Angist mánaðamótanna Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 18. september 2014 07:00 Þeir sem hafa ekki reynt það skilja það ekki, og þeir sem þekkja það sjá ekki leið út úr því. Angist mánaðamótanna. Við erum ekki að tala um angistina sem fylgir því að eiga ekki fyrir skuldunum. Hún er þó feikinóg hjá mörgum til þess að leggjast í bælið. Nei, við erum að tala um að geta ekki keypt mat. Að hafa engin úrræði önnur en einn matarpoka á viku frá hjálparstofnunum. Áður var auðvelt að ná í mat úr gámum en útsjónarsemi verslunareigenda í að verja þá fer vaxandi. Við erum líka að tala um að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Loks erum við að tala um að sama hvað maður gargar hátt í eymdinni, þá heyrir það enginn. Ég þekki þessa angist á eigin skinni og ég er líka nýsest í velferðarráð Reykjavíkurborgar. Þar er gott og vinnusamt fólk sem hamast við að forgangsraða til þeirra sem minnst mega sín og þurfa mest á aðstoð að halda. Fantaduglegar manneskjur sem vinna saman þvert á flokka. Nokkrar grýlur hrista hausinn og setja okkur steininn fyrir dyrnar, fjárskortur, kerfi sem silast áfram af gömlum og innbyggðum vana og enginn skilur til hlítar, úrtöluraddir þeirra sem fjandskapast við meirihlutann – fleiri gamlar lummur. Þegar lítið er til skiptanna þarf að bregða hnífnum, ömurlegt en óhjákvæmilegt. En samhliða þessu og því að endurbæta kerfið í sífellu þarf líka að gera tvennt. 1) Hafa öfluga neyðaraðstoð sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir mat, húsaskjóli eða aðstoð við að komast á klósettið 2) Hugsa hlutina upp á nýtt, sem þjóð. Hvað gerum við til að hjálpa hvert öðru? Hvernig ölum við upp börnin okkar? Hvernig siðferði innrætum við þeim? Hvaða afstöðu til vinnu? Læra þau mikilvægi þess að gefa til samfélagsins? Hvernig sýnum við þunglyndum að þeir eru ekki einir í tilverunni? Skiptum við okkur af þegar einhver er einmana, á ekki fyrir mat, kemst ekki upp tröppurnar, skilur ekki íslensku?Eigum öll að axla ábyrgð Við erum upp til hópa gott fólk. Okkar hlutverk, ekki bara í velferðarráði heldur alls staðar í samfélaginu, er vissulega neyðaraðstoð en líka að reyna að hlúa að góðmennskunni, einfalda hlutina, gera þá gagnsærri og varast að falla í afskiptaleysisdjúp þess sem hefur það þokkalega gott og þarf ekki sjálfur á hjálp að halda. Það mun breytast einhvern daginn. Besta leiðin til að auka velferð í landinu okkar er að tala saman, kynna sér mál og skipta sér af. Stjórnmálamenn þurfa virkt aðhald, embættismenn líka. Ein leiðin er Betri Reykjavík. Þar vantar tillögur frá Reykvíkingum í velferðarmálum. Súpervinsælu tillögurnar fara fyrir borgina svo það er til mikils að vinna. Önnur leið er að láta alltaf vita þegar staðan er slæm. Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, hefur orðið óþyrmilega var við angist og eymd í sínum fyrrverandi störfum hjá lögreglunni. Talið við Stefán, aðra hjá velferðarsviði eða okkur í velferðarráði, þið finnið nöfnin okkar með því að gúgla velferðarráð og velferðarsvið Reykjavíkur. Við eigum öll að axla ábyrgð eftir því sem við erum burðug til. Það er ekki í lagi að eitt barn sé útundan, ein kona þoli hungur, einn unglingspiltur fremji sjálfsmorð, ein fjölskylda eigi ekki fyrir tómstundum fyrir börnin, einn karl sé atvinnulaus og einmana, eitt par hafi ekki þak yfir höfuðið, einn aldraður fái aldrei axlanudd, einn fatlaður upplifi stöðugt að ekki er hlustað á hann. Það er bara ekki í lagi. Og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra og gagnrýna okkur sjálf, hvort sem við erum almenningur, þjónustunotendur, pólitíkusar, embættismenn. Stundum erum við hrædd við að tala við þá sem eru öðruvísi en við, ekki síst ef þeir eru þurfandi. Við lifum það af. Við getum látið okkur hvert annað varða, hvert með sínu nefi. Hvernig hljómar það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa ekki reynt það skilja það ekki, og þeir sem þekkja það sjá ekki leið út úr því. Angist mánaðamótanna. Við erum ekki að tala um angistina sem fylgir því að eiga ekki fyrir skuldunum. Hún er þó feikinóg hjá mörgum til þess að leggjast í bælið. Nei, við erum að tala um að geta ekki keypt mat. Að hafa engin úrræði önnur en einn matarpoka á viku frá hjálparstofnunum. Áður var auðvelt að ná í mat úr gámum en útsjónarsemi verslunareigenda í að verja þá fer vaxandi. Við erum líka að tala um að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Loks erum við að tala um að sama hvað maður gargar hátt í eymdinni, þá heyrir það enginn. Ég þekki þessa angist á eigin skinni og ég er líka nýsest í velferðarráð Reykjavíkurborgar. Þar er gott og vinnusamt fólk sem hamast við að forgangsraða til þeirra sem minnst mega sín og þurfa mest á aðstoð að halda. Fantaduglegar manneskjur sem vinna saman þvert á flokka. Nokkrar grýlur hrista hausinn og setja okkur steininn fyrir dyrnar, fjárskortur, kerfi sem silast áfram af gömlum og innbyggðum vana og enginn skilur til hlítar, úrtöluraddir þeirra sem fjandskapast við meirihlutann – fleiri gamlar lummur. Þegar lítið er til skiptanna þarf að bregða hnífnum, ömurlegt en óhjákvæmilegt. En samhliða þessu og því að endurbæta kerfið í sífellu þarf líka að gera tvennt. 1) Hafa öfluga neyðaraðstoð sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir mat, húsaskjóli eða aðstoð við að komast á klósettið 2) Hugsa hlutina upp á nýtt, sem þjóð. Hvað gerum við til að hjálpa hvert öðru? Hvernig ölum við upp börnin okkar? Hvernig siðferði innrætum við þeim? Hvaða afstöðu til vinnu? Læra þau mikilvægi þess að gefa til samfélagsins? Hvernig sýnum við þunglyndum að þeir eru ekki einir í tilverunni? Skiptum við okkur af þegar einhver er einmana, á ekki fyrir mat, kemst ekki upp tröppurnar, skilur ekki íslensku?Eigum öll að axla ábyrgð Við erum upp til hópa gott fólk. Okkar hlutverk, ekki bara í velferðarráði heldur alls staðar í samfélaginu, er vissulega neyðaraðstoð en líka að reyna að hlúa að góðmennskunni, einfalda hlutina, gera þá gagnsærri og varast að falla í afskiptaleysisdjúp þess sem hefur það þokkalega gott og þarf ekki sjálfur á hjálp að halda. Það mun breytast einhvern daginn. Besta leiðin til að auka velferð í landinu okkar er að tala saman, kynna sér mál og skipta sér af. Stjórnmálamenn þurfa virkt aðhald, embættismenn líka. Ein leiðin er Betri Reykjavík. Þar vantar tillögur frá Reykvíkingum í velferðarmálum. Súpervinsælu tillögurnar fara fyrir borgina svo það er til mikils að vinna. Önnur leið er að láta alltaf vita þegar staðan er slæm. Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, hefur orðið óþyrmilega var við angist og eymd í sínum fyrrverandi störfum hjá lögreglunni. Talið við Stefán, aðra hjá velferðarsviði eða okkur í velferðarráði, þið finnið nöfnin okkar með því að gúgla velferðarráð og velferðarsvið Reykjavíkur. Við eigum öll að axla ábyrgð eftir því sem við erum burðug til. Það er ekki í lagi að eitt barn sé útundan, ein kona þoli hungur, einn unglingspiltur fremji sjálfsmorð, ein fjölskylda eigi ekki fyrir tómstundum fyrir börnin, einn karl sé atvinnulaus og einmana, eitt par hafi ekki þak yfir höfuðið, einn aldraður fái aldrei axlanudd, einn fatlaður upplifi stöðugt að ekki er hlustað á hann. Það er bara ekki í lagi. Og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra og gagnrýna okkur sjálf, hvort sem við erum almenningur, þjónustunotendur, pólitíkusar, embættismenn. Stundum erum við hrædd við að tala við þá sem eru öðruvísi en við, ekki síst ef þeir eru þurfandi. Við lifum það af. Við getum látið okkur hvert annað varða, hvert með sínu nefi. Hvernig hljómar það?
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun