Jafnrétti og réttlæti á vinnumarkaði Norðurlanda og Evrópu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 22. ágúst 2014 14:45 Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður hefur í 60 ár reynst afar vel og hefur gefið hundruðum þúsunda Norðurlandabúa tækifæri til að sækja erlendis. Jafnaðarmenn á Norðurlandaráði vilja varðveita og styrkja sameiginlega vinnumarkaðinn og vinna því stöðugt að afnámi landamærahindrana, auknum tungumálaskilningi og hreyfanleika milli norrænu landanna. Norræna módelinu hefur tekist að sameina jafnrétti og efnahagslega velgengni. En það er enn mikið verk óunnið til að ná fullu réttlæti og jafnrétti á vinnumarkaðnum. Helstu áskoranir okkar í vinnumarkaðsmálum snúa nú að misrétti og atvinnuleysi sem víða þrífst. Ungt fólk, innflytjendur og fólk með fötlun á erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn. Eldra fólk á í erfiðleikum með að halda störfum sínum. Erlendir starfsmenn njóta lakari lífsgæða vegna lágra launa og félagslegra undirboða. Lægri laun, minni möguleikar á framgangi í starfi og erfiðleikar við að sameina vinnu og fjölskyldulíf er enn veruleiki flestra kvenna á vinnumarkaði. Norrænt samstarf og okkar sameiginlegi vinnumarkaður veitir Norðurlöndunum einstakt tækifæri til að læra af reynslu hvert annars og leita lausna á vandamálum í sameiningu. Hinn nýi íslenski jafnlaunastaðall er dæmi um verkefni sem getur nýst til að varpa ljósi á og vinna gegn óútskýrðum launum kynjanna. Til að takast á við atvinnuleysi ungs fólks getum við horft til finnsku leiðarinnar sem tryggir atvinnulausum ungmennum starf eða starfsmán innan þriggja mánaða. Norska og danska námskerfið brúar mjög vel bilið milli skóla og vinnu og sænska fullorðinsfræðslan hefur reynst vel fyrir þá sem þurfa að afla sér viðbótarmenntunar eða þurfa annað tækifæri á vinnumarkaði. Þegar kemur að baráttunni við félagsleg undirboð og svarta atvinnustarfsemi hafa Norðurlöndin valið mismunandi aðferðir og leiðir sem gefur okkur einstakt tækifæri til að meta hvaða ráðstafanir hafi reynst best. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa því lagt fram tillögu sem hefur að markmiði að festa í sessi samningsbundin vinnuskilyrði og sanngjarna samkeppni og tryggja betur upplýsingjöf til erlendra starfsmanna og fyrirtækja um þær reglur sem gilda, réttindi þeirra og skyldur. Enn fremur hvetja jafnaðarmenn í Norðurlandaráði norrænu ríkisstjórnirnar til samstarfs um framkvæmd Evróputilskipunarinnar um útselda starfsemi til að tryggja skilvirkt eftirlit starfseminnar án þess að við það skapist nýjar landamærahindranir. Í dag eru flest vinnumarkaðsmál Norðurlandanna tengd Evrópusambandinu. Við þurfum sameiginlegar reglur til að vernda starfsmenn og jafna kjörin á innri markaðnum, reglur sem nýtast öllum sem búa og starfa í Evrópu. Jafnaðarmenn vilja að Norðurlöndin og Evrópa keppi í gæðum og framleiðni, en ekki í kapphlaupi í átt að botninum með lágum launum og lakari lífskjörum. Reynsla Norðurlandanna sýnir að aukið jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og aukinn jöfnuður og sátt um launaþróun skilar aukinni framleiðni og hagsæld. Þá vitneskju vilja jafnaðarmenn nýta til að framfylgja róttækri stefnu um jafnrétti og atvinnuöryggi um alla Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður hefur í 60 ár reynst afar vel og hefur gefið hundruðum þúsunda Norðurlandabúa tækifæri til að sækja erlendis. Jafnaðarmenn á Norðurlandaráði vilja varðveita og styrkja sameiginlega vinnumarkaðinn og vinna því stöðugt að afnámi landamærahindrana, auknum tungumálaskilningi og hreyfanleika milli norrænu landanna. Norræna módelinu hefur tekist að sameina jafnrétti og efnahagslega velgengni. En það er enn mikið verk óunnið til að ná fullu réttlæti og jafnrétti á vinnumarkaðnum. Helstu áskoranir okkar í vinnumarkaðsmálum snúa nú að misrétti og atvinnuleysi sem víða þrífst. Ungt fólk, innflytjendur og fólk með fötlun á erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn. Eldra fólk á í erfiðleikum með að halda störfum sínum. Erlendir starfsmenn njóta lakari lífsgæða vegna lágra launa og félagslegra undirboða. Lægri laun, minni möguleikar á framgangi í starfi og erfiðleikar við að sameina vinnu og fjölskyldulíf er enn veruleiki flestra kvenna á vinnumarkaði. Norrænt samstarf og okkar sameiginlegi vinnumarkaður veitir Norðurlöndunum einstakt tækifæri til að læra af reynslu hvert annars og leita lausna á vandamálum í sameiningu. Hinn nýi íslenski jafnlaunastaðall er dæmi um verkefni sem getur nýst til að varpa ljósi á og vinna gegn óútskýrðum launum kynjanna. Til að takast á við atvinnuleysi ungs fólks getum við horft til finnsku leiðarinnar sem tryggir atvinnulausum ungmennum starf eða starfsmán innan þriggja mánaða. Norska og danska námskerfið brúar mjög vel bilið milli skóla og vinnu og sænska fullorðinsfræðslan hefur reynst vel fyrir þá sem þurfa að afla sér viðbótarmenntunar eða þurfa annað tækifæri á vinnumarkaði. Þegar kemur að baráttunni við félagsleg undirboð og svarta atvinnustarfsemi hafa Norðurlöndin valið mismunandi aðferðir og leiðir sem gefur okkur einstakt tækifæri til að meta hvaða ráðstafanir hafi reynst best. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa því lagt fram tillögu sem hefur að markmiði að festa í sessi samningsbundin vinnuskilyrði og sanngjarna samkeppni og tryggja betur upplýsingjöf til erlendra starfsmanna og fyrirtækja um þær reglur sem gilda, réttindi þeirra og skyldur. Enn fremur hvetja jafnaðarmenn í Norðurlandaráði norrænu ríkisstjórnirnar til samstarfs um framkvæmd Evróputilskipunarinnar um útselda starfsemi til að tryggja skilvirkt eftirlit starfseminnar án þess að við það skapist nýjar landamærahindranir. Í dag eru flest vinnumarkaðsmál Norðurlandanna tengd Evrópusambandinu. Við þurfum sameiginlegar reglur til að vernda starfsmenn og jafna kjörin á innri markaðnum, reglur sem nýtast öllum sem búa og starfa í Evrópu. Jafnaðarmenn vilja að Norðurlöndin og Evrópa keppi í gæðum og framleiðni, en ekki í kapphlaupi í átt að botninum með lágum launum og lakari lífskjörum. Reynsla Norðurlandanna sýnir að aukið jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og aukinn jöfnuður og sátt um launaþróun skilar aukinni framleiðni og hagsæld. Þá vitneskju vilja jafnaðarmenn nýta til að framfylgja róttækri stefnu um jafnrétti og atvinnuöryggi um alla Evrópu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar