Hvernig aukum við nautakjöts- framleiðsluna? Sigurður Loftsson og Baldur Helgi Benjamínsson skrifar 22. júlí 2014 07:00 Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur talsvert verið rætt um málefni nautakjötsframleiðslunnar og hvernig eigi að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti hér á landi. Í þessari umræðu hefur sitthvað verið málum blandið og er rétt að fara yfir helstu atriði sem máli skipta í þessu samhengi.60% af ungnautum Árið 2013 voru framleidd um 4.100 tonn af nautgripakjöti hér á landi og hefur framleiðslan farið stöðugt vaxandi síðan 2006, þar til í ár. Hún skiptist þannig að um 60%, eða 2.400 tonn, eru ungnautakjöt, sem er kjöt af nautum og uxum sem eru yngri en 30 mánaða við slátrun og eru því afurð sérhæfðrar nautakjötsframleiðslu. Betri steikur á borð við lundir, ribeye, file og þess háttar koma af slíkum gripum, einnig skal hakk sem merkt er „ungnautahakk“ einungis vera af gripum á þessum aldri. Þau 1.700 tonn sem eftir standa koma af mjólkurkúm og kálfum, sem hliðarafurð mjólkurframleiðslunnar. Hvernig árar í þeirri grein nautgriparæktarinnar hefur því óhjákvæmilega áhrif á framboð af kúm til slátrunar en kjötið af þessum gripum fer að stærstum hluta í hakk og unnar kjötvörur.Mjólkurkúnum fjölgar Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir mjólkurafurðum, einkum þeim fituríkari, aukist mjög mikið hér á landi. Á síðustu 18 mánuðum hefur sala á fitugrunni aukist um 11 milljónir lítra, sem er nálægt því að vera jafn mikið og ársframleiðsla skagfirskra kúabænda. Til að mæta þessari góðu sölu mjólkurafurða leitast kúabændur nú við að fjölga í kúastofninum, m.a. með því að seinka slátrun á kúm. Sú fjölgum mun leiða af sér aukið framboð af kúm til slátrunar þegar fram líða stundir.Kynbæta þarf holdanautastofnana Framangreind áhrif aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurafurðum skýrir ónógt framboð á nautgripakjöti ekki nema að litlu leyti. Landssamband kúabænda varaði fyrst við því fyrir tæplega fimm árum að í óefni kynni að stefna varðandi sérhæfða framleiðslu á ungnautakjöti. Þar réði gríðarleg hækkun aðfanga, einkum áburðar, mestu um versnandi afkomu framleiðenda í greininni. Einnig réðu veðurfarsaðstæður nokkru á tímabili, þegar þurrkar hömluðu grassprettu. Heldur horfir þó til betri vegar í þeim efnum nú, sem sést best á því að framleiðendur hafa aukið ásetning á nautkálfum umtalsvert á undanförnum misserum. Í því efni ber þó að horfa til að framleiðsluferill nautakjöts er langur, um tvö og hálft til þrjú ár að jafnaði. Haustið 2009 óskuðu samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld um að leita leiða við að endurnýja erfðaefni holdanautastofnanna, Angus og Limousin, sem Landssamband kúabænda hafði forgöngu um að flytja til landsins árið 1994. Það hefur lengi verið mat LK að holdanautabúskapur eigi verulega vaxtarmöguleika hér á landi og sé lykillinn að aukinni framleiðslu á úrvals ungnautakjöti, sem vaxandi eftirspurn er eftir. Undirtektir stjórnvalda við umleitunum LK voru þó lengst af helst til daufar, en undanfarið hálft annað ár hefur málið þokast í rétta átt.Vilja þjóna innlendum markaði Til að búgreinin geti staðið á eigin fótum, þarf að skapa henni svipuð skilyrði og í nálægum löndum. Þar skiptir aðgangur að öflugu kynbótastarfi mestu: að bændur búi yfir gripum sem nýta fóðrið betur og skili góðum fallþunga á sem stystum eldistíma. Einnig er mikilvægt að styðja við uppbyggingu á aðstöðu heima á búunum, sem stuðli að aukinni fagmennsku í greininni. Þannig geta íslenskir bændur náð sínu mikilvægasta markmiði, sem er að þjóna innlendum markaði og hafa af því mannsæmandi afkomu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun