Tollfrjáls viðskipti við Kína – en ekki strax! Sara Pálsdóttir skrifar 15. júlí 2014 07:00 Þann 1. júlí síðastliðinn tók fríverslunarsamningur Íslands við Kína gildi. Meginatriði samningsins felur í sér niðurfellingu á tollum af vöruviðskiptum milli landanna tveggja. Ávinningur samningsins fyrir íslenska neytendur er því töluverður, þar sem niðurfelling tolla á innfluttar vörur frá Kína ætti að skila sér í verðlækkun til neytenda, en þó ekki strax. Fríverslunarsamningurinn við Kína hefur verið mörg ár í burðarliðnum. Í janúar á þessu ári fullgilti Alþingi samninginn. Þar með urðu íslensk stjórnvöld skuldbundin að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði samningsins. Inn- og útflutningsaðilar á Íslandi hafa frá undirritun samningsins sjálfsagt beðið með eftirvæntingu eftir gildistöku hans. Skrifræði og formlegheit urðu til þess að gildistakan varð ekki fyrr en raun bar vitni, sem eðlilegt getur talist við gerð milliríkjasamninga. Gott og vel. Frá og með 1. júlí mega Íslendingar stunda tollfrjáls vöruviðskipti við Kína. En samt ekki strax. Gildistakan er ekki nákvæmlega útfærð í fríverslunarsamningnum, það er að segja hvaða tímamark ræður því hvaða vörur njóti tollfríðinda. Það kemur til að mynda ekki fram að allar vörur tollaðar eftir 1. júlí skuli njóta tollfrelsis. Einungis eru svokallaðar upprunareglur nánar útfærðar í samningnum sem fjalla um það hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að vörur njóti fríðindameðferðar.Geðþóttaákvörðun Hvaða reglur gilda þá um tímamarkið? Engar sérstakar reglur um það hafa verið gefnar út af stjórnvöldum. Á vef utanríkisráðuneytisins eru engar upplýsingar um það að finna. Tollembættið virðist hins vegar vera með svör við þessu á hreinu. Samkvæmt þeirra „ákvörðun“ gildir fríðindameðferðin einungis fyrir vörur sem leggja af stað frá Kína eftir gildistökuna, það er 1. júlí. Það er að segja, til að njóta tollfríðindanna samkvæmt fríverslunarsamningnum þarf varan að hafa lagt af stað frá Kína eftir 1. júlí. Það geta liðið margir mánuðir frá því að vara er pöntuð og þangað til að hún er komin til landsins frá Kína. Þar af leiðandi segir gildistakan einungis hálfa söguna, því miður. Í sjálfu sér kemur ákvörðun Tollembættisins ekki á óvart. Þetta gæti verið verra. Þeir hefðu til dæmis getað ákveðið að fríðindameðferðin gildi bara um þær vörur sem byrjað var að framleiða í Kína eftir 1. júlí. Það hljómar kannski langsótt, en er það mikið óeðlilegra en að miða við þann dag sem varan leggur af stað frá Kína? Hvað liggur þarna að baki, annað en að kreista síðustu tolltekjurnar í ríkiskassann? Er eðlilegt að þetta sé háð geðþóttaákvörðun Tollembættisins? Væri ekki nærtækara að miða við þann dag sem vörur frá Kína eru tollaðar? Það er jú dagurinn sem tollurinn er lagður á vöruna, en ekki þegar varan er að leggja af stað hinum megin á hnettinum. Eflaust má deila um það hvort ákvörðun Tollembættisins samrýmist markmiðum fríverslunarsamningsins, en höfundi þykir heldur langt seilst, til að girða fyrir áhrif samningsins sem lengst, en á meðan borgar neytandinn meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 1. júlí síðastliðinn tók fríverslunarsamningur Íslands við Kína gildi. Meginatriði samningsins felur í sér niðurfellingu á tollum af vöruviðskiptum milli landanna tveggja. Ávinningur samningsins fyrir íslenska neytendur er því töluverður, þar sem niðurfelling tolla á innfluttar vörur frá Kína ætti að skila sér í verðlækkun til neytenda, en þó ekki strax. Fríverslunarsamningurinn við Kína hefur verið mörg ár í burðarliðnum. Í janúar á þessu ári fullgilti Alþingi samninginn. Þar með urðu íslensk stjórnvöld skuldbundin að þjóðarétti til að uppfylla ákvæði samningsins. Inn- og útflutningsaðilar á Íslandi hafa frá undirritun samningsins sjálfsagt beðið með eftirvæntingu eftir gildistöku hans. Skrifræði og formlegheit urðu til þess að gildistakan varð ekki fyrr en raun bar vitni, sem eðlilegt getur talist við gerð milliríkjasamninga. Gott og vel. Frá og með 1. júlí mega Íslendingar stunda tollfrjáls vöruviðskipti við Kína. En samt ekki strax. Gildistakan er ekki nákvæmlega útfærð í fríverslunarsamningnum, það er að segja hvaða tímamark ræður því hvaða vörur njóti tollfríðinda. Það kemur til að mynda ekki fram að allar vörur tollaðar eftir 1. júlí skuli njóta tollfrelsis. Einungis eru svokallaðar upprunareglur nánar útfærðar í samningnum sem fjalla um það hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að vörur njóti fríðindameðferðar.Geðþóttaákvörðun Hvaða reglur gilda þá um tímamarkið? Engar sérstakar reglur um það hafa verið gefnar út af stjórnvöldum. Á vef utanríkisráðuneytisins eru engar upplýsingar um það að finna. Tollembættið virðist hins vegar vera með svör við þessu á hreinu. Samkvæmt þeirra „ákvörðun“ gildir fríðindameðferðin einungis fyrir vörur sem leggja af stað frá Kína eftir gildistökuna, það er 1. júlí. Það er að segja, til að njóta tollfríðindanna samkvæmt fríverslunarsamningnum þarf varan að hafa lagt af stað frá Kína eftir 1. júlí. Það geta liðið margir mánuðir frá því að vara er pöntuð og þangað til að hún er komin til landsins frá Kína. Þar af leiðandi segir gildistakan einungis hálfa söguna, því miður. Í sjálfu sér kemur ákvörðun Tollembættisins ekki á óvart. Þetta gæti verið verra. Þeir hefðu til dæmis getað ákveðið að fríðindameðferðin gildi bara um þær vörur sem byrjað var að framleiða í Kína eftir 1. júlí. Það hljómar kannski langsótt, en er það mikið óeðlilegra en að miða við þann dag sem varan leggur af stað frá Kína? Hvað liggur þarna að baki, annað en að kreista síðustu tolltekjurnar í ríkiskassann? Er eðlilegt að þetta sé háð geðþóttaákvörðun Tollembættisins? Væri ekki nærtækara að miða við þann dag sem vörur frá Kína eru tollaðar? Það er jú dagurinn sem tollurinn er lagður á vöruna, en ekki þegar varan er að leggja af stað hinum megin á hnettinum. Eflaust má deila um það hvort ákvörðun Tollembættisins samrýmist markmiðum fríverslunarsamningsins, en höfundi þykir heldur langt seilst, til að girða fyrir áhrif samningsins sem lengst, en á meðan borgar neytandinn meira.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun