Afnemum virðisaukaskatt af bókum Egill Örn Jóhansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Á tyllidögum fögnum við því að vera bókmenntaþjóð. Við státum af fornri tungu og menningu. Tungumálið og sögurnar skilgreina okkur sem Íslendinga. Svo rennur upp hversdagur og við glímum við slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum, hratt dvínandi málkennd og þá staðreynd að þeim fækkar ört sem valda því að lesa sér til gagns.Hvítbókin Í sumarbyrjun sendi menntamálaráðuneytið frá sér svokallaða Hvítbók um umbætur í menntun á Íslandi sem er um margt metnaðarfullt plagg. Eitt af meginmarkmiðum í umræddri Hvítbók er að stækka til muna þann hóp sem nær lágmarksviðmiðum í lestri. Í þeim efnum þarf réttilega á verulegri viðspyrnu að halda. Ein einfaldasta og skilvirkasta leið sem hver þjóð getur farið í þeirri viðleitni að auka við læsi og lesskilning, er í gegnum skattkerfið. Þetta nýta velflestar þjóðir Evrópu sér. Þannig hafa þjóðir eins og Norðmenn, Færeyingar og Bretar afnumið virðisaukaskatt með öllu af bókum. Einungis tvær Evrópuþjóðir leggja virðisaukaskatt á bækur í efra þrepi og önnur þeirra, Búlgaría, mælist með mesta ólæsi í gervallri álfunni.Nú er tækifæri Nú þegar endurskoða skal virðisaukaskattskerfið er lag að fara að góðu fordæmi annarra Evrópuþjóða og afnema skattlagningu á bókaútgáfu hérlendis. Nú er tækifæri til að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem fremstar standa í stuðningi við bókaútgáfu – standa jafnfætis þjóðum sem vinna markvisst að bættu læsi og lesskilningi almennings. Bókmenntastefna í anda Hvítbókarinnar er aðkallandi – heildarstefna til framtíðar fyrir bókmenntirnar í landinu svo þær megi vaxa og dafna og skila sér áfram inn í mennta- og menningarlíf þjóðar. Í Hvítbókinni segir enda að lesskilningur sé forsenda þess að nemendur geti náð hæfni til að fóta sig í samfélaginu. Þar segir jafnframt að gæði menntunar varði okkur öll, hafi gildi fyrir samfélagið í heild og lýðræðislega og efnahagslega þróun. Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.Hömpum tungumálinu Eftir þúsund ára leiðangur um veraldarsöguna bendum við ekki á glæsihallir, kastalamúra og dómkirkjur hér á sögueyjunni. Við hömpum tungumáli og sögum. Við köstum á milli okkar tungumálinu eins og skessurnar með fjöreggið, en það er hættuspil og mál að finna fjöregginu örugga umgjörð. „Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni,“ segir Nóbelsskáldið í Kristnihaldi undir Jökli. Það má ljóst vera á Hvítbókinni að viljinn er fyrir hendi – vilji til að hlúa að tungumálinu og bókmenntunum. Afgangurinn er tækni og með því að afnema virðisaukaskatt af bókum er viljinn sýndur í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Á tyllidögum fögnum við því að vera bókmenntaþjóð. Við státum af fornri tungu og menningu. Tungumálið og sögurnar skilgreina okkur sem Íslendinga. Svo rennur upp hversdagur og við glímum við slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum, hratt dvínandi málkennd og þá staðreynd að þeim fækkar ört sem valda því að lesa sér til gagns.Hvítbókin Í sumarbyrjun sendi menntamálaráðuneytið frá sér svokallaða Hvítbók um umbætur í menntun á Íslandi sem er um margt metnaðarfullt plagg. Eitt af meginmarkmiðum í umræddri Hvítbók er að stækka til muna þann hóp sem nær lágmarksviðmiðum í lestri. Í þeim efnum þarf réttilega á verulegri viðspyrnu að halda. Ein einfaldasta og skilvirkasta leið sem hver þjóð getur farið í þeirri viðleitni að auka við læsi og lesskilning, er í gegnum skattkerfið. Þetta nýta velflestar þjóðir Evrópu sér. Þannig hafa þjóðir eins og Norðmenn, Færeyingar og Bretar afnumið virðisaukaskatt með öllu af bókum. Einungis tvær Evrópuþjóðir leggja virðisaukaskatt á bækur í efra þrepi og önnur þeirra, Búlgaría, mælist með mesta ólæsi í gervallri álfunni.Nú er tækifæri Nú þegar endurskoða skal virðisaukaskattskerfið er lag að fara að góðu fordæmi annarra Evrópuþjóða og afnema skattlagningu á bókaútgáfu hérlendis. Nú er tækifæri til að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem fremstar standa í stuðningi við bókaútgáfu – standa jafnfætis þjóðum sem vinna markvisst að bættu læsi og lesskilningi almennings. Bókmenntastefna í anda Hvítbókarinnar er aðkallandi – heildarstefna til framtíðar fyrir bókmenntirnar í landinu svo þær megi vaxa og dafna og skila sér áfram inn í mennta- og menningarlíf þjóðar. Í Hvítbókinni segir enda að lesskilningur sé forsenda þess að nemendur geti náð hæfni til að fóta sig í samfélaginu. Þar segir jafnframt að gæði menntunar varði okkur öll, hafi gildi fyrir samfélagið í heild og lýðræðislega og efnahagslega þróun. Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.Hömpum tungumálinu Eftir þúsund ára leiðangur um veraldarsöguna bendum við ekki á glæsihallir, kastalamúra og dómkirkjur hér á sögueyjunni. Við hömpum tungumáli og sögum. Við köstum á milli okkar tungumálinu eins og skessurnar með fjöreggið, en það er hættuspil og mál að finna fjöregginu örugga umgjörð. „Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni,“ segir Nóbelsskáldið í Kristnihaldi undir Jökli. Það má ljóst vera á Hvítbókinni að viljinn er fyrir hendi – vilji til að hlúa að tungumálinu og bókmenntunum. Afgangurinn er tækni og með því að afnema virðisaukaskatt af bókum er viljinn sýndur í verki.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun