Hvað ertu að bera framan í þig? Rikka skrifar 24. október 2014 14:00 visir/getty Stanslausar auglýsingar um betri og bjartari húð bíða okkar á degi hverjum í fjölmiðlum. Loforðin koma af ýmsum stærðum og gerðum og sífellt er verið að setja ný efni í kremin sem lofa undraverðum árangri á engum tíma. Einhver er þó ástæðan fyrir því að sum krem virka betur á okkur en önnur og gæti galdurinn legið í innihaldsefnunum.Hyaluronic-sýra Fjölsykra eða kolvetni sem finnst í líkamanum og þá sérstaklega í húðinni. Líkaminn framleiðir sjálfur kolvetnið en það hægist á framleiðslunni eftir því sem að við eldumst. Hyaluronic-sýran heldur raka mjög vel og hefur verið skilgreind sem náttúrulegur rakagjafi. Að því gefnu gæti þetta verið ljómandi góð viðbót í andlitskremið.Peptíð Peptíð eru eins konar keðjur af amínósýrum sem mynda prótín. Peptíð er talið hafa áhrif á húðina með því að hvetja til framleiðslu elastín- og kollagenprótína. Elastín hefur áhrif á þéttni og teygjanleika húðarinnar en kollagen er aðaluppbyggingarefni hennar.Salicylic-sýra Salicylic-sýra er náttúruleg og unnin úr plöntum eða trjáberki. Hún er fjarlægir dauðar húðfrumur og kemur í veg fyrir að fitukirtlar stíflist. Sýran er því oft notuð í krem fyrir bólótta húð og hjálpar til við að hreinsa hana og mýkja. RetinolRetinol er búið til úr A-vítamíni og er talið auka framleiðslu kollagens en það er prótín sem byggir bandvefi og húð. Retinol virðist hvetja húðina til endurnýjunar og hefur lengi vel verið notað á bólótta húð með nokkuð góðum árangri. Með því að hvetja húðina til endurnýjunar dregur einnig úr sýnilegum öldrunarmerkjum. Gæta þarf þess þó að retinol sé í samvinnu við góðan raka svo að húðin þorni ekki við notkun. Kóensím eða Q-10Kóensím er hjálparefni sem finnst í líkamanum og binst hvatberum eða orkubúum frumnanna. Það er þáttur í efnaskiptum sem sjá um orkuframleiðslu líkamanns og minnkar, eins og eðlilegt er, í mannslíkamanum eftir því sem við eldumst. Einhverjar rannsóknir hafa sýnt fram á að kóensímið gæti haft áhrif á útlit húðarinnar og þá sérstaklega skemmdir vegna sólargeisla. Kóensím er einnig andoxunarefni sem hjálpar til við að vernda frumur gegn skemmdum. Heilsa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið
Stanslausar auglýsingar um betri og bjartari húð bíða okkar á degi hverjum í fjölmiðlum. Loforðin koma af ýmsum stærðum og gerðum og sífellt er verið að setja ný efni í kremin sem lofa undraverðum árangri á engum tíma. Einhver er þó ástæðan fyrir því að sum krem virka betur á okkur en önnur og gæti galdurinn legið í innihaldsefnunum.Hyaluronic-sýra Fjölsykra eða kolvetni sem finnst í líkamanum og þá sérstaklega í húðinni. Líkaminn framleiðir sjálfur kolvetnið en það hægist á framleiðslunni eftir því sem að við eldumst. Hyaluronic-sýran heldur raka mjög vel og hefur verið skilgreind sem náttúrulegur rakagjafi. Að því gefnu gæti þetta verið ljómandi góð viðbót í andlitskremið.Peptíð Peptíð eru eins konar keðjur af amínósýrum sem mynda prótín. Peptíð er talið hafa áhrif á húðina með því að hvetja til framleiðslu elastín- og kollagenprótína. Elastín hefur áhrif á þéttni og teygjanleika húðarinnar en kollagen er aðaluppbyggingarefni hennar.Salicylic-sýra Salicylic-sýra er náttúruleg og unnin úr plöntum eða trjáberki. Hún er fjarlægir dauðar húðfrumur og kemur í veg fyrir að fitukirtlar stíflist. Sýran er því oft notuð í krem fyrir bólótta húð og hjálpar til við að hreinsa hana og mýkja. RetinolRetinol er búið til úr A-vítamíni og er talið auka framleiðslu kollagens en það er prótín sem byggir bandvefi og húð. Retinol virðist hvetja húðina til endurnýjunar og hefur lengi vel verið notað á bólótta húð með nokkuð góðum árangri. Með því að hvetja húðina til endurnýjunar dregur einnig úr sýnilegum öldrunarmerkjum. Gæta þarf þess þó að retinol sé í samvinnu við góðan raka svo að húðin þorni ekki við notkun. Kóensím eða Q-10Kóensím er hjálparefni sem finnst í líkamanum og binst hvatberum eða orkubúum frumnanna. Það er þáttur í efnaskiptum sem sjá um orkuframleiðslu líkamanns og minnkar, eins og eðlilegt er, í mannslíkamanum eftir því sem við eldumst. Einhverjar rannsóknir hafa sýnt fram á að kóensímið gæti haft áhrif á útlit húðarinnar og þá sérstaklega skemmdir vegna sólargeisla. Kóensím er einnig andoxunarefni sem hjálpar til við að vernda frumur gegn skemmdum.
Heilsa Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið