Bjór og Gullæði Hjálmar Árnason skrifar 20. ágúst 2014 09:00 Opið bréf til Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Kæri Andri Þór. Fréttir berast af hótun þinni um málsókn á hendur frændum okkar Færeyingum. Að vísu er haft eftir þér að þú viljir bara leita friðsamlegra leiða til sátta við færeysku ölgerðina Föroya Bjór. Samkvæmt bréfi lögmanns þíns felur sú friðsamlega leið í sér að þú munir reyna að bannfæra færeyska ölið á Íslandi ef innflutningi þess verði ekki hætt þegar í stað. Eins og góður vinur minn er vanur að segja: „Comon. Hvað er í gangi?“ Hin meinta sök færeysku ölgerðarinnar er einföld: Hún flytur til Íslands og býður til sölu þann ágæta drykk Föroya Bjór – Gull. Þvílíkur glæpur. Og sé málið skoðað í stærra samhengi má svo vísa í enn stærri glæp – nefnilega Tuborg Guld. Færeyska gullið hefur verið framleitt lengur en Egils Gull og Tuborg enn lengur. Allt er þetta mjöður af sama meiði en með ólíkum tungumálum. Íslenska framburðinn þekkjum við öll, á færeysku er orðið borið fram GÚDL og á dönsku GÚL. Allt er þetta samt bjór, kenndur við gull. Og gullið er ekki uppfinning ykkar hjá Ölgerðinni né heldur Föroya Bjórs. Helst að Danir geti gert tilkall til merkingarinnar. Þeir gera það hins vegar ekki af því þeir trúa á heiðarlega og eðlilega samkeppni. Og sannarlega hef ég staðið í þeirri trú að þú og Ölgerðin væruð fylgjandi heiðarlegri samkeppni. Af bréfi þínu að dæma virðist ég hafa rangt fyrir mér. Þetta eru ekkert annað en viðleitni til að hindra eðlilega samkeppni á einkar fáránlegum forsendum. Kæri Andri Þór. Færeyingar eru sú þjóð sem best hefur staðið með Íslendingum þegar á hefur reynt. Varla telur þú þá eiga það skilið að við þökkum fyrir okkur með þessum hætti – jafn afkáralegur og hann er. Örlítil bjórsala þeirra á íslenskum markaði getur ekki skipt íslensk fyrirtæki miklu máli. Færeyingar hljóta að mega nota færeysk orð um vöru sína, rétt eins og þú með íslenska orðið og Danir með sitt. Heldur þú virkilega að Ölgerðin græði á svona framferði? Gleymdu því ekki að Færeyingar eiga fjölmarga vini á Íslandi – vini sem eru tilbúnir að sýna í verki að þeir standi með Færeyingum ef ranglega er að þeim sótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Kæri Andri Þór. Fréttir berast af hótun þinni um málsókn á hendur frændum okkar Færeyingum. Að vísu er haft eftir þér að þú viljir bara leita friðsamlegra leiða til sátta við færeysku ölgerðina Föroya Bjór. Samkvæmt bréfi lögmanns þíns felur sú friðsamlega leið í sér að þú munir reyna að bannfæra færeyska ölið á Íslandi ef innflutningi þess verði ekki hætt þegar í stað. Eins og góður vinur minn er vanur að segja: „Comon. Hvað er í gangi?“ Hin meinta sök færeysku ölgerðarinnar er einföld: Hún flytur til Íslands og býður til sölu þann ágæta drykk Föroya Bjór – Gull. Þvílíkur glæpur. Og sé málið skoðað í stærra samhengi má svo vísa í enn stærri glæp – nefnilega Tuborg Guld. Færeyska gullið hefur verið framleitt lengur en Egils Gull og Tuborg enn lengur. Allt er þetta mjöður af sama meiði en með ólíkum tungumálum. Íslenska framburðinn þekkjum við öll, á færeysku er orðið borið fram GÚDL og á dönsku GÚL. Allt er þetta samt bjór, kenndur við gull. Og gullið er ekki uppfinning ykkar hjá Ölgerðinni né heldur Föroya Bjórs. Helst að Danir geti gert tilkall til merkingarinnar. Þeir gera það hins vegar ekki af því þeir trúa á heiðarlega og eðlilega samkeppni. Og sannarlega hef ég staðið í þeirri trú að þú og Ölgerðin væruð fylgjandi heiðarlegri samkeppni. Af bréfi þínu að dæma virðist ég hafa rangt fyrir mér. Þetta eru ekkert annað en viðleitni til að hindra eðlilega samkeppni á einkar fáránlegum forsendum. Kæri Andri Þór. Færeyingar eru sú þjóð sem best hefur staðið með Íslendingum þegar á hefur reynt. Varla telur þú þá eiga það skilið að við þökkum fyrir okkur með þessum hætti – jafn afkáralegur og hann er. Örlítil bjórsala þeirra á íslenskum markaði getur ekki skipt íslensk fyrirtæki miklu máli. Færeyingar hljóta að mega nota færeysk orð um vöru sína, rétt eins og þú með íslenska orðið og Danir með sitt. Heldur þú virkilega að Ölgerðin græði á svona framferði? Gleymdu því ekki að Færeyingar eiga fjölmarga vini á Íslandi – vini sem eru tilbúnir að sýna í verki að þeir standi með Færeyingum ef ranglega er að þeim sótt.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun