Landbúnaðarbyltingin ekki ákvörðun Ólafur Halldórsson skrifar 23. október 2014 07:00 17. október birtist pistill í Fréttablaðinu eftir Sif Sigmarsdóttur undir heitinu I'll be back. Ágætur pistill eins og endranær frá Sif. En það er eitt atriði í pistlinum sem gæti valdið misskilningi. Vitnað er til ísraelska sagnfræðingsins Yuval Noah Harari, sem notar stundum sterka pensildrætti til að leggja áherslu á mál sitt. Hann heldur því til dæmis fram: að mannfólkið sé vistfræðilegir fjöldamorðingjar, að mannfólkið muni fljótlega hverfa (breytast í eitthvað annað) og að landbúnaðarbyltingin hafi verið stærstu prettir sögunnar – að hveitið hafi tamið manneskjurnar en ekki öfugt. Þessi mælskulist minnir á annan fræðimann sem sló í gegn á ritvellinum, Richard Dawkins. Hann talaði til dæmis um genin sjálfselsku. Með því átti hann ekki við að genin hefðu sjálfstæðar meiningar, en honum tókst að vekja athygli með þessu orðalagi. Í pistli Sifjar segir sem sé á einum stað: Þrátt fyrir að landbúnaðarbyltingin sé lofuð í sögubókum sem ein mesta framför mannkynsins er hún ein stærstu mistök sögunnar. Þessu heldur ísraelski sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari fram… Sú fullyrðing að landbúnaðarbyltingin sé ein mesta framför mannkynsins er sjaldséð í bókum á Vesturlöndum síðustu áratugi. Yfirleitt er fjallað um landbúnaðarbyltinguna sem staðreynd sem hafði ákveðnar orsakir og afleiðingar. Og þegar sagt er að landbúnaðarbyltingin sé ein mestu mistök sögunnar, sem reyndar hefur heyrst frá ýmsum undanfarin ár, þá er það harla ónákvæmt orðalag vegna þess að forsenda fyrir mistökum er ákvörðun. Og það tók enginn ákvörðun um landbúnaðarbyltinguna.Lífsháttabreyting Í stuttu máli: Hin svonefnda landbúnaðarbylting við lok síðasta jökulskeiðs var lífsháttabreyting sem varð ekki í einni svipan, og var ekki heldur sérstök eða kærkomin „uppfinning“. Hún kom til sögunnar þegar útbreiðsla dýra breyttist og gróðurbelti færðust til. Akuryrkjunni fylgdi meira erfiði, lengri vinnudagar og minna frelsi en líf veiðimanna og safnara hafði boðið upp á. Við upphaf landbúnaðarbyltingarinnar voru vistkerfin einfölduð stórlega vegna þess að fólk valdi til nytja vissar tegundir jurta og dýra og útilokaði aðrar. Mannfólkið reiddi sig á hjarðdýr og plöntur sem mynda þéttar breiður, til dæmis hveitiplöntuna og aðrar korntegundir. Þegar mannfólkið tamdi umhverfi sitt, plöntur og dýr og fór að búa í þéttbýli sem krafðist ýmiss konar umgengnisreglna og sjálfsstjórnar, tamdi það sjálft sig í leiðinni. Maðurinn er í þeim skilningi best tamda dýr jarðar. Með landbúnaðinum komu til sögunnar þéttbýli, auðsöfnun, strit og sællífi, stéttaskipting, skrásetning, sérhæfð störf, fjölbreyttur tækjabúnaður og nýir sjúkdómar í miklu úrvali. Landbúnaðarbyltingin hefur mikið verið rannsökuð af fræðifólki og því er allmikið vitað um þessa lífsháttabreytingu. Dæmi um splunkunýtt rit þar sem fjallað er um landbúnaðarbyltinguna af yfirvegun er The Story of the Human Body, eftir Daniel Lieberman, prófessor við Harvardháskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
17. október birtist pistill í Fréttablaðinu eftir Sif Sigmarsdóttur undir heitinu I'll be back. Ágætur pistill eins og endranær frá Sif. En það er eitt atriði í pistlinum sem gæti valdið misskilningi. Vitnað er til ísraelska sagnfræðingsins Yuval Noah Harari, sem notar stundum sterka pensildrætti til að leggja áherslu á mál sitt. Hann heldur því til dæmis fram: að mannfólkið sé vistfræðilegir fjöldamorðingjar, að mannfólkið muni fljótlega hverfa (breytast í eitthvað annað) og að landbúnaðarbyltingin hafi verið stærstu prettir sögunnar – að hveitið hafi tamið manneskjurnar en ekki öfugt. Þessi mælskulist minnir á annan fræðimann sem sló í gegn á ritvellinum, Richard Dawkins. Hann talaði til dæmis um genin sjálfselsku. Með því átti hann ekki við að genin hefðu sjálfstæðar meiningar, en honum tókst að vekja athygli með þessu orðalagi. Í pistli Sifjar segir sem sé á einum stað: Þrátt fyrir að landbúnaðarbyltingin sé lofuð í sögubókum sem ein mesta framför mannkynsins er hún ein stærstu mistök sögunnar. Þessu heldur ísraelski sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari fram… Sú fullyrðing að landbúnaðarbyltingin sé ein mesta framför mannkynsins er sjaldséð í bókum á Vesturlöndum síðustu áratugi. Yfirleitt er fjallað um landbúnaðarbyltinguna sem staðreynd sem hafði ákveðnar orsakir og afleiðingar. Og þegar sagt er að landbúnaðarbyltingin sé ein mestu mistök sögunnar, sem reyndar hefur heyrst frá ýmsum undanfarin ár, þá er það harla ónákvæmt orðalag vegna þess að forsenda fyrir mistökum er ákvörðun. Og það tók enginn ákvörðun um landbúnaðarbyltinguna.Lífsháttabreyting Í stuttu máli: Hin svonefnda landbúnaðarbylting við lok síðasta jökulskeiðs var lífsháttabreyting sem varð ekki í einni svipan, og var ekki heldur sérstök eða kærkomin „uppfinning“. Hún kom til sögunnar þegar útbreiðsla dýra breyttist og gróðurbelti færðust til. Akuryrkjunni fylgdi meira erfiði, lengri vinnudagar og minna frelsi en líf veiðimanna og safnara hafði boðið upp á. Við upphaf landbúnaðarbyltingarinnar voru vistkerfin einfölduð stórlega vegna þess að fólk valdi til nytja vissar tegundir jurta og dýra og útilokaði aðrar. Mannfólkið reiddi sig á hjarðdýr og plöntur sem mynda þéttar breiður, til dæmis hveitiplöntuna og aðrar korntegundir. Þegar mannfólkið tamdi umhverfi sitt, plöntur og dýr og fór að búa í þéttbýli sem krafðist ýmiss konar umgengnisreglna og sjálfsstjórnar, tamdi það sjálft sig í leiðinni. Maðurinn er í þeim skilningi best tamda dýr jarðar. Með landbúnaðinum komu til sögunnar þéttbýli, auðsöfnun, strit og sællífi, stéttaskipting, skrásetning, sérhæfð störf, fjölbreyttur tækjabúnaður og nýir sjúkdómar í miklu úrvali. Landbúnaðarbyltingin hefur mikið verið rannsökuð af fræðifólki og því er allmikið vitað um þessa lífsháttabreytingu. Dæmi um splunkunýtt rit þar sem fjallað er um landbúnaðarbyltinguna af yfirvegun er The Story of the Human Body, eftir Daniel Lieberman, prófessor við Harvardháskóla.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar