Angist mánaðamótanna Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 18. september 2014 07:00 Þeir sem hafa ekki reynt það skilja það ekki, og þeir sem þekkja það sjá ekki leið út úr því. Angist mánaðamótanna. Við erum ekki að tala um angistina sem fylgir því að eiga ekki fyrir skuldunum. Hún er þó feikinóg hjá mörgum til þess að leggjast í bælið. Nei, við erum að tala um að geta ekki keypt mat. Að hafa engin úrræði önnur en einn matarpoka á viku frá hjálparstofnunum. Áður var auðvelt að ná í mat úr gámum en útsjónarsemi verslunareigenda í að verja þá fer vaxandi. Við erum líka að tala um að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Loks erum við að tala um að sama hvað maður gargar hátt í eymdinni, þá heyrir það enginn. Ég þekki þessa angist á eigin skinni og ég er líka nýsest í velferðarráð Reykjavíkurborgar. Þar er gott og vinnusamt fólk sem hamast við að forgangsraða til þeirra sem minnst mega sín og þurfa mest á aðstoð að halda. Fantaduglegar manneskjur sem vinna saman þvert á flokka. Nokkrar grýlur hrista hausinn og setja okkur steininn fyrir dyrnar, fjárskortur, kerfi sem silast áfram af gömlum og innbyggðum vana og enginn skilur til hlítar, úrtöluraddir þeirra sem fjandskapast við meirihlutann – fleiri gamlar lummur. Þegar lítið er til skiptanna þarf að bregða hnífnum, ömurlegt en óhjákvæmilegt. En samhliða þessu og því að endurbæta kerfið í sífellu þarf líka að gera tvennt. 1) Hafa öfluga neyðaraðstoð sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir mat, húsaskjóli eða aðstoð við að komast á klósettið 2) Hugsa hlutina upp á nýtt, sem þjóð. Hvað gerum við til að hjálpa hvert öðru? Hvernig ölum við upp börnin okkar? Hvernig siðferði innrætum við þeim? Hvaða afstöðu til vinnu? Læra þau mikilvægi þess að gefa til samfélagsins? Hvernig sýnum við þunglyndum að þeir eru ekki einir í tilverunni? Skiptum við okkur af þegar einhver er einmana, á ekki fyrir mat, kemst ekki upp tröppurnar, skilur ekki íslensku?Eigum öll að axla ábyrgð Við erum upp til hópa gott fólk. Okkar hlutverk, ekki bara í velferðarráði heldur alls staðar í samfélaginu, er vissulega neyðaraðstoð en líka að reyna að hlúa að góðmennskunni, einfalda hlutina, gera þá gagnsærri og varast að falla í afskiptaleysisdjúp þess sem hefur það þokkalega gott og þarf ekki sjálfur á hjálp að halda. Það mun breytast einhvern daginn. Besta leiðin til að auka velferð í landinu okkar er að tala saman, kynna sér mál og skipta sér af. Stjórnmálamenn þurfa virkt aðhald, embættismenn líka. Ein leiðin er Betri Reykjavík. Þar vantar tillögur frá Reykvíkingum í velferðarmálum. Súpervinsælu tillögurnar fara fyrir borgina svo það er til mikils að vinna. Önnur leið er að láta alltaf vita þegar staðan er slæm. Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, hefur orðið óþyrmilega var við angist og eymd í sínum fyrrverandi störfum hjá lögreglunni. Talið við Stefán, aðra hjá velferðarsviði eða okkur í velferðarráði, þið finnið nöfnin okkar með því að gúgla velferðarráð og velferðarsvið Reykjavíkur. Við eigum öll að axla ábyrgð eftir því sem við erum burðug til. Það er ekki í lagi að eitt barn sé útundan, ein kona þoli hungur, einn unglingspiltur fremji sjálfsmorð, ein fjölskylda eigi ekki fyrir tómstundum fyrir börnin, einn karl sé atvinnulaus og einmana, eitt par hafi ekki þak yfir höfuðið, einn aldraður fái aldrei axlanudd, einn fatlaður upplifi stöðugt að ekki er hlustað á hann. Það er bara ekki í lagi. Og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra og gagnrýna okkur sjálf, hvort sem við erum almenningur, þjónustunotendur, pólitíkusar, embættismenn. Stundum erum við hrædd við að tala við þá sem eru öðruvísi en við, ekki síst ef þeir eru þurfandi. Við lifum það af. Við getum látið okkur hvert annað varða, hvert með sínu nefi. Hvernig hljómar það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa ekki reynt það skilja það ekki, og þeir sem þekkja það sjá ekki leið út úr því. Angist mánaðamótanna. Við erum ekki að tala um angistina sem fylgir því að eiga ekki fyrir skuldunum. Hún er þó feikinóg hjá mörgum til þess að leggjast í bælið. Nei, við erum að tala um að geta ekki keypt mat. Að hafa engin úrræði önnur en einn matarpoka á viku frá hjálparstofnunum. Áður var auðvelt að ná í mat úr gámum en útsjónarsemi verslunareigenda í að verja þá fer vaxandi. Við erum líka að tala um að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Loks erum við að tala um að sama hvað maður gargar hátt í eymdinni, þá heyrir það enginn. Ég þekki þessa angist á eigin skinni og ég er líka nýsest í velferðarráð Reykjavíkurborgar. Þar er gott og vinnusamt fólk sem hamast við að forgangsraða til þeirra sem minnst mega sín og þurfa mest á aðstoð að halda. Fantaduglegar manneskjur sem vinna saman þvert á flokka. Nokkrar grýlur hrista hausinn og setja okkur steininn fyrir dyrnar, fjárskortur, kerfi sem silast áfram af gömlum og innbyggðum vana og enginn skilur til hlítar, úrtöluraddir þeirra sem fjandskapast við meirihlutann – fleiri gamlar lummur. Þegar lítið er til skiptanna þarf að bregða hnífnum, ömurlegt en óhjákvæmilegt. En samhliða þessu og því að endurbæta kerfið í sífellu þarf líka að gera tvennt. 1) Hafa öfluga neyðaraðstoð sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir mat, húsaskjóli eða aðstoð við að komast á klósettið 2) Hugsa hlutina upp á nýtt, sem þjóð. Hvað gerum við til að hjálpa hvert öðru? Hvernig ölum við upp börnin okkar? Hvernig siðferði innrætum við þeim? Hvaða afstöðu til vinnu? Læra þau mikilvægi þess að gefa til samfélagsins? Hvernig sýnum við þunglyndum að þeir eru ekki einir í tilverunni? Skiptum við okkur af þegar einhver er einmana, á ekki fyrir mat, kemst ekki upp tröppurnar, skilur ekki íslensku?Eigum öll að axla ábyrgð Við erum upp til hópa gott fólk. Okkar hlutverk, ekki bara í velferðarráði heldur alls staðar í samfélaginu, er vissulega neyðaraðstoð en líka að reyna að hlúa að góðmennskunni, einfalda hlutina, gera þá gagnsærri og varast að falla í afskiptaleysisdjúp þess sem hefur það þokkalega gott og þarf ekki sjálfur á hjálp að halda. Það mun breytast einhvern daginn. Besta leiðin til að auka velferð í landinu okkar er að tala saman, kynna sér mál og skipta sér af. Stjórnmálamenn þurfa virkt aðhald, embættismenn líka. Ein leiðin er Betri Reykjavík. Þar vantar tillögur frá Reykvíkingum í velferðarmálum. Súpervinsælu tillögurnar fara fyrir borgina svo það er til mikils að vinna. Önnur leið er að láta alltaf vita þegar staðan er slæm. Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, hefur orðið óþyrmilega var við angist og eymd í sínum fyrrverandi störfum hjá lögreglunni. Talið við Stefán, aðra hjá velferðarsviði eða okkur í velferðarráði, þið finnið nöfnin okkar með því að gúgla velferðarráð og velferðarsvið Reykjavíkur. Við eigum öll að axla ábyrgð eftir því sem við erum burðug til. Það er ekki í lagi að eitt barn sé útundan, ein kona þoli hungur, einn unglingspiltur fremji sjálfsmorð, ein fjölskylda eigi ekki fyrir tómstundum fyrir börnin, einn karl sé atvinnulaus og einmana, eitt par hafi ekki þak yfir höfuðið, einn aldraður fái aldrei axlanudd, einn fatlaður upplifi stöðugt að ekki er hlustað á hann. Það er bara ekki í lagi. Og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra og gagnrýna okkur sjálf, hvort sem við erum almenningur, þjónustunotendur, pólitíkusar, embættismenn. Stundum erum við hrædd við að tala við þá sem eru öðruvísi en við, ekki síst ef þeir eru þurfandi. Við lifum það af. Við getum látið okkur hvert annað varða, hvert með sínu nefi. Hvernig hljómar það?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun