Varar við fordómum gagnvart innflutningi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júlí 2014 07:00 Innnes flytur inn margvíslegar vörur. Til dæmis danskan kjúkling og tómatsósur. fréttablaðið/ Pjetur. „Ég óttast það að núverandi landbúnaðarstefna geti riðið okkar góða landbúnaði og frábæru vörum að fullu, segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvöruheildverslunarinnar Innness. Matvörukeðjan Costco vill hefja starfsemi hér á landi og flytja inn bandarískt kjöt. Gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna þess. Magnús Óli flytur inn erlendar landbúnaðarvörur. Meðal annars kjúkling frá Danmörku. Hann segir að það sé alveg ljóst að það vanti meiri samkeppni á matvörumarkaðinn og varar við fordómum gagnvart innfluttum matvælum. „Við höfum verið að flytja inn danskan kjúkling undir vörumerkinu Rose. Fyrir hvert einasta kíló sem kemur hingað inn þurfum við að vera með heilbrigðisvottorð til að sanna að varan uppfylli hæstu gæðaskilyrði,“ segir hann. Sömu kröfur séu ekki gerðar til íslenska kjötsins. „Danski kjúklingurinn okkar var fyrsti kjúklingurinn sem fékk græna skráargatið,“ segir Magnús Óli en það er gæðavottun fyrir matvörur. „Síðan kom innlendur kjúklingur og fékk Græna skráargatið á eftir. Enn og aftur hefur samkeppnin það í för með sér að gæðin verða meiri,“ segir Magnús Óli.Magnús Óli ÓlafssonHann segir að hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar Innnes hóf að flytja inn Pasqual-jógúrt. „Þá komu Skyr.is og margar góðar vörur til þess að svara kalli neytandans. Það færði neytandanum meiri samkeppni, betra verð, fjölbreytni og betri vöru. Ég er þeirrar skoðunar að það yrði gæfuspor fyrir landbúnaðinn ef það yrði opnað fyrir landbúnaðarvörur í eðlilegum mæli,“ segir Magnús Óli. Hann bendir á að garðyrkjubændur hafi einnig tekist á við þetta upp úr síðustu aldamótum. „Þá var opnað fyrir innflutning á grænmeti. Hvernig svöruðu þeir samkeppninni? Þeir komu með nýja vöru. Þeir pökkuðu henni öðruvísi. Þeir komu með plómutómata og kirsuberjatómata,“ segir Magnús Óli. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
„Ég óttast það að núverandi landbúnaðarstefna geti riðið okkar góða landbúnaði og frábæru vörum að fullu, segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvöruheildverslunarinnar Innness. Matvörukeðjan Costco vill hefja starfsemi hér á landi og flytja inn bandarískt kjöt. Gagnrýnisraddir hafa heyrst vegna þess. Magnús Óli flytur inn erlendar landbúnaðarvörur. Meðal annars kjúkling frá Danmörku. Hann segir að það sé alveg ljóst að það vanti meiri samkeppni á matvörumarkaðinn og varar við fordómum gagnvart innfluttum matvælum. „Við höfum verið að flytja inn danskan kjúkling undir vörumerkinu Rose. Fyrir hvert einasta kíló sem kemur hingað inn þurfum við að vera með heilbrigðisvottorð til að sanna að varan uppfylli hæstu gæðaskilyrði,“ segir hann. Sömu kröfur séu ekki gerðar til íslenska kjötsins. „Danski kjúklingurinn okkar var fyrsti kjúklingurinn sem fékk græna skráargatið,“ segir Magnús Óli en það er gæðavottun fyrir matvörur. „Síðan kom innlendur kjúklingur og fékk Græna skráargatið á eftir. Enn og aftur hefur samkeppnin það í för með sér að gæðin verða meiri,“ segir Magnús Óli.Magnús Óli ÓlafssonHann segir að hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar Innnes hóf að flytja inn Pasqual-jógúrt. „Þá komu Skyr.is og margar góðar vörur til þess að svara kalli neytandans. Það færði neytandanum meiri samkeppni, betra verð, fjölbreytni og betri vöru. Ég er þeirrar skoðunar að það yrði gæfuspor fyrir landbúnaðinn ef það yrði opnað fyrir landbúnaðarvörur í eðlilegum mæli,“ segir Magnús Óli. Hann bendir á að garðyrkjubændur hafi einnig tekist á við þetta upp úr síðustu aldamótum. „Þá var opnað fyrir innflutning á grænmeti. Hvernig svöruðu þeir samkeppninni? Þeir komu með nýja vöru. Þeir pökkuðu henni öðruvísi. Þeir komu með plómutómata og kirsuberjatómata,“ segir Magnús Óli.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun