannauðsstjóri Garðabæjar flutti á dögunum erindi á ráðstefnunni Viðverustjórnun og heilsueflandi aðgerðir á vinnustað fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum en það bar yfirskriftina Viðverustjórnun hjá Garðabæ – árangur og áskoranir. Þar fór hann yfir ferlið við innleiðingu viðverustefnu og þær aðgerðir sem hafa skilað árangri. Í endurskoðaðri mannauðsstefnu Garðabæjar er viðverustjórnun sett í forgrunn og stefnan verður innleidd í allar stofnanir Garðabæjar á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa leikskólar í Garðabæ tekið þátt í tilraunaverkefninu Virkur vinnustaður. Verkefnið er á vegum Starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK og tilgangurinn verkefnisins er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Áhersla er lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun, með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við þarfagreiningu vinnustaðarins, og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi. Hver leikskóli hefur mótað sér viðverustefnu og liður í henni er svokallað viðverusamtal sem er öflugt verkfæri viðverustjórnunar. Útgangspunktur samtalsins er umhyggja vinnustaðarins fyrir starfsmanninum og sameiginlegt markmið stjórnanda og starfsmanns að leggja áherslu á góða heilsu starfsmannsins, jákvæðan starfsanda og starfsánægju. Allir leikskólar Garðabæjar hafa á undanförnum þremur árum unnið markvisst að viðverustjórnun og margir þeirra náð góðum árangri. Má þar nefna fækkun veikindadaga á leikskólanum Holtakoti en þar fækkaði veikindadögum um 35% á milli áranna 2012 og 2013 og vill Ragnhildur Skúladóttir leikskólastjóri þakka markvissri viðverustjórnun betri mætingu starfsfólks. Árangur leikskólans Kirkjubóls hefur einnig vakið verðskuldaða athygli en í viðtali við leikskólastjórann Mörtu Sigurðardóttur á heimasíðu VIRK, kemur fram: „Verkefnið hefur skilað okkur því að fólk hugsar um sig sem heilbrigt og innan leikskólans er unnið út frá heilbrigði, bæði hvað varðar starfsfólk og börnin sem hér dvelja.“ Mannauðsstjóri Garðabæjar flutti á dögunum erindi á ráðstefnunni Viðverustjórnun og heilsueflandi aðgerðir á vinnustað fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum en það bar yfirskriftina Viðverustjórnun hjá Garðabæ – árangur og áskoranir. Þar fór hann yfir ferlið við innleiðingu viðverustefnu og þær aðgerðir sem hafa skilað árangri. Í endurskoðaðri mannauðsstefnu Garðabæjar er viðverustjórnun sett í forgrunn og stefnan verður innleidd í allar stofnanir Garðabæjar á næstunni.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar