Vilja efla viðskipti og tengsl á Bransadögum Haraldur Guðmundsson skrifar 24. september 2014 07:00 Hrönn Marínósdóttir á von á að erlendir blaðamenn, framleiðendur og stjórnendur kvikmyndahátíða mæti á Bransadaga RIFF. Vísir/Valli „Við erum að þessu til að efla tengsl og viðskipti milli íslenskrar kvikmyndagerðar og umheimsins,“ segir Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, um Bransadaga kvikmyndahátíðarinnar sem haldnir verða í byrjun október. Erlendu framleiðslufyrirtækin Trust Nordisk, Films Boutique, Film Republic og Pascale Ramonda eru á meðal þeirra sem hafa boðað komu sína á dagana. Síðastnefnda fyrirtækið keypti nýverið sýningarréttinn á kvikmyndinni París norðursins í Evrópu. „Það koma hátt í tvö hundruð manns hingað á Bransadagana. Í þeim hópi eru erlendir blaðamenn, leikstjórar, framleiðendur, sölu- og dreifingaraðilar og stjórnendur kvikmyndahátíða,“ segir Hrönn. Hún segir blaðamennina koma frá fjölmiðlum á borð við Hollywood Reporter, Variety og Huffington Post. „Í fyrra kom Hollywood Reporter einnig og gerði viðamikla úttekt. Að fá umfjöllun í stórum erlendum blöðum er auðvitað mikilvægt og þessir gestir munu meðal annars heimsækja Reykjavík Studios og skoða það nýja framleiðslufyrirtæki.“ Spurð hvort Bransadagarnir hafi áður leitt til samninga á milli innlends kvikmyndagerðarfólks og erlendra fyrirtækja nefnir Hrönn dæmi frá árinu 2008. „Þá kom rússneski leikstjórinn Alexander Sokurov á hátíðina og gerði í kjölfarið samning við Sagafilm. Hann endaði á að taka upp kvikmynd hér á landi og borgaði Sagafilm 70 milljónir króna,“ segir Hrönn. Hún bætir við að í ár sé áhersla lögð á að kynna þá þjónustu sem er í boði hjá íslenskum fyrirtækjum sem koma að kvikmyndaframleiðslu. „Íslensk kvikmyndagerð nýtur mikillar virðingar og er mjög vinsæl víða um heim eins og sést á erlendum kvikmyndahátíðum og margar íslenskar myndir hafa verið að gera góða sölu- og dreifingarsamninga við stór fyrirtæki úti í heimi.“ Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Við erum að þessu til að efla tengsl og viðskipti milli íslenskrar kvikmyndagerðar og umheimsins,“ segir Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, um Bransadaga kvikmyndahátíðarinnar sem haldnir verða í byrjun október. Erlendu framleiðslufyrirtækin Trust Nordisk, Films Boutique, Film Republic og Pascale Ramonda eru á meðal þeirra sem hafa boðað komu sína á dagana. Síðastnefnda fyrirtækið keypti nýverið sýningarréttinn á kvikmyndinni París norðursins í Evrópu. „Það koma hátt í tvö hundruð manns hingað á Bransadagana. Í þeim hópi eru erlendir blaðamenn, leikstjórar, framleiðendur, sölu- og dreifingaraðilar og stjórnendur kvikmyndahátíða,“ segir Hrönn. Hún segir blaðamennina koma frá fjölmiðlum á borð við Hollywood Reporter, Variety og Huffington Post. „Í fyrra kom Hollywood Reporter einnig og gerði viðamikla úttekt. Að fá umfjöllun í stórum erlendum blöðum er auðvitað mikilvægt og þessir gestir munu meðal annars heimsækja Reykjavík Studios og skoða það nýja framleiðslufyrirtæki.“ Spurð hvort Bransadagarnir hafi áður leitt til samninga á milli innlends kvikmyndagerðarfólks og erlendra fyrirtækja nefnir Hrönn dæmi frá árinu 2008. „Þá kom rússneski leikstjórinn Alexander Sokurov á hátíðina og gerði í kjölfarið samning við Sagafilm. Hann endaði á að taka upp kvikmynd hér á landi og borgaði Sagafilm 70 milljónir króna,“ segir Hrönn. Hún bætir við að í ár sé áhersla lögð á að kynna þá þjónustu sem er í boði hjá íslenskum fyrirtækjum sem koma að kvikmyndaframleiðslu. „Íslensk kvikmyndagerð nýtur mikillar virðingar og er mjög vinsæl víða um heim eins og sést á erlendum kvikmyndahátíðum og margar íslenskar myndir hafa verið að gera góða sölu- og dreifingarsamninga við stór fyrirtæki úti í heimi.“
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira