Velur barnið þitt öruggustu leiðina í skólann? Anna Margrét Sigurðardóttir skrifar 10. september 2014 07:00 Nú er haustið gengið í garð og á þessum árstíma bætast við nýir ungir vegfarendur í umferðina. Það er mismunandi hvaða ferðamáta börn nota til þess að koma sér í og úr skóla. Margir nota virkan ferðamáta eins og göngu eða hjólreiðar en öðrum er ekið til skóla. Foreldrum er það efst í huga að börnin komist á öruggan hátt þessa leið og jafnframt eru foreldrar sá hópur sem haft getur mest áhrif á öryggi barna sinna í umferðinni. Mikilvægt er að foreldrar þekki og kynni fyrir barninu öruggustu leiðina í skólann og fari yfir þær hættur sem leynast í umhverfinu. Í einhverjum skólum sjá foreldrar um gangbrautarvörslu á morgnana en sýnileiki foreldra í umferðinni hefur mikil áhrif á hegðun ökumanna og stuðlar að öruggara umhverfi fyrir börnin. Þegar líða tekur á skólaárið og daginn fer að stytta er einnig mjög brýnt að fylgja því eftir að börnin okkar séu vel merkt endurskini, t.d. í vesti eða með sýnileg endurskinsmerki. Foreldrar sem kynnt hafa sér leið barna sinna til skóla annaðhvort með því að fylgja barninu eða með virkri þátttöku í gangbrautarvörslu upplifa þær aðstæður sem börnum er boðið upp á í umferðinni. Foreldrar þurfa að þekkja til þeirra aðstæðna sem börn standa frammi fyrir í umferðinni og þrýsta á um úrbætur þar sem þeirra er þörf. Það er einmitt þessi stutti tími í byrjun skóladags sem er hvað hættulegastur en þá skapast oft mikil og þung umferð í nágrenni skólanna. Í dag, 10. september, er verkefnið Göngum í skólann sett í Laugarnesskóla. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða þar sem milljónir barna víðs vegar um heim taka þátt með því að nota virkan ferðamáta til og frá skóla. Verkefninu er ætlað að stuðla að vitundarvakningu í samfélaginu um umferðar- og umhverfismál. Virkur ferðamáti er heilsusamlegur og vistvænn ferðamáti. Með aukinni þátttöku skóla og barna í verkefninu drögum við úr umferðarþunga, hraðakstri og mengun við skóla og aukum öryggi þeirra sem nýta sér virkan ferðamáta. Niðurstöður kannana benda til þess að annað hvert grunnskólabarn á Íslandi gangi eða hjóli í skólann, við viljum fjölga í þeim hópi og jafnframt tryggja öryggi vegfarenda. Með virkum ferðamáta leggjum við grunn að lífsstíl barna til framtíðar og aukum færni þeirra til að ganga eða hjóla í og úr skóla. Stuðlum að daglegri hreyfingu þeirra og að þau njóti fjölþætts ávinnings bæði á andlega og líkamlega heilsu. Göngum með börnunum okkar í skólann – byrjum í dag! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er haustið gengið í garð og á þessum árstíma bætast við nýir ungir vegfarendur í umferðina. Það er mismunandi hvaða ferðamáta börn nota til þess að koma sér í og úr skóla. Margir nota virkan ferðamáta eins og göngu eða hjólreiðar en öðrum er ekið til skóla. Foreldrum er það efst í huga að börnin komist á öruggan hátt þessa leið og jafnframt eru foreldrar sá hópur sem haft getur mest áhrif á öryggi barna sinna í umferðinni. Mikilvægt er að foreldrar þekki og kynni fyrir barninu öruggustu leiðina í skólann og fari yfir þær hættur sem leynast í umhverfinu. Í einhverjum skólum sjá foreldrar um gangbrautarvörslu á morgnana en sýnileiki foreldra í umferðinni hefur mikil áhrif á hegðun ökumanna og stuðlar að öruggara umhverfi fyrir börnin. Þegar líða tekur á skólaárið og daginn fer að stytta er einnig mjög brýnt að fylgja því eftir að börnin okkar séu vel merkt endurskini, t.d. í vesti eða með sýnileg endurskinsmerki. Foreldrar sem kynnt hafa sér leið barna sinna til skóla annaðhvort með því að fylgja barninu eða með virkri þátttöku í gangbrautarvörslu upplifa þær aðstæður sem börnum er boðið upp á í umferðinni. Foreldrar þurfa að þekkja til þeirra aðstæðna sem börn standa frammi fyrir í umferðinni og þrýsta á um úrbætur þar sem þeirra er þörf. Það er einmitt þessi stutti tími í byrjun skóladags sem er hvað hættulegastur en þá skapast oft mikil og þung umferð í nágrenni skólanna. Í dag, 10. september, er verkefnið Göngum í skólann sett í Laugarnesskóla. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða þar sem milljónir barna víðs vegar um heim taka þátt með því að nota virkan ferðamáta til og frá skóla. Verkefninu er ætlað að stuðla að vitundarvakningu í samfélaginu um umferðar- og umhverfismál. Virkur ferðamáti er heilsusamlegur og vistvænn ferðamáti. Með aukinni þátttöku skóla og barna í verkefninu drögum við úr umferðarþunga, hraðakstri og mengun við skóla og aukum öryggi þeirra sem nýta sér virkan ferðamáta. Niðurstöður kannana benda til þess að annað hvert grunnskólabarn á Íslandi gangi eða hjóli í skólann, við viljum fjölga í þeim hópi og jafnframt tryggja öryggi vegfarenda. Með virkum ferðamáta leggjum við grunn að lífsstíl barna til framtíðar og aukum færni þeirra til að ganga eða hjóla í og úr skóla. Stuðlum að daglegri hreyfingu þeirra og að þau njóti fjölþætts ávinnings bæði á andlega og líkamlega heilsu. Göngum með börnunum okkar í skólann – byrjum í dag!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun