Hvert eiga Gasabúar að flýja? Björk Vilhelmsdóttir skrifar 22. júlí 2014 07:00 Undanfarið hefur oft heyrst að Ísraelsher vari Gasabúa við áður en sprengt er og hvetji þá til að flýja. En hvert eiga þeir að flýja? Ísrael lokar alveg svæðinu af til norðurs og austurs. Aðeins eitt hlið, Erez, er á landamærunum og í gegnum það fara engir Palestínumenn. Í vestur er sjórinn. Þar liggja ísraelsk skip sem hafa stöðugt verið með árásir á Gasaströndina. Í suður eru landamæri sem eru lokuð af Egyptalandi. Þar er eitt hlið, Rafah, og það er að öllu jöfnu lokað allri umferð. Stundum er það opið erlendum aðilum en eiginlega aldrei Palestínumönnum. Einstöku sinnum er gerð undantekning á því. Frá því núverandi árásarhrina hófst hleyptu þeir einn daginn 12 særðum í gegn, síðan hefur verið lokað. Það er ekki að ástæðulausu að Gasa hefur verið lýst sem stærsta fangelsi í heimi og undir berum himni. Það er af sömu ástæðu sem Palestínumenn hafa grafið göng undir landamærin. Göngin voru flutningaleið fyrir brýnustu nauðsynjar og lágu hundruð þeirra hjá Rafah, en hafa verið eyðilögð af egypska hernum. Ísraelsher segir tilgang landhernaðar nú vera að uppræta þau göng inn í Ísrael sem andspyrnuhópar hafa gert norðanmegin á Gaza. Fyrir það eru íbúar nærliggjandi byggða látnir gjalda með lífi sínu. Beitt er hóprefsingu sem kostað hefur hundruð mannslífa, ekki síst barna, kvenna og aldraðra sem hafa engan stað að flýja í. Berangur, sjúkrahús eða moska? Það er lokað í allar áttir, en geta Gasabúar þá farið út á berangur, í moskur, skóla eða á sjúkrahús? Því miður er það ekki svarið. Berangur er óvíða, enda þéttbýlasta svæði jarðar. Síðustu daga hafa börn verið drepin sem hlupu á ströndinni og önnur sem forðuðu sér upp á þak. Sjúkrahúsið El-Wafa var sprengt og moskur eru sérstök skotmörk, þar sem uppræta á Hamas sem er jú skilgreind sem íslömsk andspyrnuhreyfing.Viltu frið á Gasa? Það er hægt að mótmæla blóðbaðinu með ýmsum hætti og sýna samstöðu með Palestínumönnum. Við almenningur getum beitt sniðgöngu og hætt að kaupa vörur frá Ísrael. Styrkja má neyðaraðstoð m.a. á heimasíðu Félagsins Ísland-Palestína, www.palestina.is. Reikningsnúmerið er 542-26-6990, kt. 520188-1349. Þá stendur FÍP fyrir útifundi nú á miðvikudag kl. 17 á Ingólfstorgi. Þar er krafan reist um alþjóðlega vernd fyrir íbúa Palestínu, að blóðbaðið verði stöðvað nú þegar og að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur oft heyrst að Ísraelsher vari Gasabúa við áður en sprengt er og hvetji þá til að flýja. En hvert eiga þeir að flýja? Ísrael lokar alveg svæðinu af til norðurs og austurs. Aðeins eitt hlið, Erez, er á landamærunum og í gegnum það fara engir Palestínumenn. Í vestur er sjórinn. Þar liggja ísraelsk skip sem hafa stöðugt verið með árásir á Gasaströndina. Í suður eru landamæri sem eru lokuð af Egyptalandi. Þar er eitt hlið, Rafah, og það er að öllu jöfnu lokað allri umferð. Stundum er það opið erlendum aðilum en eiginlega aldrei Palestínumönnum. Einstöku sinnum er gerð undantekning á því. Frá því núverandi árásarhrina hófst hleyptu þeir einn daginn 12 særðum í gegn, síðan hefur verið lokað. Það er ekki að ástæðulausu að Gasa hefur verið lýst sem stærsta fangelsi í heimi og undir berum himni. Það er af sömu ástæðu sem Palestínumenn hafa grafið göng undir landamærin. Göngin voru flutningaleið fyrir brýnustu nauðsynjar og lágu hundruð þeirra hjá Rafah, en hafa verið eyðilögð af egypska hernum. Ísraelsher segir tilgang landhernaðar nú vera að uppræta þau göng inn í Ísrael sem andspyrnuhópar hafa gert norðanmegin á Gaza. Fyrir það eru íbúar nærliggjandi byggða látnir gjalda með lífi sínu. Beitt er hóprefsingu sem kostað hefur hundruð mannslífa, ekki síst barna, kvenna og aldraðra sem hafa engan stað að flýja í. Berangur, sjúkrahús eða moska? Það er lokað í allar áttir, en geta Gasabúar þá farið út á berangur, í moskur, skóla eða á sjúkrahús? Því miður er það ekki svarið. Berangur er óvíða, enda þéttbýlasta svæði jarðar. Síðustu daga hafa börn verið drepin sem hlupu á ströndinni og önnur sem forðuðu sér upp á þak. Sjúkrahúsið El-Wafa var sprengt og moskur eru sérstök skotmörk, þar sem uppræta á Hamas sem er jú skilgreind sem íslömsk andspyrnuhreyfing.Viltu frið á Gasa? Það er hægt að mótmæla blóðbaðinu með ýmsum hætti og sýna samstöðu með Palestínumönnum. Við almenningur getum beitt sniðgöngu og hætt að kaupa vörur frá Ísrael. Styrkja má neyðaraðstoð m.a. á heimasíðu Félagsins Ísland-Palestína, www.palestina.is. Reikningsnúmerið er 542-26-6990, kt. 520188-1349. Þá stendur FÍP fyrir útifundi nú á miðvikudag kl. 17 á Ingólfstorgi. Þar er krafan reist um alþjóðlega vernd fyrir íbúa Palestínu, að blóðbaðið verði stöðvað nú þegar og að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar