Mikilvægi nýsköpunar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 20. september 2014 07:00 Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun