Viðskipti innlent

Fá leyfi fyrir 80 íbúða blokk á Höfðatorgi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ný blokk verður á horni Bríetartúns og Þórunnartúns.
Ný blokk verður á horni Bríetartúns og Þórunnartúns. Fréttablaðið/GVA
Eykt hf. hefur fengið samþykki skipulagsfulltrúans í Reykjavík fyrir áformum um tólf hæða fjölbýlishús á horni Þórunnartúns og Bríetartúns við Höfðatorg.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist næsta haust og að þeim ljúki síðla árs 2016 að því er kemur fram á heimasíðu Eyktar. Áttatíu íbúðir verða í húsinu. Á jarðhæð þess á að vera þjónustustarfsemi og bílakjallari þar undir. Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að byggingin samræmist deiliskiplagi, meðal annars hvað varðar nýtingu og hæðir húsa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×