Heimahjúkrun HH – ört vaxandi álag Anný Lára Emilsdóttir og Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) starfrækir heimahjúkrun í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsumdæmi. Þegar þetta er skrifað sinna hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og félagsliðar heimahjúkrunar HH rúmlega 600 sjúklingum, sumum hverjum oft á dag. Greinarhöfundar gerðu úttekt á starfseminni þar sem einblínt var á árin 2010 og 2013. Hér verður farið yfir meginniðurstöður þeirrar vinnu en skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu HH http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=61. Á árunum 2010-2013 varð fjórðungsaukning í sjúklingafjölda og 27% í aukningu vitjana hjá heimahjúkrun HH. Nokkrar meginskýringar eru á þessu aukna álagi. Stefna stjórnvalda hérlendis hefur verið að draga úr stofnanavistun, legudögum sjúkrahúsa fækkar, íbúum fjölgar og hlutfall aldraðra eykst. Tækninýjungar gefa veikum einstaklingum tækifæri á að lifa lengur og aukinn vilji er hjá sjúklingum að liggja banaleguna í heimahúsi. Því miður hefur fjármagn til starfseminnar ekki aukist að sama skapi en HH er á fjárlögum ríkisins. Mesti álagstíminn hjá heimahjúkrun HH er dagvakt á virkum dögum en á umræddu þriggja ára tímabili var engin fjölgun stöðugilda á þeim vöktum. Ef mönnunin hefði átt að haldast í hendur við fjölgun sjúklinga hefði þurft að fjölga stöðugildum á dagvakt á virkum dögum um 28%, þ.e. úr 37 stöðugildum í 47 stöðugildi. Á viðmiðunarárinu 2010 var aukins álags þegar farið að gæta hjá heimahjúkrun HH því sú þróun var þá hafin sem hér að framan er lýst. Takmarkað svigrúm var því til að mæta þessu aukna álagi. Hér er ekki um tímabundið ástand að ræða. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að öldruðum fjölgi um 14% á næstu fjórum árum hérlendis, en í dag er þessi aldurshópur 84% af skjólstæðingum heimahjúkrunar HH.Er pláss fyrir tengdó? Að mati greinarhöfunda er búið að hagræða eins og frekast er unnt hjá heimahjúkrun HH. Starfsfólk hefur í síauknum mæli þurft að grípa til aðgerða, s.s. að auka kröfur um aðkomu aðstandenda, skera vitjunartíma við nögl og mynda biðlista. Starfsfólk telur sig ekki ná að sinna sjúklingum sínum eins vel og þörf er á og sjúklingar, aðstandendur og starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana lýsa óánægju sinni með ófullnægjandi þjónustu heimahjúkrunar HH. Aukið fjármagn þarf til heimahjúkrunar HH til að hægt sé að fylgja stefnu stjórnvalda og bjóða upp á viðunandi hjúkrunarþjónustu í heimahúsi. Að öðrum kosti þarf að endurskilgreina og í kjölfarið draga verulega úr þeirri þjónustu sem heimahjúkrun HH er ætlað að veita. Sú leið er ekki vænleg að mati greinarhöfunda, hvorki fjárhagslega né fyrir samfélagið þar sem það hefði ný vandamál í för með sér, s.s. auknar innlagnir á sjúkrahús, bugaða aðstandendur og óánægju í þjóðfélaginu. Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? er yfirskrift komandi hjúkrunarþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta er spurning sem þú, lesandi góður, gætir þurft að spyrja sjálfan þig ef heldur fram sem horfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) starfrækir heimahjúkrun í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsumdæmi. Þegar þetta er skrifað sinna hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og félagsliðar heimahjúkrunar HH rúmlega 600 sjúklingum, sumum hverjum oft á dag. Greinarhöfundar gerðu úttekt á starfseminni þar sem einblínt var á árin 2010 og 2013. Hér verður farið yfir meginniðurstöður þeirrar vinnu en skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu HH http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=61. Á árunum 2010-2013 varð fjórðungsaukning í sjúklingafjölda og 27% í aukningu vitjana hjá heimahjúkrun HH. Nokkrar meginskýringar eru á þessu aukna álagi. Stefna stjórnvalda hérlendis hefur verið að draga úr stofnanavistun, legudögum sjúkrahúsa fækkar, íbúum fjölgar og hlutfall aldraðra eykst. Tækninýjungar gefa veikum einstaklingum tækifæri á að lifa lengur og aukinn vilji er hjá sjúklingum að liggja banaleguna í heimahúsi. Því miður hefur fjármagn til starfseminnar ekki aukist að sama skapi en HH er á fjárlögum ríkisins. Mesti álagstíminn hjá heimahjúkrun HH er dagvakt á virkum dögum en á umræddu þriggja ára tímabili var engin fjölgun stöðugilda á þeim vöktum. Ef mönnunin hefði átt að haldast í hendur við fjölgun sjúklinga hefði þurft að fjölga stöðugildum á dagvakt á virkum dögum um 28%, þ.e. úr 37 stöðugildum í 47 stöðugildi. Á viðmiðunarárinu 2010 var aukins álags þegar farið að gæta hjá heimahjúkrun HH því sú þróun var þá hafin sem hér að framan er lýst. Takmarkað svigrúm var því til að mæta þessu aukna álagi. Hér er ekki um tímabundið ástand að ræða. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að öldruðum fjölgi um 14% á næstu fjórum árum hérlendis, en í dag er þessi aldurshópur 84% af skjólstæðingum heimahjúkrunar HH.Er pláss fyrir tengdó? Að mati greinarhöfunda er búið að hagræða eins og frekast er unnt hjá heimahjúkrun HH. Starfsfólk hefur í síauknum mæli þurft að grípa til aðgerða, s.s. að auka kröfur um aðkomu aðstandenda, skera vitjunartíma við nögl og mynda biðlista. Starfsfólk telur sig ekki ná að sinna sjúklingum sínum eins vel og þörf er á og sjúklingar, aðstandendur og starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana lýsa óánægju sinni með ófullnægjandi þjónustu heimahjúkrunar HH. Aukið fjármagn þarf til heimahjúkrunar HH til að hægt sé að fylgja stefnu stjórnvalda og bjóða upp á viðunandi hjúkrunarþjónustu í heimahúsi. Að öðrum kosti þarf að endurskilgreina og í kjölfarið draga verulega úr þeirri þjónustu sem heimahjúkrun HH er ætlað að veita. Sú leið er ekki vænleg að mati greinarhöfunda, hvorki fjárhagslega né fyrir samfélagið þar sem það hefði ný vandamál í för með sér, s.s. auknar innlagnir á sjúkrahús, bugaða aðstandendur og óánægju í þjóðfélaginu. Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? er yfirskrift komandi hjúkrunarþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta er spurning sem þú, lesandi góður, gætir þurft að spyrja sjálfan þig ef heldur fram sem horfir.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun