Fjárfestir skoðar að setja 1,2 milljarða í Hörpuhótelið Haraldur Guðmundsson skrifar 25. september 2014 07:15 Kaupsamningur um lóðina var undirritaður í ágúst í fyrra eftir að samningar Reykjavíkurborgar við félagið World Leisure Investment fóru út um þúfur. Fleiri fyrirtæki hafa tryggt sér lóð á svæðinu. Vísir/Valli Eigendur Auro Investments eiga í viðræðum við bandarískan fjárfesti um 1,2 milljarða króna fjármögnun á lúxushótelinu sem félagið vill reisa við Hörpu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru viðræðurnar á lokastigi en þær hafa staðið yfir síðan í vor. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver fjárfestirinn er. Hann er þó sagður hafa komið að byggingu hótela í Bandaríkjunum en aldrei að fjárfestingarverkefnum hér á landi. Forsvarsmenn Auro eiga einnig í viðræðum við aðra erlenda fjárfesta um fjármögnun hótelsins. Bala Kamallakharan, einn eigenda Auro Investments ehf., segir ekki tímabært að upplýsa um hverjir sýni verkefninu áhuga. „Við erum enn í þessum viðræðum og því getum við ekki gefið neitt upp ennþá. Verkefnið er hins vegar að þokast áfram og það er ákveðinn aðili mjög áhugasamur um það. En engar ákvarðanir hafa verið teknar,“ segir Kamallakharan. Auro Investments er í eigu indverskra fjárfesta frá Auro Investment Partners LLC, Mannvits og Teiknistofunnar Arkitektar, T.ark. Eigendur félagsins ætluðu upphaflega að hefja framkvæmdir á þessu ári. Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt hjá T.ark, segir enn unnið að hönnun hótelsins og að sú vinna sé í fullum gangi. „Það er verið að vinna í verkefninu á fullu og tímaplön um að opna það árið 2017 hafa ekkert breyst,“ segir Ásgeir. Áform Auro hljóða nú upp á 15.100 fermetra fimm stjörnu hótel með 250 herbergjum. Einnig verða þar 25 svítur sem verða 45 fermetrar að stærð og ein forsetasvíta sem verður 150 fermetrar. Að auki er gert ráð fyrir um eitt hundrað íbúðum á lóðinni, tæplega þrjú þúsund fermetra verslunar- og þjónusturými og bílakjallara með 130 stæðum. Heildarkostnaður verkefnisins nemur um 14 milljörðum króna. Auro tryggði sér lóðina á síðasta ári þegar félagið greiddi 1.825 milljónir fyrir hana. Ekki liggur enn fyrir hvaða nafn hótelið mun bera en fjölmiðlar greindu frá því í vetur að hótelkeðjurnar W Hotels og Marriott hefðu áhuga á að koma inn í verkefnið sem samstarfsaðilar. Að sögn Ásgeirs er ekki búist við að nafn hótelsins verði tilkynnt áður en fjármögnun hótelsins liggur fyrir. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Eigendur Auro Investments eiga í viðræðum við bandarískan fjárfesti um 1,2 milljarða króna fjármögnun á lúxushótelinu sem félagið vill reisa við Hörpu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru viðræðurnar á lokastigi en þær hafa staðið yfir síðan í vor. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver fjárfestirinn er. Hann er þó sagður hafa komið að byggingu hótela í Bandaríkjunum en aldrei að fjárfestingarverkefnum hér á landi. Forsvarsmenn Auro eiga einnig í viðræðum við aðra erlenda fjárfesta um fjármögnun hótelsins. Bala Kamallakharan, einn eigenda Auro Investments ehf., segir ekki tímabært að upplýsa um hverjir sýni verkefninu áhuga. „Við erum enn í þessum viðræðum og því getum við ekki gefið neitt upp ennþá. Verkefnið er hins vegar að þokast áfram og það er ákveðinn aðili mjög áhugasamur um það. En engar ákvarðanir hafa verið teknar,“ segir Kamallakharan. Auro Investments er í eigu indverskra fjárfesta frá Auro Investment Partners LLC, Mannvits og Teiknistofunnar Arkitektar, T.ark. Eigendur félagsins ætluðu upphaflega að hefja framkvæmdir á þessu ári. Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt hjá T.ark, segir enn unnið að hönnun hótelsins og að sú vinna sé í fullum gangi. „Það er verið að vinna í verkefninu á fullu og tímaplön um að opna það árið 2017 hafa ekkert breyst,“ segir Ásgeir. Áform Auro hljóða nú upp á 15.100 fermetra fimm stjörnu hótel með 250 herbergjum. Einnig verða þar 25 svítur sem verða 45 fermetrar að stærð og ein forsetasvíta sem verður 150 fermetrar. Að auki er gert ráð fyrir um eitt hundrað íbúðum á lóðinni, tæplega þrjú þúsund fermetra verslunar- og þjónusturými og bílakjallara með 130 stæðum. Heildarkostnaður verkefnisins nemur um 14 milljörðum króna. Auro tryggði sér lóðina á síðasta ári þegar félagið greiddi 1.825 milljónir fyrir hana. Ekki liggur enn fyrir hvaða nafn hótelið mun bera en fjölmiðlar greindu frá því í vetur að hótelkeðjurnar W Hotels og Marriott hefðu áhuga á að koma inn í verkefnið sem samstarfsaðilar. Að sögn Ásgeirs er ekki búist við að nafn hótelsins verði tilkynnt áður en fjármögnun hótelsins liggur fyrir.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun