Barátta Illuga Gunnarssonar gegn ólæsi Jón Kalman Stefánsson skrifar 18. september 2014 07:00 Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi?
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar