Sveitarstjóri á mála hjá verktaka? Jón Þórir Frantzson skrifar 3. september 2014 07:00 Sveitarstjóri Ölfuss, sem er nátengdur fjölskyldu og vinaböndum Gámaþjónustunni hf., neitar að afhenda samkeppnisaðilum gögn sem æðsta stjórnvald hefur úrskurðað að beri að afhenda. Sveitarstjóri gengur svo langt að fara í sameiginleg málaferli með Gámaþjónustunni hf. til að hnekkja niðurstöðu æðsta stjórnvalds. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu Ölfusi beri að afhenda tilboðsgögn Gámaþjónustunnar vegna tilboðs þeirra í sorphirðu fyrir sveitarfélagið. Málsatvik eru þau að Íslenska gámafélagið ehf. fór fram á að fá afhent tilboðsgögn Gámaþjónustunnar eftir opnun á tilboðum í sorphirðu fyrir Ölfus, þar sem Gámaþjónustan var lægstbjóðandi. Samkvæmt lögum um upplýsingamál hafa aðilar að útboðinu rétt á að sjá þau gögn sem sveitarfélagið byggir ákvörðun sína á um val á samningsaðila. Íslenska gámafélagið fór fram á að fá gögn afhent en er synjað án skýringar og kærir því ákvörðun sveitarstjóra til Úrskurðarnefndar upplýsingamála sem er æðsta stjórnvald í málefnum er varða aðgengi að gögnum stjórnvalda. Eftir að að úrskurður lá fyrir, í tvígang, um að afhenda bæri gögnin þá ákveður sveitarstjóri að ekki skuli afhenda gögn heldur fara í sameiginleg málaferli með Gámaþjónustunni gegn Íslenska gámafélaginu. Þetta er gert þrátt fyrir að á engan hátt sé hægt að gera sér grein fyrir hverjir hagsmunir sveitarfélagsins eru í málinu, þvert á móti ætti gagnsæi að vera öllum til hagsbóta.Vanhæfi? Hér verður að staldra við og skoða hvort ekki geti verið um vanhæfi að ræða þegar sveitarstjóri semur við fyrirtæki sem móðir hans og faðir tóku þátt í að stofna og hafa unnið hjá sl. 25 ár og bróðir hans hefur starfað hjá sl. 15 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri dótturfyrirtækisins Gámakó sem sveitarstjóri samdi einnig við um sorphirðu fyrir Rangárþing ytra þegar hann sat þar sem sveitarstjóri. En að minnsta kosti ber að skoða 17. gr. „Samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Ölfuss“ en þar segir m.a. um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu mála: „Viðkomandi telst þó aðeins vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða einum legg til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.“ Í lok greinar segir síðan: „Þessi regla tekur einnig til gerðra samninga fyrir hönd sveitarfélagsins.“ Auðvitað eru slíkar greinar settar til að verja alla aðila sem koma að verki hvort sem er þann vanhæfa eða samningsaðilann. Hér virðist því vera um algjöran dómgreindarbrest að ræða bæði hjá sveitarstjóra og eins sveitarstjórn sem veitir honum umboð.Með ólíkindum Þó nokkrar spurningar vakna við þetta mál. Hvaða hagsmuni er verið að verja? Er eitthvað að fela? Hvers vegna er einum verktaka gert hærra undir höfði en öðrum? Er eðlilegt að sveitarstjóri sem er svo nátengdur verktaka sjái um málefni hans? Hverjar eru siðareglur Ölfuss? Þá virðist sem málið hafi aldrei farið fyrir bæjarráð og ákvörðun um synjunin á afhendingu gagna hafi verið einkamál sveitarstjóra og einhverra útvaldra sveitarstjórnarmanna. Þann 20. ágúst sl. gerir síðan sveitarstjóri samning við Gámaþjónustuna hf. um að sveitarfélagið fari í mál til ógildingar á úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-541/2014 og reka málið fyrir dómstólum. Samningur þar sem sveitarstjóri bindur hendur sveitarfélagsins er undirritaður af honum einum og ekki lagður fram til samþykkis í bæjarráði, a.m.k. hefur Íslenska gámafélagið ehf. fengið afhenta stefnu frá Sveitarfélaginu Ölfus og Gámaþjónustunni og ekkert er að finna um þetta mál í fundargerðum sveitarfélagsins. Atburðarás þessi er með ólíkindum og ekki nema vona að almenningur í landinu beri lítið traust til stjórnmálamanna og af minna tilefni hefur verið talað um spillingu, valdníðslu og afsagnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjóri Ölfuss, sem er nátengdur fjölskyldu og vinaböndum Gámaþjónustunni hf., neitar að afhenda samkeppnisaðilum gögn sem æðsta stjórnvald hefur úrskurðað að beri að afhenda. Sveitarstjóri gengur svo langt að fara í sameiginleg málaferli með Gámaþjónustunni hf. til að hnekkja niðurstöðu æðsta stjórnvalds. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu Ölfusi beri að afhenda tilboðsgögn Gámaþjónustunnar vegna tilboðs þeirra í sorphirðu fyrir sveitarfélagið. Málsatvik eru þau að Íslenska gámafélagið ehf. fór fram á að fá afhent tilboðsgögn Gámaþjónustunnar eftir opnun á tilboðum í sorphirðu fyrir Ölfus, þar sem Gámaþjónustan var lægstbjóðandi. Samkvæmt lögum um upplýsingamál hafa aðilar að útboðinu rétt á að sjá þau gögn sem sveitarfélagið byggir ákvörðun sína á um val á samningsaðila. Íslenska gámafélagið fór fram á að fá gögn afhent en er synjað án skýringar og kærir því ákvörðun sveitarstjóra til Úrskurðarnefndar upplýsingamála sem er æðsta stjórnvald í málefnum er varða aðgengi að gögnum stjórnvalda. Eftir að að úrskurður lá fyrir, í tvígang, um að afhenda bæri gögnin þá ákveður sveitarstjóri að ekki skuli afhenda gögn heldur fara í sameiginleg málaferli með Gámaþjónustunni gegn Íslenska gámafélaginu. Þetta er gert þrátt fyrir að á engan hátt sé hægt að gera sér grein fyrir hverjir hagsmunir sveitarfélagsins eru í málinu, þvert á móti ætti gagnsæi að vera öllum til hagsbóta.Vanhæfi? Hér verður að staldra við og skoða hvort ekki geti verið um vanhæfi að ræða þegar sveitarstjóri semur við fyrirtæki sem móðir hans og faðir tóku þátt í að stofna og hafa unnið hjá sl. 25 ár og bróðir hans hefur starfað hjá sl. 15 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri dótturfyrirtækisins Gámakó sem sveitarstjóri samdi einnig við um sorphirðu fyrir Rangárþing ytra þegar hann sat þar sem sveitarstjóri. En að minnsta kosti ber að skoða 17. gr. „Samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Ölfuss“ en þar segir m.a. um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu mála: „Viðkomandi telst þó aðeins vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða einum legg til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.“ Í lok greinar segir síðan: „Þessi regla tekur einnig til gerðra samninga fyrir hönd sveitarfélagsins.“ Auðvitað eru slíkar greinar settar til að verja alla aðila sem koma að verki hvort sem er þann vanhæfa eða samningsaðilann. Hér virðist því vera um algjöran dómgreindarbrest að ræða bæði hjá sveitarstjóra og eins sveitarstjórn sem veitir honum umboð.Með ólíkindum Þó nokkrar spurningar vakna við þetta mál. Hvaða hagsmuni er verið að verja? Er eitthvað að fela? Hvers vegna er einum verktaka gert hærra undir höfði en öðrum? Er eðlilegt að sveitarstjóri sem er svo nátengdur verktaka sjái um málefni hans? Hverjar eru siðareglur Ölfuss? Þá virðist sem málið hafi aldrei farið fyrir bæjarráð og ákvörðun um synjunin á afhendingu gagna hafi verið einkamál sveitarstjóra og einhverra útvaldra sveitarstjórnarmanna. Þann 20. ágúst sl. gerir síðan sveitarstjóri samning við Gámaþjónustuna hf. um að sveitarfélagið fari í mál til ógildingar á úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-541/2014 og reka málið fyrir dómstólum. Samningur þar sem sveitarstjóri bindur hendur sveitarfélagsins er undirritaður af honum einum og ekki lagður fram til samþykkis í bæjarráði, a.m.k. hefur Íslenska gámafélagið ehf. fengið afhenta stefnu frá Sveitarfélaginu Ölfus og Gámaþjónustunni og ekkert er að finna um þetta mál í fundargerðum sveitarfélagsins. Atburðarás þessi er með ólíkindum og ekki nema vona að almenningur í landinu beri lítið traust til stjórnmálamanna og af minna tilefni hefur verið talað um spillingu, valdníðslu og afsagnir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar