Vörugjöld og vondir kaupmenn Auður Jóhannesdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Ég heiti Auður og ég er kaupmaður. Ég hef verið kaupmaður í tæp tíu ár og reyni að skammast mín ekkert sérstaklega fyrir það. Það er gaman að versla og stunda viðskipti og ég legg mig fram um að veita góða þjónustu og eiga ánægjuleg samskipti við viðskiptavini mína jafnt sem birgja með langtímahagsmuni að leiðarljósi. Það er nefnilega ekkert vit í viðskiptum sem ekki innifela ágóða fyrir alla hlutaðeigandi. Ef hallar óeðlilega á einhvern aðila er ljóst að viðskiptunum verður ekki haldið áfram lengur en það tekur þann sem ber skarðan hlut frá borði að finna hagkvæmari valkost. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hversu vinsælt það virðist á Íslandi að láta líkt og við lifum enn á tímum Jóns Hreggviðssonar þegar kaupmenn höfðu einkaleyfi á verslun á sínu svæði. Ef marka má orðræðuna mætti trúa að fátt hafi breyst síðan þá. Við kaupmenn mökum krókinn og lifum hátt á svita og blóði íslenskrar alþýðu og núna stefnum við víst á að stinga niðurfelldum vörugjöldum og lækkun á virðisaukaskatti beint í gulli hlaðnar pyngjurnar, eða hvað? Það hefur verið baráttumál íslenskrar verslunar til fjölda ára að afnema vörugjöld sem eru ógegnsæ, skekkja samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu samhengi og eru furðulega samræmislaus sbr. þá staðreynd að láréttar brauðristar bera vörugjöld en ekki lóðréttar. Ég held að kaupmenn hafi einmitt fagnað manna hæst þegar ríkisstjórnin kynnti áform sín um afnám vörugjalda og hlakki til að lækka verð. Við erum nefnilega fyrir löngu búin að átta okkur á því að íslenskir neytendur eru langt í frá óupplýstir og fyrir löngu hættir að láta bjóða sér maðkað mjöl. Það má svo alveg velta því fyrir sér hversu farsælt það er fyrir verslunina að svona ákvarðanir taki gildi eftir einhverja mánuði, það er erfitt að sjá fyrir sér annað en að verslunin þurfi að taka á sig vörugjöldin á þeim munum sem þegar er búið að framleiða eða flytja til landsins því að neytendur eru ekki fífl og þeir kaupa ekki vöru í dag sem þeir vita að verður á lægra verði eftir áramót, en það er víst heldur ekki í tísku að huga að aðlögunartíma viðskiptalífsins vegna stjórnvaldsákvarðana. Hvað sem því líður þá legg ég til að við hættum að láta eins og við búum enn á nítjándu öldinni, Ísland sé einangrað og að hér gildi önnur samkeppnislögmál en annars staðar í hinum frjálsa heimi. Góðar stundir og gleðilega vörugjaldalausa verslun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Auður og ég er kaupmaður. Ég hef verið kaupmaður í tæp tíu ár og reyni að skammast mín ekkert sérstaklega fyrir það. Það er gaman að versla og stunda viðskipti og ég legg mig fram um að veita góða þjónustu og eiga ánægjuleg samskipti við viðskiptavini mína jafnt sem birgja með langtímahagsmuni að leiðarljósi. Það er nefnilega ekkert vit í viðskiptum sem ekki innifela ágóða fyrir alla hlutaðeigandi. Ef hallar óeðlilega á einhvern aðila er ljóst að viðskiptunum verður ekki haldið áfram lengur en það tekur þann sem ber skarðan hlut frá borði að finna hagkvæmari valkost. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hversu vinsælt það virðist á Íslandi að láta líkt og við lifum enn á tímum Jóns Hreggviðssonar þegar kaupmenn höfðu einkaleyfi á verslun á sínu svæði. Ef marka má orðræðuna mætti trúa að fátt hafi breyst síðan þá. Við kaupmenn mökum krókinn og lifum hátt á svita og blóði íslenskrar alþýðu og núna stefnum við víst á að stinga niðurfelldum vörugjöldum og lækkun á virðisaukaskatti beint í gulli hlaðnar pyngjurnar, eða hvað? Það hefur verið baráttumál íslenskrar verslunar til fjölda ára að afnema vörugjöld sem eru ógegnsæ, skekkja samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu samhengi og eru furðulega samræmislaus sbr. þá staðreynd að láréttar brauðristar bera vörugjöld en ekki lóðréttar. Ég held að kaupmenn hafi einmitt fagnað manna hæst þegar ríkisstjórnin kynnti áform sín um afnám vörugjalda og hlakki til að lækka verð. Við erum nefnilega fyrir löngu búin að átta okkur á því að íslenskir neytendur eru langt í frá óupplýstir og fyrir löngu hættir að láta bjóða sér maðkað mjöl. Það má svo alveg velta því fyrir sér hversu farsælt það er fyrir verslunina að svona ákvarðanir taki gildi eftir einhverja mánuði, það er erfitt að sjá fyrir sér annað en að verslunin þurfi að taka á sig vörugjöldin á þeim munum sem þegar er búið að framleiða eða flytja til landsins því að neytendur eru ekki fífl og þeir kaupa ekki vöru í dag sem þeir vita að verður á lægra verði eftir áramót, en það er víst heldur ekki í tísku að huga að aðlögunartíma viðskiptalífsins vegna stjórnvaldsákvarðana. Hvað sem því líður þá legg ég til að við hættum að láta eins og við búum enn á nítjándu öldinni, Ísland sé einangrað og að hér gildi önnur samkeppnislögmál en annars staðar í hinum frjálsa heimi. Góðar stundir og gleðilega vörugjaldalausa verslun.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun