Barátta Illuga Gunnarssonar gegn ólæsi Jón Kalman Stefánsson skrifar 18. september 2014 07:00 Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi?
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun