Reið er áferðarfallegt verk Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 3. september 2014 09:30 Af sviðinu "Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf.“ Mynd/Steve Lorens DANS Reið Danshöfundar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Búningar: Jóní Jónsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Dansarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Sýningin Reið var síðasta verkið á Reykjavík dansfestival þetta árið. Verkið var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og hafði því yfir sér nokkuð annan blæ en þau verk sem sýnd höfðu verið á minna sviði. Reið er áferðarfallegt verk og höfðaði sterkt til sjónræns fegurðarskyns áhorfenda. Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf. Verkið var þó full átakalítið svo værð sótti að áhorfendum. Þannig var fullkomið flæði danssmíðinnar of sjaldan brotið upp til að skapa spennu eða andstæður. Athyglisverðar voru þó senur þar sem Védís Kjartansdóttir stóð eða gekk rólega um á meðan hinar hlupu. Kyrrðin sem fólst í stöðu hennar jók kraftinn í hlaupum hinna og búningur hennar, sem virkaði ljósari en hinna í þessum senum, dró fram áhugaverðar andstæður á sviðinu. Útfærsla efnisins var skemmtilega einföld og skýr svo fyrir þá sem eitthvað þekkja til hrossa var auðvelt að sjá hryssur í stóði ljóslifandi fyrir sér.Niðurstaða: Áferðarfallegt en átakalítið verk. Gagnrýni Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
DANS Reið Danshöfundar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Búningar: Jóní Jónsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Dansarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Sýningin Reið var síðasta verkið á Reykjavík dansfestival þetta árið. Verkið var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og hafði því yfir sér nokkuð annan blæ en þau verk sem sýnd höfðu verið á minna sviði. Reið er áferðarfallegt verk og höfðaði sterkt til sjónræns fegurðarskyns áhorfenda. Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf. Verkið var þó full átakalítið svo værð sótti að áhorfendum. Þannig var fullkomið flæði danssmíðinnar of sjaldan brotið upp til að skapa spennu eða andstæður. Athyglisverðar voru þó senur þar sem Védís Kjartansdóttir stóð eða gekk rólega um á meðan hinar hlupu. Kyrrðin sem fólst í stöðu hennar jók kraftinn í hlaupum hinna og búningur hennar, sem virkaði ljósari en hinna í þessum senum, dró fram áhugaverðar andstæður á sviðinu. Útfærsla efnisins var skemmtilega einföld og skýr svo fyrir þá sem eitthvað þekkja til hrossa var auðvelt að sjá hryssur í stóði ljóslifandi fyrir sér.Niðurstaða: Áferðarfallegt en átakalítið verk.
Gagnrýni Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira