Elsku besti Illugi! Gunnar Helgason skrifar 1. október 2014 07:00 Mér rennur blóðið til skyldunnar. Ég verð að stinga niður penna og fjalla örlítið um stöðu barnabókarinnar á Íslandi í dag. Sem handhafi Bókaverðlauna barnanna árið 2014 finn ég mig knúinn til að koma barnabókinni og þar með læsi, til varnar. Ég hef skrifað sjö barnabækur og sú áttunda er í prentun þegar þetta er skrifað og ég tel mig því hafa nokkuð góða innsýn og skilning á heimi barnabókanna. Það sem ég skil hins vegar ekki – og langar að biðja þig að útskýra fyrir mér – er málflutningur þinn, elsku besti menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, á undanförnum dögum og vikum varðandi læsi og bókaverð. Á hverju ári kemur ný PISA-könnun þar sem niðurstaðan er að læsi hrakar hjá börnunum okkar. Á hverju ári fyllast fjölmiðlar af stjórnmálamönnum, foreldrum, rithöfundum og sérfræðingum sem lýsa yfir miklum áhyggjum af þessu. En það er ekki á hverju ári sem bókaverð er hækkað með lagabreytingu. Bjarni vinur þinn hefur sem sagt ákveðið að hækka virðisaukaskattinn á bókum. Þetta á að vera liður í því að einfalda virðisaukaskattskerfið. Þetta er reyndar í mínum augum hluti af mótvægisaðgerðum stjórnarinnar vegna niðurfellingar á öðrum sköttum, s.s. hátekjuskatti, en það getur verið rangt hjá mér. Hver sem ástæðan er fyrir þessari hækkun er augljóst að þetta kemur barnafjölskyldum verst því það liggur í hlutarins eðli að þær kaupa mest af barnabókum. Að vísu kemur þetta ömmum og öfum barnanna illa líka því það er alkunna að þau kaupa mikið af bókum þegar gefa á jóla- og afmælisgjafir. Þannig að þetta kemur ungum foreldrum og ellilífeyrisþegum hvað verst. En hátekjufólki hvað best. Auðvitað vona ég að það hátekjufólk sem losnar við hátekjuskattinn sinn kaupi þá meira af barnabókum fyrir peninginn sem það sparar sér en það er líklega bjartsýni. Það myndi samt sem áður stuðla að því að hinir munu líklega kaupa minna af bókum og þar af leiðandi leiða til aukins ólæsis.Vefst fyrir mér Kæri menntamálaráðherra, þú hefur ítrekað – síðast í Íslandi í bítið þann 29.09.2014 – bent á að læsi var meira og betra hjá börnunum okkar árið 2000 þegar virðisaukaskatturinn var 14% heldur en árið 2012 þegar hann hafði verið 7% í nokkur ár. Þú hefur líka bent á að bókaverðið sé bara hluti af því flókna vandamáli sem versnandi læsi er. Ég skil það og það er rétt hjá þér. Það sem ég skil hins vegar ekki er hvernig það að hækka skattinn aftur á að vera hluti af lausninni á ó-læsisvandanum. Það þarf örugglega að taka til í virðisaukaskattkerfinu, ég veit ekkert um það en það sem er undarlegt við þessa ákvörðun um að hækka bókaverðið er að á sama tíma ferðast þú, menntamálaráðherra, um landið og kynnir fyrir landslýð Hvítbókina þína þar sem lögð er áhersla á betri menntun í landinu. Nú vita allir að grunnurinn að betri menntun er aukið og betra læsi landsbarna. Það sem vefst því fyrir mér er hvernig hækkað bókaverð á að styðja við þessa Hvítbókarstefnu. Ég bara skil það ekki. Best væri að mínu mati að fella virðisaukaskatt á bækur niður með öllu. Það ætti að einfalda kerfið eins og stefna stjórnvalda segir til um og myndi þar á ofan vonandi hjálpa til við að auka læsi barnanna okkar. Elsku besti Illugi Gunnarsson, ert þú kannski til í að skrifa hér á þessar síður greinarkorn þar sem þú útskýrir þetta allt saman fyrir mér – helst eins og ég væri sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Mér rennur blóðið til skyldunnar. Ég verð að stinga niður penna og fjalla örlítið um stöðu barnabókarinnar á Íslandi í dag. Sem handhafi Bókaverðlauna barnanna árið 2014 finn ég mig knúinn til að koma barnabókinni og þar með læsi, til varnar. Ég hef skrifað sjö barnabækur og sú áttunda er í prentun þegar þetta er skrifað og ég tel mig því hafa nokkuð góða innsýn og skilning á heimi barnabókanna. Það sem ég skil hins vegar ekki – og langar að biðja þig að útskýra fyrir mér – er málflutningur þinn, elsku besti menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, á undanförnum dögum og vikum varðandi læsi og bókaverð. Á hverju ári kemur ný PISA-könnun þar sem niðurstaðan er að læsi hrakar hjá börnunum okkar. Á hverju ári fyllast fjölmiðlar af stjórnmálamönnum, foreldrum, rithöfundum og sérfræðingum sem lýsa yfir miklum áhyggjum af þessu. En það er ekki á hverju ári sem bókaverð er hækkað með lagabreytingu. Bjarni vinur þinn hefur sem sagt ákveðið að hækka virðisaukaskattinn á bókum. Þetta á að vera liður í því að einfalda virðisaukaskattskerfið. Þetta er reyndar í mínum augum hluti af mótvægisaðgerðum stjórnarinnar vegna niðurfellingar á öðrum sköttum, s.s. hátekjuskatti, en það getur verið rangt hjá mér. Hver sem ástæðan er fyrir þessari hækkun er augljóst að þetta kemur barnafjölskyldum verst því það liggur í hlutarins eðli að þær kaupa mest af barnabókum. Að vísu kemur þetta ömmum og öfum barnanna illa líka því það er alkunna að þau kaupa mikið af bókum þegar gefa á jóla- og afmælisgjafir. Þannig að þetta kemur ungum foreldrum og ellilífeyrisþegum hvað verst. En hátekjufólki hvað best. Auðvitað vona ég að það hátekjufólk sem losnar við hátekjuskattinn sinn kaupi þá meira af barnabókum fyrir peninginn sem það sparar sér en það er líklega bjartsýni. Það myndi samt sem áður stuðla að því að hinir munu líklega kaupa minna af bókum og þar af leiðandi leiða til aukins ólæsis.Vefst fyrir mér Kæri menntamálaráðherra, þú hefur ítrekað – síðast í Íslandi í bítið þann 29.09.2014 – bent á að læsi var meira og betra hjá börnunum okkar árið 2000 þegar virðisaukaskatturinn var 14% heldur en árið 2012 þegar hann hafði verið 7% í nokkur ár. Þú hefur líka bent á að bókaverðið sé bara hluti af því flókna vandamáli sem versnandi læsi er. Ég skil það og það er rétt hjá þér. Það sem ég skil hins vegar ekki er hvernig það að hækka skattinn aftur á að vera hluti af lausninni á ó-læsisvandanum. Það þarf örugglega að taka til í virðisaukaskattkerfinu, ég veit ekkert um það en það sem er undarlegt við þessa ákvörðun um að hækka bókaverðið er að á sama tíma ferðast þú, menntamálaráðherra, um landið og kynnir fyrir landslýð Hvítbókina þína þar sem lögð er áhersla á betri menntun í landinu. Nú vita allir að grunnurinn að betri menntun er aukið og betra læsi landsbarna. Það sem vefst því fyrir mér er hvernig hækkað bókaverð á að styðja við þessa Hvítbókarstefnu. Ég bara skil það ekki. Best væri að mínu mati að fella virðisaukaskatt á bækur niður með öllu. Það ætti að einfalda kerfið eins og stefna stjórnvalda segir til um og myndi þar á ofan vonandi hjálpa til við að auka læsi barnanna okkar. Elsku besti Illugi Gunnarsson, ert þú kannski til í að skrifa hér á þessar síður greinarkorn þar sem þú útskýrir þetta allt saman fyrir mér – helst eins og ég væri sex ára.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar