Kaupum skattagögnin Elín Hirst skrifar 7. október 2014 09:22 Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent fjármálaráðuneytinu sýnishorn af erlendum skattaupplýsingum með nöfnum fjölda Íslendinga sem eiga fjármuni í svokölluðum skattaskjólum. Að sögn skattrannsóknarstjóra gefa þau vísbendingar um skattaundanskot. Nú er það í höndum skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort kaupa eigi þessi gögn. Skattaskjól finnast víða um heim, og má þar nefna staði eins og Bresku Jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. Vísbendingar eru um að skipulögð skattsvik í svokölluðum skattaparadísum hafi aukist mjög á undanförnum árum. Skattsvik eru refsiverð afbrot og valda skaða í mörgu tilliti. Skattbyrðin leggst þyngra á aðra, samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist og minna svigrúm er til almennra skattalækkana. Það eru því brýnir almannahagsmunir að ráðast gegn skattsvikum og má taka undir þá skoðun fjármálaráðherra að nota eigi öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. Því getur það verið nauðsynlegt að beita aðferðum eins og að kaupa gögn af þeim toga sem skattrannsóknarstjóri og fjármálaráðuneytið hafa nú til skoðunar. Önnur lönd eins og Þýskaland og Bandaríkin hafa farið svipaðar leiðir, en reynsla þeirra sýnir að fjárfesting í þessum gögnum skilar sér margfalt til baka í endurheimtum sköttum. Fylgi íslensk stjórnvöld því fordæmi mun það virka sem hvatning á þá sem geyma fé í skattskjólum til að gefa sig fram og greiða sína skatta, vitandi að þeir muni ella sæta rannsókn skattyfirvalda og hugsanlega þungum refsiviðurlögum í kjölfarið. Fjármálaráðherra telur sterklega koma til greina að kaupa þessi gögn og tek ég heilshugar undir það mat hans. Ég myndi reyndar taka enn dýpra í árinni. Gefi þessi gögn vísbendingar um skattaundanskot Íslendinga, eins og skattrannsóknarstjóri telur, hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að útvega þessi gögn eftir öllum tiltækum leiðum. Fjármálaráðherra hefur til dæmis bent á að kaup á gögnunum gætu krafist sérstakrar lagasetningar. Ég er viss um að breið samstaða verður á Alþingi um þá afgreiðslu, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir ríkissjóð og þjóðarhag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent fjármálaráðuneytinu sýnishorn af erlendum skattaupplýsingum með nöfnum fjölda Íslendinga sem eiga fjármuni í svokölluðum skattaskjólum. Að sögn skattrannsóknarstjóra gefa þau vísbendingar um skattaundanskot. Nú er það í höndum skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort kaupa eigi þessi gögn. Skattaskjól finnast víða um heim, og má þar nefna staði eins og Bresku Jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. Vísbendingar eru um að skipulögð skattsvik í svokölluðum skattaparadísum hafi aukist mjög á undanförnum árum. Skattsvik eru refsiverð afbrot og valda skaða í mörgu tilliti. Skattbyrðin leggst þyngra á aðra, samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist og minna svigrúm er til almennra skattalækkana. Það eru því brýnir almannahagsmunir að ráðast gegn skattsvikum og má taka undir þá skoðun fjármálaráðherra að nota eigi öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. Því getur það verið nauðsynlegt að beita aðferðum eins og að kaupa gögn af þeim toga sem skattrannsóknarstjóri og fjármálaráðuneytið hafa nú til skoðunar. Önnur lönd eins og Þýskaland og Bandaríkin hafa farið svipaðar leiðir, en reynsla þeirra sýnir að fjárfesting í þessum gögnum skilar sér margfalt til baka í endurheimtum sköttum. Fylgi íslensk stjórnvöld því fordæmi mun það virka sem hvatning á þá sem geyma fé í skattskjólum til að gefa sig fram og greiða sína skatta, vitandi að þeir muni ella sæta rannsókn skattyfirvalda og hugsanlega þungum refsiviðurlögum í kjölfarið. Fjármálaráðherra telur sterklega koma til greina að kaupa þessi gögn og tek ég heilshugar undir það mat hans. Ég myndi reyndar taka enn dýpra í árinni. Gefi þessi gögn vísbendingar um skattaundanskot Íslendinga, eins og skattrannsóknarstjóri telur, hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að útvega þessi gögn eftir öllum tiltækum leiðum. Fjármálaráðherra hefur til dæmis bent á að kaup á gögnunum gætu krafist sérstakrar lagasetningar. Ég er viss um að breið samstaða verður á Alþingi um þá afgreiðslu, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir ríkissjóð og þjóðarhag.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar