Hver á göturnar? Magnea Guðmundsdóttir skrifar 2. október 2014 07:00 Göturnar, torg og garðar eru það sem raunverulega skilgreinir borgina. Þetta eru opin rými sem húsin ramma inn og eiga það sameiginlegt að við höfum öll aðgang að þeim. Þar hittumst við á horninu, sýnum okkur og sjáum aðra, spókum okkur þegar vel viðrar og mótmælum þegar okkur finnst vera gengið á rétt okkar. Við sækjum kannski mismikið í þessi rými en þau gegna mikilvægu hlutverki, þau eru sameign okkar allra og hluti af sjálfsmynd okkar sem samfélags.Að eiga val Nú er ný yfirstaðin samgönguvika, evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Yfirskriftin að þessu sinni var „Okkar vegir, okkar val“ og hafði það markmið að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur. Það er forvitnilegt að máta þetta slagorð við Reykjavík. Hvert er okkar val þegar kemur að samgöngumálum? Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur kemur fram að yfir 80% prósent af opnum rýmum (að undanskildum stærri útivistarsvæðum) fara undir samgöngur í borginni. Það eru malbikaðir vegir, mislæg gatnamót og bílastæði. Undanfarna áratugi hefur bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu vaxið hlutfallslega meira en íbúafjöldi og í dag ferðast um 75% íbúa með einkabíl til vinnu eða skóla. Bílaeign Íslendinga er með því mesta í heiminum og á pari við amerískar borgir. Þetta er þróun sem þarf að bregðast við. Reykjavík er ekki „bílaborg“ frekar en einhver önnur borg. Það er ekki óyfirstíganleg staðreynd sem tengist legu og lagi borgarinnar. Reykjavík varð að bílaborg – út af skammsýni og úrræðaleysi í skipulagsmálum. Þetta er ástand en ekki staðreynd, ástand sem við þurfum að vinda ofan af, vandamál sem við eigum að vera stolt af því að leysa. Það kann að skjóta skökku við í fyrstu en rannsóknir hafa sýnt að því fleiri vegir sem eru lagðir, því meir eykst umferðin. Hvað gerir maður þegar mittislínan þenst út og beltið er orðið svo þröngt að mann verkjar? Ein leiðin er að losa um beltið, bæta við gati og svo halda áfram sem áður. Sem er álíka góð lausn og að pissa í skóinn sinn. Hin leiðin er að takast á við rót vandans. Eitt meginmarkmið aðalskipulagsins er hagræðing á sameiginlegum rýmum okkar með þéttingu byggðar. Með því að draga úr umferð, stytta vegalengdir og bjóða upp á vistvænni samgöngur, má spara gífurlegar fjárhæðir. Til lengri tíma mun það skila sér í vasa borgaranna langt umfram nokkra skatta- eða gjaldskrárlækkun. Fyrrverandi borgarstjóri Bógóta í Kólumbíu er öflugur talsmaður bættra borga. Hann hefur vakið athygli á að allir borgarar hafa jafnan rétt samkvæmt stjórnarskrá. Þannig ætti strætisvagn með 80 farþegum að hafa 80 sinnum meiri rétt á plássi á götunni en einn farþegi í bíl.Vaxtaverkir Það þarf að vera bílfært á milli borgarhluta en það þarf líka að skapa rými fyrir aðra valkosti, í leik og starfi. Hvað með fótgangandi foreldri með vagn, hjólandi vegfarendur eða krakka á þríhjóli? Einkabíllinn er ekkert einkamál. Honum fylgja mannvirki og kostnaður sem varðar allt samfélagið. Vandamálið verður ekki leyst með mislægum gatnamótum heldur verðum við að breyta ferðavenjum okkar og opna á fleiri möguleika. Markmið aðalskipulags Reykjavíkur eru skynsöm og raunsæ og miða við sambærilegar borgir eins og Þrándheim. Stefnan er að hlutdeild gangandi og hjólandi vegfarenda verði 30% í lok skipulagstímabilsins árið 2030 og hlutdeild almenningssamgangna fari í 8%, valmöguleikunum fjölgar. Stefnan hefur verið tekin, framundan er breytingaskeið og því fylgja vaxtaverkir. Bílastæðum við vinnustaðinn gæti fækkað og við gætum þurft að dvelja örfá auka andartök fyrir aftan strætó sem hleypir farþegum sínum út. Það er hugsanlegt að byggingakrani verður reistur í næsta garði eða við þurfum að hlusta á jarðbor í einhverjar vikur. Það eru smámunir. Miðað við landrýmið og grænu svæðin sem við þyrftum annars að fórna, miðað við mengunina sem útþenslu borgar fylgir og miðað við þá gífurlegu fjárhæðir sem þyrfti til að þjóna vaxandi umferð. Mannvænlegri borg eykur lífsgæði okkar og gerir Reykjavík að aðlaðandi stað á alþjóðavettvangi. Göturnar eru sameign okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Göturnar, torg og garðar eru það sem raunverulega skilgreinir borgina. Þetta eru opin rými sem húsin ramma inn og eiga það sameiginlegt að við höfum öll aðgang að þeim. Þar hittumst við á horninu, sýnum okkur og sjáum aðra, spókum okkur þegar vel viðrar og mótmælum þegar okkur finnst vera gengið á rétt okkar. Við sækjum kannski mismikið í þessi rými en þau gegna mikilvægu hlutverki, þau eru sameign okkar allra og hluti af sjálfsmynd okkar sem samfélags.Að eiga val Nú er ný yfirstaðin samgönguvika, evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Yfirskriftin að þessu sinni var „Okkar vegir, okkar val“ og hafði það markmið að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur. Það er forvitnilegt að máta þetta slagorð við Reykjavík. Hvert er okkar val þegar kemur að samgöngumálum? Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur kemur fram að yfir 80% prósent af opnum rýmum (að undanskildum stærri útivistarsvæðum) fara undir samgöngur í borginni. Það eru malbikaðir vegir, mislæg gatnamót og bílastæði. Undanfarna áratugi hefur bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu vaxið hlutfallslega meira en íbúafjöldi og í dag ferðast um 75% íbúa með einkabíl til vinnu eða skóla. Bílaeign Íslendinga er með því mesta í heiminum og á pari við amerískar borgir. Þetta er þróun sem þarf að bregðast við. Reykjavík er ekki „bílaborg“ frekar en einhver önnur borg. Það er ekki óyfirstíganleg staðreynd sem tengist legu og lagi borgarinnar. Reykjavík varð að bílaborg – út af skammsýni og úrræðaleysi í skipulagsmálum. Þetta er ástand en ekki staðreynd, ástand sem við þurfum að vinda ofan af, vandamál sem við eigum að vera stolt af því að leysa. Það kann að skjóta skökku við í fyrstu en rannsóknir hafa sýnt að því fleiri vegir sem eru lagðir, því meir eykst umferðin. Hvað gerir maður þegar mittislínan þenst út og beltið er orðið svo þröngt að mann verkjar? Ein leiðin er að losa um beltið, bæta við gati og svo halda áfram sem áður. Sem er álíka góð lausn og að pissa í skóinn sinn. Hin leiðin er að takast á við rót vandans. Eitt meginmarkmið aðalskipulagsins er hagræðing á sameiginlegum rýmum okkar með þéttingu byggðar. Með því að draga úr umferð, stytta vegalengdir og bjóða upp á vistvænni samgöngur, má spara gífurlegar fjárhæðir. Til lengri tíma mun það skila sér í vasa borgaranna langt umfram nokkra skatta- eða gjaldskrárlækkun. Fyrrverandi borgarstjóri Bógóta í Kólumbíu er öflugur talsmaður bættra borga. Hann hefur vakið athygli á að allir borgarar hafa jafnan rétt samkvæmt stjórnarskrá. Þannig ætti strætisvagn með 80 farþegum að hafa 80 sinnum meiri rétt á plássi á götunni en einn farþegi í bíl.Vaxtaverkir Það þarf að vera bílfært á milli borgarhluta en það þarf líka að skapa rými fyrir aðra valkosti, í leik og starfi. Hvað með fótgangandi foreldri með vagn, hjólandi vegfarendur eða krakka á þríhjóli? Einkabíllinn er ekkert einkamál. Honum fylgja mannvirki og kostnaður sem varðar allt samfélagið. Vandamálið verður ekki leyst með mislægum gatnamótum heldur verðum við að breyta ferðavenjum okkar og opna á fleiri möguleika. Markmið aðalskipulags Reykjavíkur eru skynsöm og raunsæ og miða við sambærilegar borgir eins og Þrándheim. Stefnan er að hlutdeild gangandi og hjólandi vegfarenda verði 30% í lok skipulagstímabilsins árið 2030 og hlutdeild almenningssamgangna fari í 8%, valmöguleikunum fjölgar. Stefnan hefur verið tekin, framundan er breytingaskeið og því fylgja vaxtaverkir. Bílastæðum við vinnustaðinn gæti fækkað og við gætum þurft að dvelja örfá auka andartök fyrir aftan strætó sem hleypir farþegum sínum út. Það er hugsanlegt að byggingakrani verður reistur í næsta garði eða við þurfum að hlusta á jarðbor í einhverjar vikur. Það eru smámunir. Miðað við landrýmið og grænu svæðin sem við þyrftum annars að fórna, miðað við mengunina sem útþenslu borgar fylgir og miðað við þá gífurlegu fjárhæðir sem þyrfti til að þjóna vaxandi umferð. Mannvænlegri borg eykur lífsgæði okkar og gerir Reykjavík að aðlaðandi stað á alþjóðavettvangi. Göturnar eru sameign okkar allra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar