Á barnið þitt ekki erindi í VR-Skóla lífsins? Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Jafnaðarkaup, stórhátíðarálag, uppsagnarfrestur, launaseðill… Allt eru þetta hugtök sem geta þvælst fyrir fólki, ekki síst ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Í tæpa tvo áratugi hafa starfsmenn VR árlega heimsótt flesta grunnskóla á félagssvæði VR og fjölmarga framhaldsskóla og farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði með útskriftarnemum. Við höfum útskýrt fyrir þeim þessi hugtök og mörg fleiri. Við höfum svarað spurningum þeirra um hvað má og hvað má ekki í vinnu. Og við höfum bent þeim á hvert þau geta leitað með sínar spurningar og vandamál. Reynsla síðustu ára hefur sýnt okkur hve þörf unga fólksins fyrir fræðslu er mikil og vaxandi. Mörg ungmenni vinna með skóla eða í skólafríum. Fimmtungur félagsmanna VR er á aldrinum 16–24 ára. Á sumrin er þessi aldurshópur enn fjölmennari, eða fjórðungur af heildarfjölda félagsmanna. Þennan aldurshóp þarf að fræða og var hugmyndin með VR-Skóla lífsins að svara því kalli. VR-Skóli lífsins hefur því það mikilvæga markmið að undirbúa unga fólkið okkar fyrir vinnumarkaðinn.Vinnumarkaðurinn á mannamáli VR-Skóla lífsins var hleypt af stokkunum í lok september og hafa viðtökurnar verið framar vonum. Efnið er sett fram á tungutaki unga fólksins og á þeim vettvangi sem þeim er tamt að nota. Hér er vinnumarkaðurinn útskýrður á mannamáli. VR-Skóli lífsins er að stærstum hluta netnámskeið og fylgja nemendur ungri stúlku eftir þar sem hún sækir um og fær sitt fyrsta starf. Á þeirri vegferð læra hún og nemendur skólans hvað felst í því að vera þátttakandi á vinnumarkaði. Í lok námstímans hittast nemendur, fara yfir hvað þeir hafa lært og skerpa á samskiptamálunum. Þeir sem ljúka námi fá síðan staðfestingu á námslokum sem þeir geta sent með umsókn sinni um starf.Leikreglurnar í frumskóginum Starfsmenntun og aukin fræðsla á vinnumarkaði var ein helsta áhersla VR í síðustu kjarasamningaviðræðum og verður áfram í þeim viðræðum sem nú eru fram undan. VR-Skóli lífsins er hluti af þessari áherslu og mikilvægur grunnur til að byggja á. Vinnumarkaðurinn er kannski frumskógur í augum unga fólksins. En á vinnumarkaði gilda leikreglur sem mikilvægt er að kunna skil á. Við foreldrarnir munum vafalaust flest eftir því þegar við mættum til vinnu í fyrsta skipti, ung og óreynd. Þá hefði nú verið gott að hafa lokið námi í VR-Skóla lífsins! Á barnið þitt ekki erindi í þennan skóla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Jafnaðarkaup, stórhátíðarálag, uppsagnarfrestur, launaseðill… Allt eru þetta hugtök sem geta þvælst fyrir fólki, ekki síst ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Í tæpa tvo áratugi hafa starfsmenn VR árlega heimsótt flesta grunnskóla á félagssvæði VR og fjölmarga framhaldsskóla og farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði með útskriftarnemum. Við höfum útskýrt fyrir þeim þessi hugtök og mörg fleiri. Við höfum svarað spurningum þeirra um hvað má og hvað má ekki í vinnu. Og við höfum bent þeim á hvert þau geta leitað með sínar spurningar og vandamál. Reynsla síðustu ára hefur sýnt okkur hve þörf unga fólksins fyrir fræðslu er mikil og vaxandi. Mörg ungmenni vinna með skóla eða í skólafríum. Fimmtungur félagsmanna VR er á aldrinum 16–24 ára. Á sumrin er þessi aldurshópur enn fjölmennari, eða fjórðungur af heildarfjölda félagsmanna. Þennan aldurshóp þarf að fræða og var hugmyndin með VR-Skóla lífsins að svara því kalli. VR-Skóli lífsins hefur því það mikilvæga markmið að undirbúa unga fólkið okkar fyrir vinnumarkaðinn.Vinnumarkaðurinn á mannamáli VR-Skóla lífsins var hleypt af stokkunum í lok september og hafa viðtökurnar verið framar vonum. Efnið er sett fram á tungutaki unga fólksins og á þeim vettvangi sem þeim er tamt að nota. Hér er vinnumarkaðurinn útskýrður á mannamáli. VR-Skóli lífsins er að stærstum hluta netnámskeið og fylgja nemendur ungri stúlku eftir þar sem hún sækir um og fær sitt fyrsta starf. Á þeirri vegferð læra hún og nemendur skólans hvað felst í því að vera þátttakandi á vinnumarkaði. Í lok námstímans hittast nemendur, fara yfir hvað þeir hafa lært og skerpa á samskiptamálunum. Þeir sem ljúka námi fá síðan staðfestingu á námslokum sem þeir geta sent með umsókn sinni um starf.Leikreglurnar í frumskóginum Starfsmenntun og aukin fræðsla á vinnumarkaði var ein helsta áhersla VR í síðustu kjarasamningaviðræðum og verður áfram í þeim viðræðum sem nú eru fram undan. VR-Skóli lífsins er hluti af þessari áherslu og mikilvægur grunnur til að byggja á. Vinnumarkaðurinn er kannski frumskógur í augum unga fólksins. En á vinnumarkaði gilda leikreglur sem mikilvægt er að kunna skil á. Við foreldrarnir munum vafalaust flest eftir því þegar við mættum til vinnu í fyrsta skipti, ung og óreynd. Þá hefði nú verið gott að hafa lokið námi í VR-Skóla lífsins! Á barnið þitt ekki erindi í þennan skóla?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar