Bjór og Gullæði Hjálmar Árnason skrifar 20. ágúst 2014 09:00 Opið bréf til Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Kæri Andri Þór. Fréttir berast af hótun þinni um málsókn á hendur frændum okkar Færeyingum. Að vísu er haft eftir þér að þú viljir bara leita friðsamlegra leiða til sátta við færeysku ölgerðina Föroya Bjór. Samkvæmt bréfi lögmanns þíns felur sú friðsamlega leið í sér að þú munir reyna að bannfæra færeyska ölið á Íslandi ef innflutningi þess verði ekki hætt þegar í stað. Eins og góður vinur minn er vanur að segja: „Comon. Hvað er í gangi?“ Hin meinta sök færeysku ölgerðarinnar er einföld: Hún flytur til Íslands og býður til sölu þann ágæta drykk Föroya Bjór – Gull. Þvílíkur glæpur. Og sé málið skoðað í stærra samhengi má svo vísa í enn stærri glæp – nefnilega Tuborg Guld. Færeyska gullið hefur verið framleitt lengur en Egils Gull og Tuborg enn lengur. Allt er þetta mjöður af sama meiði en með ólíkum tungumálum. Íslenska framburðinn þekkjum við öll, á færeysku er orðið borið fram GÚDL og á dönsku GÚL. Allt er þetta samt bjór, kenndur við gull. Og gullið er ekki uppfinning ykkar hjá Ölgerðinni né heldur Föroya Bjórs. Helst að Danir geti gert tilkall til merkingarinnar. Þeir gera það hins vegar ekki af því þeir trúa á heiðarlega og eðlilega samkeppni. Og sannarlega hef ég staðið í þeirri trú að þú og Ölgerðin væruð fylgjandi heiðarlegri samkeppni. Af bréfi þínu að dæma virðist ég hafa rangt fyrir mér. Þetta eru ekkert annað en viðleitni til að hindra eðlilega samkeppni á einkar fáránlegum forsendum. Kæri Andri Þór. Færeyingar eru sú þjóð sem best hefur staðið með Íslendingum þegar á hefur reynt. Varla telur þú þá eiga það skilið að við þökkum fyrir okkur með þessum hætti – jafn afkáralegur og hann er. Örlítil bjórsala þeirra á íslenskum markaði getur ekki skipt íslensk fyrirtæki miklu máli. Færeyingar hljóta að mega nota færeysk orð um vöru sína, rétt eins og þú með íslenska orðið og Danir með sitt. Heldur þú virkilega að Ölgerðin græði á svona framferði? Gleymdu því ekki að Færeyingar eiga fjölmarga vini á Íslandi – vini sem eru tilbúnir að sýna í verki að þeir standi með Færeyingum ef ranglega er að þeim sótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Kæri Andri Þór. Fréttir berast af hótun þinni um málsókn á hendur frændum okkar Færeyingum. Að vísu er haft eftir þér að þú viljir bara leita friðsamlegra leiða til sátta við færeysku ölgerðina Föroya Bjór. Samkvæmt bréfi lögmanns þíns felur sú friðsamlega leið í sér að þú munir reyna að bannfæra færeyska ölið á Íslandi ef innflutningi þess verði ekki hætt þegar í stað. Eins og góður vinur minn er vanur að segja: „Comon. Hvað er í gangi?“ Hin meinta sök færeysku ölgerðarinnar er einföld: Hún flytur til Íslands og býður til sölu þann ágæta drykk Föroya Bjór – Gull. Þvílíkur glæpur. Og sé málið skoðað í stærra samhengi má svo vísa í enn stærri glæp – nefnilega Tuborg Guld. Færeyska gullið hefur verið framleitt lengur en Egils Gull og Tuborg enn lengur. Allt er þetta mjöður af sama meiði en með ólíkum tungumálum. Íslenska framburðinn þekkjum við öll, á færeysku er orðið borið fram GÚDL og á dönsku GÚL. Allt er þetta samt bjór, kenndur við gull. Og gullið er ekki uppfinning ykkar hjá Ölgerðinni né heldur Föroya Bjórs. Helst að Danir geti gert tilkall til merkingarinnar. Þeir gera það hins vegar ekki af því þeir trúa á heiðarlega og eðlilega samkeppni. Og sannarlega hef ég staðið í þeirri trú að þú og Ölgerðin væruð fylgjandi heiðarlegri samkeppni. Af bréfi þínu að dæma virðist ég hafa rangt fyrir mér. Þetta eru ekkert annað en viðleitni til að hindra eðlilega samkeppni á einkar fáránlegum forsendum. Kæri Andri Þór. Færeyingar eru sú þjóð sem best hefur staðið með Íslendingum þegar á hefur reynt. Varla telur þú þá eiga það skilið að við þökkum fyrir okkur með þessum hætti – jafn afkáralegur og hann er. Örlítil bjórsala þeirra á íslenskum markaði getur ekki skipt íslensk fyrirtæki miklu máli. Færeyingar hljóta að mega nota færeysk orð um vöru sína, rétt eins og þú með íslenska orðið og Danir með sitt. Heldur þú virkilega að Ölgerðin græði á svona framferði? Gleymdu því ekki að Færeyingar eiga fjölmarga vini á Íslandi – vini sem eru tilbúnir að sýna í verki að þeir standi með Færeyingum ef ranglega er að þeim sótt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar