Dansaði magadans við píanóið Jónas Sen skrifar 16. ágúst 2014 11:30 Pedrito Martinez-sveitin ásamt söngkonunni og píanóleikaranum Ariacne Trujillo á Djasshátíð Reykjavíkur í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið 14. ágúst. Mynd/Alexander Schwarz/inreykjavik.is Djasshátíð Reykjavíkur hófst á fimmtudaginn. Ég stakk inn nefinu, hlustaði á ræður í Hörpu og fór svo á tónleika síðar um kvöldið. Við tilefnið rifjaðist upp fyrir mér bók sem ég las einu sinni, Serious Music and All That Jazz. Hún er eftir tónlistargagnrýnandann Henry Pleasants (1910-2000). Tónlistargagnrýnendur eru oft í öðrum störfum meðfram gagnrýninni og Pleasants starfaði á óvanalegum vettvangi. Hann var njósnari fyrir CIA. Hann veitti forstöðu bækistöðvum CIA í Bern og í Bonn, og á þeim tíma var hann líka gagnrýnandi og skrifaði bækur um tónlist. Þekktasta bókin hans heitir The Agony of Modern Music. Þar drullaði hann yfir samtímatónlist sem byggðist á svokallaðri raðtækni. Raðtæknin er hálfgerð stærðfræði og var í tísku á meðal akademískra tónskálda á tímabili en var hötuð af almenningi – það held ég að mér sé óhætt að fullyrða. Önnur bók eftir Pleasants heitir Serious Music and All That Jazz eins og fyrr segir. Þar hélt hann því fram að djassinn væri rökrétt framhald af sígildri tónlist 19. aldarinnar. Miklu rökréttari en tilraunir til að þróa nýtt tónlistartungumál, það er að segja raðtæknina og skyldar aðferðir. Samkvæmt Pleasants er það dauð list en djassinn er lifandi þrátt fyrir að vera ekki poppmúsík. Poppmúsík byggir á einföldum grunni en djassinn grundvallast á flóknum reglum og fjölbreyttu tónmáli. Þó er hann „náttúrulegur“ en ekki bara einhver stærðfræði. Sjálfsagt má deila um þetta. En djassinn er allavega skemmtilegur þegar hann er vel framreiddur. Og það var hann á tónleikum Pedrito Martinez-sveitarinnar ásamt söngkonunni og píanóleikaranum Ariacne Trujillo í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Þarna var vissulega dægurtónlist en hún var líka full af óvæntum uppákomum með mun þróaðri framvindu en maður heyrir á venjulegum popptónleikum. Sveitin samanstendur af söngvaranum og slagverksmanninum Pedrito Martinez, rafbassaleikaranum Jhair Sala og slagverksleikaranum Alvaro Benavides. Tónlistin var einhvers konar blanda af afrísku fönki og vestrænum djassi. Trumbuleikur Martinez var ævintýralega líflegur, ekki síst þegar hann braut upp dagskrána með því að vera einn uppi á sviði. Það jaðraði við að vera sirkusatriði! (sjá sýnishorn á jonas-sen.com) Ariacne Trujillo var líka stórkostleg, bæði var rödd hennar heillandi hrá og sexí og svo var píanóleikurinn fimur og kraftmikill. Hún tók auðvitað mörg sóló og eitt þeirra var hrærigrautur af tónlist úr ýmsum áttum. Pathetique-sónötu Beethovens og Rhapsody in Blue eftir Gershwin brá meðal annars fyrir. Svo sprakk allt í brjáluðum salsariffum. Það var ótrúlega skemmtilegt. Enn magnaðra var þó er hún dansaði magadans um leið og hún spilaði á hljómborðið. Ég man ekki eftir að hafa séð slíka tilburði áður. Salsatónlist er þannig að þegar maður hefur heyrt eitt lag, þá hefur maður heyrt þau öll. En ekki hér. Þetta stórkostlega sambland af frelsi og klassík var eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að miklu oftar.Niðurstaða: Góður djass kemur stöðugt á óvart, það sannaðist á frábærum tónleikum á fimmtudagskvöldið. Gagnrýni Mest lesið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Margot Robbie orðin mamma Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Djasshátíð Reykjavíkur hófst á fimmtudaginn. Ég stakk inn nefinu, hlustaði á ræður í Hörpu og fór svo á tónleika síðar um kvöldið. Við tilefnið rifjaðist upp fyrir mér bók sem ég las einu sinni, Serious Music and All That Jazz. Hún er eftir tónlistargagnrýnandann Henry Pleasants (1910-2000). Tónlistargagnrýnendur eru oft í öðrum störfum meðfram gagnrýninni og Pleasants starfaði á óvanalegum vettvangi. Hann var njósnari fyrir CIA. Hann veitti forstöðu bækistöðvum CIA í Bern og í Bonn, og á þeim tíma var hann líka gagnrýnandi og skrifaði bækur um tónlist. Þekktasta bókin hans heitir The Agony of Modern Music. Þar drullaði hann yfir samtímatónlist sem byggðist á svokallaðri raðtækni. Raðtæknin er hálfgerð stærðfræði og var í tísku á meðal akademískra tónskálda á tímabili en var hötuð af almenningi – það held ég að mér sé óhætt að fullyrða. Önnur bók eftir Pleasants heitir Serious Music and All That Jazz eins og fyrr segir. Þar hélt hann því fram að djassinn væri rökrétt framhald af sígildri tónlist 19. aldarinnar. Miklu rökréttari en tilraunir til að þróa nýtt tónlistartungumál, það er að segja raðtæknina og skyldar aðferðir. Samkvæmt Pleasants er það dauð list en djassinn er lifandi þrátt fyrir að vera ekki poppmúsík. Poppmúsík byggir á einföldum grunni en djassinn grundvallast á flóknum reglum og fjölbreyttu tónmáli. Þó er hann „náttúrulegur“ en ekki bara einhver stærðfræði. Sjálfsagt má deila um þetta. En djassinn er allavega skemmtilegur þegar hann er vel framreiddur. Og það var hann á tónleikum Pedrito Martinez-sveitarinnar ásamt söngkonunni og píanóleikaranum Ariacne Trujillo í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Þarna var vissulega dægurtónlist en hún var líka full af óvæntum uppákomum með mun þróaðri framvindu en maður heyrir á venjulegum popptónleikum. Sveitin samanstendur af söngvaranum og slagverksmanninum Pedrito Martinez, rafbassaleikaranum Jhair Sala og slagverksleikaranum Alvaro Benavides. Tónlistin var einhvers konar blanda af afrísku fönki og vestrænum djassi. Trumbuleikur Martinez var ævintýralega líflegur, ekki síst þegar hann braut upp dagskrána með því að vera einn uppi á sviði. Það jaðraði við að vera sirkusatriði! (sjá sýnishorn á jonas-sen.com) Ariacne Trujillo var líka stórkostleg, bæði var rödd hennar heillandi hrá og sexí og svo var píanóleikurinn fimur og kraftmikill. Hún tók auðvitað mörg sóló og eitt þeirra var hrærigrautur af tónlist úr ýmsum áttum. Pathetique-sónötu Beethovens og Rhapsody in Blue eftir Gershwin brá meðal annars fyrir. Svo sprakk allt í brjáluðum salsariffum. Það var ótrúlega skemmtilegt. Enn magnaðra var þó er hún dansaði magadans um leið og hún spilaði á hljómborðið. Ég man ekki eftir að hafa séð slíka tilburði áður. Salsatónlist er þannig að þegar maður hefur heyrt eitt lag, þá hefur maður heyrt þau öll. En ekki hér. Þetta stórkostlega sambland af frelsi og klassík var eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að miklu oftar.Niðurstaða: Góður djass kemur stöðugt á óvart, það sannaðist á frábærum tónleikum á fimmtudagskvöldið.
Gagnrýni Mest lesið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Margot Robbie orðin mamma Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira