Leiðréttingin fari að mestu í nýjar skuldir Haraldur Guðmundsson skrifar 9. október 2014 07:00 Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar til lækkunar verðtryggðra íbúðalána á að færa lánin niður um 72 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn telur skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar geta leitt til aukinnar lántöku heimila upp á allt að 47 milljarða króna. Um tveir þriðju af svigrúminu sem skapist við leiðréttinguna verði því mögulega nýtt til frekari lántöku. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Seðlabankinn hélt í gær til að kynna nýtt hefti skýrslunnar Fjármálastöðugleiki.Sigríður Benediktsdóttir„Það er ákveðinn hópur af einstaklingum sem mun fara úr því að skulda yfir 80 prósent af virði fasteigna sinna og niður fyrir 80 prósentin sem mun gera það að verkum að þeir geta veðsett aftur upp í fullt rými eigna sinna eða tekið meiri lán. Við búumst því við að allt að tveir þriðju af þeim 72 milljörðum sem fara í leiðréttinguna eigi eftir að mynda aukið veðrými og geti því verið endurskuldsettir,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans. Í skýrslu bankans kemur fram að eigna- og skuldastaða íslenskra heimila hefur haldið áfram að batna. Skuldirnar námu í júní síðastliðnum um 99 prósentum af vergri landsframleiðslu og lækkuðu þá um 4,6 prósentustig milli ára. „Nýjustu tölur benda því til að skuldalækkun heimila sem hófst snemma árs 2009 sé enn í gangi,“ segir í skýrslunni. Sigríður segir það mat bankans að leiðréttingin eigi ekki eftir að lækka verulega hlutfall skulda heimilanna af landsframleiðslu. „Við erum ekki frá því að við séum komin í ákveðið jafnvægi. Skuldastaða íslenskra heimila, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, er í raun ekki mikil miðað við önnur lönd sem eru með lífeyrissjóði og húsnæðiseignir eins og við erum með. Við erum til dæmis með mun minni skuldsetningu en bæði Hollendingar og Danir. Skuldir heimilanna leita í ákveðið jafnvægi og þegar þær eru lækkaðar leita skuldirnar aftur upp í það jafnvægi,“ segir Sigríður Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Seðlabankinn telur skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar geta leitt til aukinnar lántöku heimila upp á allt að 47 milljarða króna. Um tveir þriðju af svigrúminu sem skapist við leiðréttinguna verði því mögulega nýtt til frekari lántöku. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Seðlabankinn hélt í gær til að kynna nýtt hefti skýrslunnar Fjármálastöðugleiki.Sigríður Benediktsdóttir„Það er ákveðinn hópur af einstaklingum sem mun fara úr því að skulda yfir 80 prósent af virði fasteigna sinna og niður fyrir 80 prósentin sem mun gera það að verkum að þeir geta veðsett aftur upp í fullt rými eigna sinna eða tekið meiri lán. Við búumst því við að allt að tveir þriðju af þeim 72 milljörðum sem fara í leiðréttinguna eigi eftir að mynda aukið veðrými og geti því verið endurskuldsettir,“ segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans. Í skýrslu bankans kemur fram að eigna- og skuldastaða íslenskra heimila hefur haldið áfram að batna. Skuldirnar námu í júní síðastliðnum um 99 prósentum af vergri landsframleiðslu og lækkuðu þá um 4,6 prósentustig milli ára. „Nýjustu tölur benda því til að skuldalækkun heimila sem hófst snemma árs 2009 sé enn í gangi,“ segir í skýrslunni. Sigríður segir það mat bankans að leiðréttingin eigi ekki eftir að lækka verulega hlutfall skulda heimilanna af landsframleiðslu. „Við erum ekki frá því að við séum komin í ákveðið jafnvægi. Skuldastaða íslenskra heimila, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, er í raun ekki mikil miðað við önnur lönd sem eru með lífeyrissjóði og húsnæðiseignir eins og við erum með. Við erum til dæmis með mun minni skuldsetningu en bæði Hollendingar og Danir. Skuldir heimilanna leita í ákveðið jafnvægi og þegar þær eru lækkaðar leita skuldirnar aftur upp í það jafnvægi,“ segir Sigríður
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira