Sveitarstjóri á mála hjá verktaka? Jón Þórir Frantzson skrifar 3. september 2014 07:00 Sveitarstjóri Ölfuss, sem er nátengdur fjölskyldu og vinaböndum Gámaþjónustunni hf., neitar að afhenda samkeppnisaðilum gögn sem æðsta stjórnvald hefur úrskurðað að beri að afhenda. Sveitarstjóri gengur svo langt að fara í sameiginleg málaferli með Gámaþjónustunni hf. til að hnekkja niðurstöðu æðsta stjórnvalds. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu Ölfusi beri að afhenda tilboðsgögn Gámaþjónustunnar vegna tilboðs þeirra í sorphirðu fyrir sveitarfélagið. Málsatvik eru þau að Íslenska gámafélagið ehf. fór fram á að fá afhent tilboðsgögn Gámaþjónustunnar eftir opnun á tilboðum í sorphirðu fyrir Ölfus, þar sem Gámaþjónustan var lægstbjóðandi. Samkvæmt lögum um upplýsingamál hafa aðilar að útboðinu rétt á að sjá þau gögn sem sveitarfélagið byggir ákvörðun sína á um val á samningsaðila. Íslenska gámafélagið fór fram á að fá gögn afhent en er synjað án skýringar og kærir því ákvörðun sveitarstjóra til Úrskurðarnefndar upplýsingamála sem er æðsta stjórnvald í málefnum er varða aðgengi að gögnum stjórnvalda. Eftir að að úrskurður lá fyrir, í tvígang, um að afhenda bæri gögnin þá ákveður sveitarstjóri að ekki skuli afhenda gögn heldur fara í sameiginleg málaferli með Gámaþjónustunni gegn Íslenska gámafélaginu. Þetta er gert þrátt fyrir að á engan hátt sé hægt að gera sér grein fyrir hverjir hagsmunir sveitarfélagsins eru í málinu, þvert á móti ætti gagnsæi að vera öllum til hagsbóta.Vanhæfi? Hér verður að staldra við og skoða hvort ekki geti verið um vanhæfi að ræða þegar sveitarstjóri semur við fyrirtæki sem móðir hans og faðir tóku þátt í að stofna og hafa unnið hjá sl. 25 ár og bróðir hans hefur starfað hjá sl. 15 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri dótturfyrirtækisins Gámakó sem sveitarstjóri samdi einnig við um sorphirðu fyrir Rangárþing ytra þegar hann sat þar sem sveitarstjóri. En að minnsta kosti ber að skoða 17. gr. „Samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Ölfuss“ en þar segir m.a. um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu mála: „Viðkomandi telst þó aðeins vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða einum legg til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.“ Í lok greinar segir síðan: „Þessi regla tekur einnig til gerðra samninga fyrir hönd sveitarfélagsins.“ Auðvitað eru slíkar greinar settar til að verja alla aðila sem koma að verki hvort sem er þann vanhæfa eða samningsaðilann. Hér virðist því vera um algjöran dómgreindarbrest að ræða bæði hjá sveitarstjóra og eins sveitarstjórn sem veitir honum umboð.Með ólíkindum Þó nokkrar spurningar vakna við þetta mál. Hvaða hagsmuni er verið að verja? Er eitthvað að fela? Hvers vegna er einum verktaka gert hærra undir höfði en öðrum? Er eðlilegt að sveitarstjóri sem er svo nátengdur verktaka sjái um málefni hans? Hverjar eru siðareglur Ölfuss? Þá virðist sem málið hafi aldrei farið fyrir bæjarráð og ákvörðun um synjunin á afhendingu gagna hafi verið einkamál sveitarstjóra og einhverra útvaldra sveitarstjórnarmanna. Þann 20. ágúst sl. gerir síðan sveitarstjóri samning við Gámaþjónustuna hf. um að sveitarfélagið fari í mál til ógildingar á úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-541/2014 og reka málið fyrir dómstólum. Samningur þar sem sveitarstjóri bindur hendur sveitarfélagsins er undirritaður af honum einum og ekki lagður fram til samþykkis í bæjarráði, a.m.k. hefur Íslenska gámafélagið ehf. fengið afhenta stefnu frá Sveitarfélaginu Ölfus og Gámaþjónustunni og ekkert er að finna um þetta mál í fundargerðum sveitarfélagsins. Atburðarás þessi er með ólíkindum og ekki nema vona að almenningur í landinu beri lítið traust til stjórnmálamanna og af minna tilefni hefur verið talað um spillingu, valdníðslu og afsagnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjóri Ölfuss, sem er nátengdur fjölskyldu og vinaböndum Gámaþjónustunni hf., neitar að afhenda samkeppnisaðilum gögn sem æðsta stjórnvald hefur úrskurðað að beri að afhenda. Sveitarstjóri gengur svo langt að fara í sameiginleg málaferli með Gámaþjónustunni hf. til að hnekkja niðurstöðu æðsta stjórnvalds. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu Ölfusi beri að afhenda tilboðsgögn Gámaþjónustunnar vegna tilboðs þeirra í sorphirðu fyrir sveitarfélagið. Málsatvik eru þau að Íslenska gámafélagið ehf. fór fram á að fá afhent tilboðsgögn Gámaþjónustunnar eftir opnun á tilboðum í sorphirðu fyrir Ölfus, þar sem Gámaþjónustan var lægstbjóðandi. Samkvæmt lögum um upplýsingamál hafa aðilar að útboðinu rétt á að sjá þau gögn sem sveitarfélagið byggir ákvörðun sína á um val á samningsaðila. Íslenska gámafélagið fór fram á að fá gögn afhent en er synjað án skýringar og kærir því ákvörðun sveitarstjóra til Úrskurðarnefndar upplýsingamála sem er æðsta stjórnvald í málefnum er varða aðgengi að gögnum stjórnvalda. Eftir að að úrskurður lá fyrir, í tvígang, um að afhenda bæri gögnin þá ákveður sveitarstjóri að ekki skuli afhenda gögn heldur fara í sameiginleg málaferli með Gámaþjónustunni gegn Íslenska gámafélaginu. Þetta er gert þrátt fyrir að á engan hátt sé hægt að gera sér grein fyrir hverjir hagsmunir sveitarfélagsins eru í málinu, þvert á móti ætti gagnsæi að vera öllum til hagsbóta.Vanhæfi? Hér verður að staldra við og skoða hvort ekki geti verið um vanhæfi að ræða þegar sveitarstjóri semur við fyrirtæki sem móðir hans og faðir tóku þátt í að stofna og hafa unnið hjá sl. 25 ár og bróðir hans hefur starfað hjá sl. 15 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri dótturfyrirtækisins Gámakó sem sveitarstjóri samdi einnig við um sorphirðu fyrir Rangárþing ytra þegar hann sat þar sem sveitarstjóri. En að minnsta kosti ber að skoða 17. gr. „Samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Ölfuss“ en þar segir m.a. um hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu mála: „Viðkomandi telst þó aðeins vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða einum legg til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.“ Í lok greinar segir síðan: „Þessi regla tekur einnig til gerðra samninga fyrir hönd sveitarfélagsins.“ Auðvitað eru slíkar greinar settar til að verja alla aðila sem koma að verki hvort sem er þann vanhæfa eða samningsaðilann. Hér virðist því vera um algjöran dómgreindarbrest að ræða bæði hjá sveitarstjóra og eins sveitarstjórn sem veitir honum umboð.Með ólíkindum Þó nokkrar spurningar vakna við þetta mál. Hvaða hagsmuni er verið að verja? Er eitthvað að fela? Hvers vegna er einum verktaka gert hærra undir höfði en öðrum? Er eðlilegt að sveitarstjóri sem er svo nátengdur verktaka sjái um málefni hans? Hverjar eru siðareglur Ölfuss? Þá virðist sem málið hafi aldrei farið fyrir bæjarráð og ákvörðun um synjunin á afhendingu gagna hafi verið einkamál sveitarstjóra og einhverra útvaldra sveitarstjórnarmanna. Þann 20. ágúst sl. gerir síðan sveitarstjóri samning við Gámaþjónustuna hf. um að sveitarfélagið fari í mál til ógildingar á úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-541/2014 og reka málið fyrir dómstólum. Samningur þar sem sveitarstjóri bindur hendur sveitarfélagsins er undirritaður af honum einum og ekki lagður fram til samþykkis í bæjarráði, a.m.k. hefur Íslenska gámafélagið ehf. fengið afhenta stefnu frá Sveitarfélaginu Ölfus og Gámaþjónustunni og ekkert er að finna um þetta mál í fundargerðum sveitarfélagsins. Atburðarás þessi er með ólíkindum og ekki nema vona að almenningur í landinu beri lítið traust til stjórnmálamanna og af minna tilefni hefur verið talað um spillingu, valdníðslu og afsagnir.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun