Er eitthvað að frétta af náttúrupassa? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2014 07:00 Eitt fyrsta verk stjórnarmeirihlutans eftir kosningarnar í fyrra var að lækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 14% í 7%. Þegar það var gert var áætlað að tekjur ríkissjóðs myndu lækka um 1,5 milljarða í ár vegna þessa. Ljóst er að tekjutapið er miklu meira, vegna þess að ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Ríkisstjórnin er nefnilega þeirrar skoðunar að ríkissjóður eigi að sækja sem allra minnstar tekjur til atvinnuveganna, jafnvel þótt starfsemin blómstri sem aldrei fyrr. Atvinnurekendur, hvort heldur í ferðþjónustu eða sjávarútvegi, eru sterkur hagsmunahópur. Ríkisstjórnin vill ekki styggja þá og einungis leggja þau gjöld á atvinnuvegina sem „full sátt er um“. Eins og það sé líklegt að hagsmunahópar segi einhvern tímann: „já, þetta er sanngjarnt, við ráðum vel við þetta.“ Ef atvinnuvegirnir leggja ekki sinn skerf til samfélagsþjónustunnar, þá verður skattbyrði hinna – launafólks – þyngri. Það er ekki flóknara en það. Í stað almennrar skattlagningar vill stjórnarmeirihlutinn leggja á gjöld; þeir borga sem njóta. Nú er liðið meira en ár síðan ruglið um náttúrupassann byrjaði. Gjaldtökuna sem allir eiga að vera sáttir við. Landeigendur eru svo sáttir við málatilbúnaðinn, að þeir hafa lagst út í lögleysu og innheimt gjöld af fólki sem á leið um lendur þeirra. Ferðamálaráðherrann er steinhissa, skilja menn ekki að hún er að leysa þetta, hefur átt fundi með fjölda fólks um málið. Auðvitað hefur ekkert komið út úr þeim fundarhöldum öllum saman. Engar tillögur eru komnar fram. Í stjórnarandstöðu var ráðherrann hávaðasöm um að ekki mætti leggja á gjöld sem varða ferðaþjónustuna nema með góðum – löngum – fyrirvara. Mig minnir að í þeirri andrá hafi verið talað um allt að 18 mánuði. Ef ríkistjórnin leggur fram tillögur strax á haustþingi um hvernig haga eigi tekjuöflun til að standa undir uppbyggingu innviða í þessari nú mikilvægustu eða næstmikilvægustu atvinnugrein landsins, má gera ráð fyrir að þær ráðstafanir taki gildi árið 2016. Það er nú aldeilis munur að hafa röggsamt fólk í brúnni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt fyrsta verk stjórnarmeirihlutans eftir kosningarnar í fyrra var að lækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 14% í 7%. Þegar það var gert var áætlað að tekjur ríkissjóðs myndu lækka um 1,5 milljarða í ár vegna þessa. Ljóst er að tekjutapið er miklu meira, vegna þess að ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Ríkisstjórnin er nefnilega þeirrar skoðunar að ríkissjóður eigi að sækja sem allra minnstar tekjur til atvinnuveganna, jafnvel þótt starfsemin blómstri sem aldrei fyrr. Atvinnurekendur, hvort heldur í ferðþjónustu eða sjávarútvegi, eru sterkur hagsmunahópur. Ríkisstjórnin vill ekki styggja þá og einungis leggja þau gjöld á atvinnuvegina sem „full sátt er um“. Eins og það sé líklegt að hagsmunahópar segi einhvern tímann: „já, þetta er sanngjarnt, við ráðum vel við þetta.“ Ef atvinnuvegirnir leggja ekki sinn skerf til samfélagsþjónustunnar, þá verður skattbyrði hinna – launafólks – þyngri. Það er ekki flóknara en það. Í stað almennrar skattlagningar vill stjórnarmeirihlutinn leggja á gjöld; þeir borga sem njóta. Nú er liðið meira en ár síðan ruglið um náttúrupassann byrjaði. Gjaldtökuna sem allir eiga að vera sáttir við. Landeigendur eru svo sáttir við málatilbúnaðinn, að þeir hafa lagst út í lögleysu og innheimt gjöld af fólki sem á leið um lendur þeirra. Ferðamálaráðherrann er steinhissa, skilja menn ekki að hún er að leysa þetta, hefur átt fundi með fjölda fólks um málið. Auðvitað hefur ekkert komið út úr þeim fundarhöldum öllum saman. Engar tillögur eru komnar fram. Í stjórnarandstöðu var ráðherrann hávaðasöm um að ekki mætti leggja á gjöld sem varða ferðaþjónustuna nema með góðum – löngum – fyrirvara. Mig minnir að í þeirri andrá hafi verið talað um allt að 18 mánuði. Ef ríkistjórnin leggur fram tillögur strax á haustþingi um hvernig haga eigi tekjuöflun til að standa undir uppbyggingu innviða í þessari nú mikilvægustu eða næstmikilvægustu atvinnugrein landsins, má gera ráð fyrir að þær ráðstafanir taki gildi árið 2016. Það er nú aldeilis munur að hafa röggsamt fólk í brúnni.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar