Leiðréttingin fari að mestu í nýjar skuldir Haraldur Guðmundsson skrifar 9. október 2014 07:00 Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar til lækkunar verðtryggðra íbúðalána á að færa lánin niður um 72 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn telur skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar geta leitt til aukinnar lántöku heimila upp á allt að 47 milljarða króna. Um tveir þriðju af svigrúminu sem skapist við leiðréttinguna verði því mögulega nýtt til frekari lántöku. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Seðlabankinn hélt í gær til að kynna nýtt hefti skýrslunnar Fjármálastöðugleiki.Sigríður Benediktsdóttir„Það er ákveðinn hópur af einstaklingum sem mun fara úr því að skulda yfir 80 prósent af virði fasteigna sinna og niður fyrir 80 prósentin sem mun gera það að verkum að þeir geta veðsett aftur upp í fullt rými eigna sinna eða tekið meiri lán. Við búumst því við að allt að tveir þriðju af þeim 72 milljörðum sem fara í leiðréttinguna eigi eftir að mynda aukið veðrými og geti því verið endurskuldsettir,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans. Í skýrslu bankans kemur fram að eigna- og skuldastaða íslenskra heimila hefur haldið áfram að batna. Skuldirnar námu í júní síðastliðnum um 99 prósentum af vergri landsframleiðslu og lækkuðu þá um 4,6 prósentustig milli ára. „Nýjustu tölur benda því til að skuldalækkun heimila sem hófst snemma árs 2009 sé enn í gangi,“ segir í skýrslunni. Sigríður segir það mat bankans að leiðréttingin eigi ekki eftir að lækka verulega hlutfall skulda heimilanna af landsframleiðslu. „Við erum ekki frá því að við séum komin í ákveðið jafnvægi. Skuldastaða íslenskra heimila, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, er í raun ekki mikil miðað við önnur lönd sem eru með lífeyrissjóði og húsnæðiseignir eins og við erum með. Við erum til dæmis með mun minni skuldsetningu en bæði Hollendingar og Danir. Skuldir heimilanna leita í ákveðið jafnvægi og þegar þær eru lækkaðar leita skuldirnar aftur upp í það jafnvægi,“ segir Sigríður Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Seðlabankinn telur skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar geta leitt til aukinnar lántöku heimila upp á allt að 47 milljarða króna. Um tveir þriðju af svigrúminu sem skapist við leiðréttinguna verði því mögulega nýtt til frekari lántöku. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Seðlabankinn hélt í gær til að kynna nýtt hefti skýrslunnar Fjármálastöðugleiki.Sigríður Benediktsdóttir„Það er ákveðinn hópur af einstaklingum sem mun fara úr því að skulda yfir 80 prósent af virði fasteigna sinna og niður fyrir 80 prósentin sem mun gera það að verkum að þeir geta veðsett aftur upp í fullt rými eigna sinna eða tekið meiri lán. Við búumst því við að allt að tveir þriðju af þeim 72 milljörðum sem fara í leiðréttinguna eigi eftir að mynda aukið veðrými og geti því verið endurskuldsettir,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans. Í skýrslu bankans kemur fram að eigna- og skuldastaða íslenskra heimila hefur haldið áfram að batna. Skuldirnar námu í júní síðastliðnum um 99 prósentum af vergri landsframleiðslu og lækkuðu þá um 4,6 prósentustig milli ára. „Nýjustu tölur benda því til að skuldalækkun heimila sem hófst snemma árs 2009 sé enn í gangi,“ segir í skýrslunni. Sigríður segir það mat bankans að leiðréttingin eigi ekki eftir að lækka verulega hlutfall skulda heimilanna af landsframleiðslu. „Við erum ekki frá því að við séum komin í ákveðið jafnvægi. Skuldastaða íslenskra heimila, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, er í raun ekki mikil miðað við önnur lönd sem eru með lífeyrissjóði og húsnæðiseignir eins og við erum með. Við erum til dæmis með mun minni skuldsetningu en bæði Hollendingar og Danir. Skuldir heimilanna leita í ákveðið jafnvægi og þegar þær eru lækkaðar leita skuldirnar aftur upp í það jafnvægi,“ segir Sigríður
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent