Þekkir þú þín kjarnagildi? Edda Jónsdóttir og markþjálfi skrifa 27. október 2014 09:00 vísir/getty Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast, segir máltækið. Kjarnagildin okkar eiga samkvæmt því að endurspeglast í orðum okkar og verkum. Þegar við hittum fólk á förnum vegi, er gjarnan spurt: Er ekki alltaf nóg að gera? Það má því færa sterk rök fyrir því að kjarnagildi íslensku þjóðarinnar sé að hafa alltaf nóg að gera.Kjarnagildin þín Gildi hafa víða verið skilgreind á vettvangi fyrirtækja og stofnana. Gildin eiga að hjálpa starfsfólki að vinna að sameiginlegum markmiðum og framtíðarsýn. En þrátt fyrir að fólk starfi hjá fyrirtæki eða stofnun þar sem unnið er út frá gildum, er ekki þar með sagt að það sé meðvitað um eigin gildi. Gildin okkar endurspegla það sem skiptir okkur mestu máli. Að skilgreina sín persónulegu kjarnagildi er á við að hafa áttavita í vasanum sem er stilltur út frá eigin forgangsröðun í lífinu.Stilltu áttavitann þinn Ef þú átt erfitt með að taka ákvarðanir og standa með þeim eða finnst flókið að móta þér framtíðarsýn, þá er góð byrjun að skilgreina kjarnagildin þín. Sestu niður með blað og skriffæri og skrifaðu niður svör við eftirfarandi spurningum:1. Hvað veitir mér mesta hamingju?2. Hvað held ég mest upp á að gera?3. Á hvaða sviðum myndi ég aldrei sætta mig við málamiðlun? Svörin við þessum spurningum gefa þér sterkar vísbendingar um hver kjarnagildin þín eru. Næsta skref er að hlaða niður fríu smáforriti (e. app) sem heitir „Leadership and Values“. Forritið er frá Mobomo og var framleitt fyrir Concordia-háskólann. Með smáforritinu öðlastu tæki til að skilgreina kjarnagildin þín fimm með einföldum og fljótlegum hætti. Veltu því nú fyrir þér hvort gildin þín endurspeglist í orðum þínum og í lífi þínu almennt. Eru þau í samhljómi við gildi fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem þú vinnur fyrir? Gangi ykkur vel,Edda Heilsa Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun
Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast, segir máltækið. Kjarnagildin okkar eiga samkvæmt því að endurspeglast í orðum okkar og verkum. Þegar við hittum fólk á förnum vegi, er gjarnan spurt: Er ekki alltaf nóg að gera? Það má því færa sterk rök fyrir því að kjarnagildi íslensku þjóðarinnar sé að hafa alltaf nóg að gera.Kjarnagildin þín Gildi hafa víða verið skilgreind á vettvangi fyrirtækja og stofnana. Gildin eiga að hjálpa starfsfólki að vinna að sameiginlegum markmiðum og framtíðarsýn. En þrátt fyrir að fólk starfi hjá fyrirtæki eða stofnun þar sem unnið er út frá gildum, er ekki þar með sagt að það sé meðvitað um eigin gildi. Gildin okkar endurspegla það sem skiptir okkur mestu máli. Að skilgreina sín persónulegu kjarnagildi er á við að hafa áttavita í vasanum sem er stilltur út frá eigin forgangsröðun í lífinu.Stilltu áttavitann þinn Ef þú átt erfitt með að taka ákvarðanir og standa með þeim eða finnst flókið að móta þér framtíðarsýn, þá er góð byrjun að skilgreina kjarnagildin þín. Sestu niður með blað og skriffæri og skrifaðu niður svör við eftirfarandi spurningum:1. Hvað veitir mér mesta hamingju?2. Hvað held ég mest upp á að gera?3. Á hvaða sviðum myndi ég aldrei sætta mig við málamiðlun? Svörin við þessum spurningum gefa þér sterkar vísbendingar um hver kjarnagildin þín eru. Næsta skref er að hlaða niður fríu smáforriti (e. app) sem heitir „Leadership and Values“. Forritið er frá Mobomo og var framleitt fyrir Concordia-háskólann. Með smáforritinu öðlastu tæki til að skilgreina kjarnagildin þín fimm með einföldum og fljótlegum hætti. Veltu því nú fyrir þér hvort gildin þín endurspeglist í orðum þínum og í lífi þínu almennt. Eru þau í samhljómi við gildi fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem þú vinnur fyrir? Gangi ykkur vel,Edda
Heilsa Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun