Viðkvæm bókaútgerð Sigurður Svavarsson skrifar 11. október 2014 00:01 Íslenskur bókamarkaður er dálítið kraftaverk. Í þessu 330.000 manna málsamfélagi eru öflugar höfunda- og þýðendasveitir og árlega rata á markað um 1.000 bókartitlar, og enn fleiri ef litið er til ýmiss konar sérútgáfna. Skáldverk af ýmsum toga, fræðirit og úrvalsþýðingar, ásamt léttmetinu sem nauðsynlegt er til að laða nýja lesendur inn í veröldina innan bókarspjaldanna. Þessu líflega útgáfustarfi eiga útlendingar iðulega bágt með að trúa. Sköpunin er líka forsenda þess að móðurmálið okkar þróist og endurnýist. Bókaútgáfa er líka að réttu talin undirstaða málstefnunnar sem samþykkt var á Alþingi – ekkert bólar hins vegar á því að þessi þjóð sem iðulega kennir sig við bókina móti sér bókmenningarstefnu til frambúðar, allt er hér tilviljunum háð. Við sem höfum að undanförnu verið að vara við hugsanlegum afleiðingum þess að hækka virðisaukaskatt á bókum, fáum iðulega viðbrögð í þá veru að varla geti bókabransinn verið svo veiklulegur að hann þoli ekki 5% hækkun á virðisaukaskatti. Það er kannski eðlilegt að menn hugsi þannig sem ekki þekkja til þessarar greinar. Bókaútgáfa hefur hins vegar allmikla sérstöðu í viðskiptaumhverfinu um heim allan, og það er ástæða þess að hún er iðulega tekin út fyrir sviga; undanþegin virðisaukaskatti eins og í Bretlandi, Noregi, Færeyjum og á Írlandi, eða í lægsta þrepi. Annars staðar er bókaútgáfunni hlíft við hörðustu samkeppnislöggjöf og útsöluverð bókar fest í ákveðinn tíma eftir útgáfu, til að gera smærri bókaverslunum kleift að keppa við risana.Hin raunverulega ógn Ástæðan fyrir þessum undanþágum er sú að bókaútgáfa er öðrum þræði menningarstarfsemi og undirstaða þess að tungumál þróist. Atvinnugreinin gengur ekki einungis út á að hámarka hagnað. Talið er nauðsynlegt að ýta undir útgáfu bóka sem vart kæmu út ef markaðlögmálin ein myndu gilda. Á nýafstöðnu ársþingi Norræna útgefendaráðsins sem haldið var í Reykjavík kom t.d. fram að einungis 10% útgefinna titla á samkeppnismarkaði í Svíþjóð skila hagnaði (og sumir vitaskuld verulegum ágóða). Sá hagnaður stendur síðan undir útgáfu allra hinna verkanna. Þó ekki liggi fyrir rannsóknir hér landi má gera ráð fyrir að hlutföllin séu svipuð hér. Þarna liggur hin raunverulega ógn sem stafar af aukinni skattheimtu. Hárrétt rekstrarleg viðbrögð þeirra sem standa í bókaútgáfu við auknum álögum og þrengri stöðu væru að draga saman seglin, fækka útgefnum titlum og taka lágmarks áhættu. Afleiðingarnar yrðu þær að færri rithöfundar ættu sér fasta vist á forlagi, framsæknar bókmenntir sem höfða til fárra myndu hætta að koma út, íslenskum barnabókum myndi fækka, þýðingar erlendra úrsvalsverka yrðu einnig fyrir niðurskurði, sem og vönduð fræðirit. Niðurstaðan yrðu svipuð og ef leikhúsin sýndu eintóm kassastykki og sinfóníuhljómsveitin léki einungis verk sem höfðuðu til fjöldans. Slíkt myndi hafa neikvæð áhrif á nýsköpun og frumleika. Ástandið hér á landi er viðkvæmt hvað bókaútgáfuna og bóksöluna varðar. Flest fyrirtæki í greininni eru smá og mega illa við áföllum, bóksalan er að mestu bundin við eina bókabúðakeðju, og svo stórmarkaði sem stökkva til rétt fyrir jól og hamast í nokkrar vikur með tilheyrandi markaðsfrekju. Vinsælustu lágvöruverðsverslanirnar velja inn lítið hlutfall útgefinna titla í sínar verslanir og stýra þannig neyslunni – afleiðingin er sú að örfáir titlar ná metsölu, en megnið fær enga athygli í öllum hávaðanum. Nú þegar er þetta ástand farið að ógna fjölbreytileikanum sem þrátt fyrir allt hefur einkennt bókamarkaðinn á hinu örlitla íslenska málsvæði. Opinber stuðningur við bókaútgáfu hér á landi er allur í mýflugumynd, en samt hefur þetta ævintýri einhvern veginn gengið stóráfallalaust. Hér skal ekki fullyrt að hækkun á virðisaukaskatti munu hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér, en hættan er sannarlega fyrir hendi í viðkvæmri bókaútgerð. Því bið ég ykkur sem sitjið á löggjafarsamkomunni að velta þessu máli rækilega fyrir ykkur; sem efnahagsaðgerð skilar hækkun virðisaukaskatts einungis dropa í hafið, í menningarlegu tilliti getur hún valdið óendurkræfum skaða. Látið því íslenska bókmenningu njóta vafans, hugsið stórt og stígið álíka langt skref til lækkunar og áformað er til hækkunar, og hlífið bókum með öllu við virðisaukaskatti. Þannig færið þið Ísland í úrvalsflokk meðal þjóða hvað bókaútveginn varðar og búið í haginn fyrir enn frekari kraftaverk í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Íslenskur bókamarkaður er dálítið kraftaverk. Í þessu 330.000 manna málsamfélagi eru öflugar höfunda- og þýðendasveitir og árlega rata á markað um 1.000 bókartitlar, og enn fleiri ef litið er til ýmiss konar sérútgáfna. Skáldverk af ýmsum toga, fræðirit og úrvalsþýðingar, ásamt léttmetinu sem nauðsynlegt er til að laða nýja lesendur inn í veröldina innan bókarspjaldanna. Þessu líflega útgáfustarfi eiga útlendingar iðulega bágt með að trúa. Sköpunin er líka forsenda þess að móðurmálið okkar þróist og endurnýist. Bókaútgáfa er líka að réttu talin undirstaða málstefnunnar sem samþykkt var á Alþingi – ekkert bólar hins vegar á því að þessi þjóð sem iðulega kennir sig við bókina móti sér bókmenningarstefnu til frambúðar, allt er hér tilviljunum háð. Við sem höfum að undanförnu verið að vara við hugsanlegum afleiðingum þess að hækka virðisaukaskatt á bókum, fáum iðulega viðbrögð í þá veru að varla geti bókabransinn verið svo veiklulegur að hann þoli ekki 5% hækkun á virðisaukaskatti. Það er kannski eðlilegt að menn hugsi þannig sem ekki þekkja til þessarar greinar. Bókaútgáfa hefur hins vegar allmikla sérstöðu í viðskiptaumhverfinu um heim allan, og það er ástæða þess að hún er iðulega tekin út fyrir sviga; undanþegin virðisaukaskatti eins og í Bretlandi, Noregi, Færeyjum og á Írlandi, eða í lægsta þrepi. Annars staðar er bókaútgáfunni hlíft við hörðustu samkeppnislöggjöf og útsöluverð bókar fest í ákveðinn tíma eftir útgáfu, til að gera smærri bókaverslunum kleift að keppa við risana.Hin raunverulega ógn Ástæðan fyrir þessum undanþágum er sú að bókaútgáfa er öðrum þræði menningarstarfsemi og undirstaða þess að tungumál þróist. Atvinnugreinin gengur ekki einungis út á að hámarka hagnað. Talið er nauðsynlegt að ýta undir útgáfu bóka sem vart kæmu út ef markaðlögmálin ein myndu gilda. Á nýafstöðnu ársþingi Norræna útgefendaráðsins sem haldið var í Reykjavík kom t.d. fram að einungis 10% útgefinna titla á samkeppnismarkaði í Svíþjóð skila hagnaði (og sumir vitaskuld verulegum ágóða). Sá hagnaður stendur síðan undir útgáfu allra hinna verkanna. Þó ekki liggi fyrir rannsóknir hér landi má gera ráð fyrir að hlutföllin séu svipuð hér. Þarna liggur hin raunverulega ógn sem stafar af aukinni skattheimtu. Hárrétt rekstrarleg viðbrögð þeirra sem standa í bókaútgáfu við auknum álögum og þrengri stöðu væru að draga saman seglin, fækka útgefnum titlum og taka lágmarks áhættu. Afleiðingarnar yrðu þær að færri rithöfundar ættu sér fasta vist á forlagi, framsæknar bókmenntir sem höfða til fárra myndu hætta að koma út, íslenskum barnabókum myndi fækka, þýðingar erlendra úrsvalsverka yrðu einnig fyrir niðurskurði, sem og vönduð fræðirit. Niðurstaðan yrðu svipuð og ef leikhúsin sýndu eintóm kassastykki og sinfóníuhljómsveitin léki einungis verk sem höfðuðu til fjöldans. Slíkt myndi hafa neikvæð áhrif á nýsköpun og frumleika. Ástandið hér á landi er viðkvæmt hvað bókaútgáfuna og bóksöluna varðar. Flest fyrirtæki í greininni eru smá og mega illa við áföllum, bóksalan er að mestu bundin við eina bókabúðakeðju, og svo stórmarkaði sem stökkva til rétt fyrir jól og hamast í nokkrar vikur með tilheyrandi markaðsfrekju. Vinsælustu lágvöruverðsverslanirnar velja inn lítið hlutfall útgefinna titla í sínar verslanir og stýra þannig neyslunni – afleiðingin er sú að örfáir titlar ná metsölu, en megnið fær enga athygli í öllum hávaðanum. Nú þegar er þetta ástand farið að ógna fjölbreytileikanum sem þrátt fyrir allt hefur einkennt bókamarkaðinn á hinu örlitla íslenska málsvæði. Opinber stuðningur við bókaútgáfu hér á landi er allur í mýflugumynd, en samt hefur þetta ævintýri einhvern veginn gengið stóráfallalaust. Hér skal ekki fullyrt að hækkun á virðisaukaskatti munu hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér, en hættan er sannarlega fyrir hendi í viðkvæmri bókaútgerð. Því bið ég ykkur sem sitjið á löggjafarsamkomunni að velta þessu máli rækilega fyrir ykkur; sem efnahagsaðgerð skilar hækkun virðisaukaskatts einungis dropa í hafið, í menningarlegu tilliti getur hún valdið óendurkræfum skaða. Látið því íslenska bókmenningu njóta vafans, hugsið stórt og stígið álíka langt skref til lækkunar og áformað er til hækkunar, og hlífið bókum með öllu við virðisaukaskatti. Þannig færið þið Ísland í úrvalsflokk meðal þjóða hvað bókaútveginn varðar og búið í haginn fyrir enn frekari kraftaverk í framtíðinni.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar