Fréttnæmur framúrakstur Páll Jakob Líndal skrifar 20. september 2014 07:00 Mánudagur 1. september – kl. 9.30. Fagur haustmorgunn eftir skarpt áhlaup veðurguðanna deginum áður. Ég ek eftir þjóðvegi 1 um Melasveitina á leið minni frá Reykjavík til Hvanneyrar, nánar tiltekið um svokallaða Skorrholts- og Fiskilækjarmela. Í baksýnisspeglinum sé ég hvar veglegur amerískur jeppi nálgast mig óðfluga. Hann er svartur á lit með gljáandi krómi. Ökumaðurinn virðist vera karlmaður á góðum aldri. Hann hallar sér makindalega til hliðar í sætinu og heldur annarri hendinni upp að eyranu. Hann slær af þegar aðeins nokkrar bíllengdir eru milli okkar. Dokar ögn við. Bíður svo ekki boðanna. Snarar bílnum, sem er þeirrar gerðar að hann tekur vel við sér, yfir á vinstri akreinina. Framúraksturinn tekur ekki langan tíma. Ég myndi sjálfsagt ekki muna eftir bílnum, ökumanninum og framúrakstrinum og hefði vafalaust ekki skrifað þennan pistil, ef þetta væri öll sagan. Framúrakstur á þjóðvegum telst varla fréttnæmur, svona almennt séð. En þessi framúrakstur var öðruvísi, því hann fór fram á blindhæð. Á stað þar sem útsýni er takmarkað og tími til aðgerða stuttur ef nauðsyn krefur. Því til áréttingar hefur hvít lína verið máluð á yfirborð vegarins – framúrakstur bannaður. Svo einfalt er það. Hvað kallast það framferði sem ökumaður umrædds jeppa sýnir í þessu tilviki? Heimska? Sinnuleysi? Kjánagangur? Spennufíkn? Tuddagangur? Mikilmennskubrjálæði? Ábyrgðarleysi? Eigingirni? Skilningsleysi? Vanhæfni? Kæruleysi? Hugsunarleysi? Ranghugmyndir? Spyr sá sem ekki veit. Ég þykist hins vegar vita að sterkbyggður amerískur lúxusjeppi á 110-120 km hraða á klukkustund er eitthvað sem enginn óskar eftir að fá í fangið. Og hvað þá ef rammgerður Volvo á rúmlega 90 km hraða fylgir í kjölfarið. Fyrir nokkru las ég pistil, þar sem tínd voru til fáein sérkenni Íslendinga. Gamalkunn stef þar á ferðinni, að einu undanskildu: „Íslendingar líta ekki á umferðarreglur sem reglur heldur sem góðlátlegar ábendingar.“ Ég staldraði við þetta þá og ég staldra við þetta núna. Er þetta það sem koma skal? Ég hvet alla ökumenn til að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda í umferðinni. Þannig stuðlum við að betri umferðarmenningu – öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mánudagur 1. september – kl. 9.30. Fagur haustmorgunn eftir skarpt áhlaup veðurguðanna deginum áður. Ég ek eftir þjóðvegi 1 um Melasveitina á leið minni frá Reykjavík til Hvanneyrar, nánar tiltekið um svokallaða Skorrholts- og Fiskilækjarmela. Í baksýnisspeglinum sé ég hvar veglegur amerískur jeppi nálgast mig óðfluga. Hann er svartur á lit með gljáandi krómi. Ökumaðurinn virðist vera karlmaður á góðum aldri. Hann hallar sér makindalega til hliðar í sætinu og heldur annarri hendinni upp að eyranu. Hann slær af þegar aðeins nokkrar bíllengdir eru milli okkar. Dokar ögn við. Bíður svo ekki boðanna. Snarar bílnum, sem er þeirrar gerðar að hann tekur vel við sér, yfir á vinstri akreinina. Framúraksturinn tekur ekki langan tíma. Ég myndi sjálfsagt ekki muna eftir bílnum, ökumanninum og framúrakstrinum og hefði vafalaust ekki skrifað þennan pistil, ef þetta væri öll sagan. Framúrakstur á þjóðvegum telst varla fréttnæmur, svona almennt séð. En þessi framúrakstur var öðruvísi, því hann fór fram á blindhæð. Á stað þar sem útsýni er takmarkað og tími til aðgerða stuttur ef nauðsyn krefur. Því til áréttingar hefur hvít lína verið máluð á yfirborð vegarins – framúrakstur bannaður. Svo einfalt er það. Hvað kallast það framferði sem ökumaður umrædds jeppa sýnir í þessu tilviki? Heimska? Sinnuleysi? Kjánagangur? Spennufíkn? Tuddagangur? Mikilmennskubrjálæði? Ábyrgðarleysi? Eigingirni? Skilningsleysi? Vanhæfni? Kæruleysi? Hugsunarleysi? Ranghugmyndir? Spyr sá sem ekki veit. Ég þykist hins vegar vita að sterkbyggður amerískur lúxusjeppi á 110-120 km hraða á klukkustund er eitthvað sem enginn óskar eftir að fá í fangið. Og hvað þá ef rammgerður Volvo á rúmlega 90 km hraða fylgir í kjölfarið. Fyrir nokkru las ég pistil, þar sem tínd voru til fáein sérkenni Íslendinga. Gamalkunn stef þar á ferðinni, að einu undanskildu: „Íslendingar líta ekki á umferðarreglur sem reglur heldur sem góðlátlegar ábendingar.“ Ég staldraði við þetta þá og ég staldra við þetta núna. Er þetta það sem koma skal? Ég hvet alla ökumenn til að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda í umferðinni. Þannig stuðlum við að betri umferðarmenningu – öllum til heilla.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar