Þjóðin gerir tilraun til valdaráns Guðmundur Gunnarsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 Enn eina ferðina reynir ritstjóri Fréttablaðsins að kasta rýrð á vinnu Stjórnlagaráðs og kallar niðurstöðu ráðsins misheppnaðan hrærigraut. Þetta segir ritstjórinn þrátt fyrir að frumvarp Stjórnlagaráðs hafi verið unnið með aðstoð færustu stjórnlagafræðinga landsins og auk þess reist á viðamikilli skýrslu Stjórnlaganefndar. Þar til viðbótar voru tillögur Stjórnlagaráðs reistar í nýlegum endurskoðunum sem framkvæmdar höfðu verið á nokkrum stjórnarskrám í heiminum, þó aðallega í Evrópu. Valdaflokkarnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkur berjast með öllum sínum fjölmiðlum gegn því að þjóðin fái aðkomu að því hvort og hvernig Stjórnarskráin verði endurskoðuð. Stjórnarskrármálið er dæmigert fyrir íslenskt valdakerfi. Stjórnmálamenn vilja ákveða sjálfir hvort breyta eigi einhverju í Stjórnarskránni og þá hverju og hvernig það sé gert. Þeir handvelja aðila í málið sem hafa ásættanlega skoðun á málinu og þola ekki afskipti almennings af þessu máli. Nú er í gangi ferli sem endurspeglar valdníðslu þeirra sem sitja í Stjórnarráði Íslands.Vegið að valdastétt Þegar niðurstaða Stjórnlagaráðs lá fyrir opinberaðist það fyrir almenningi að hinni íslensku valdastétt þótti illa að sér vegið. Þjóðin virtist ætla að gera valdarán, vildi taka til sín þau völd sem fámennur hópur hafði náð til sín í gegnum göt á úreltri Stjórnarskrá. Afgerandi niðurstaða varð í þjóðaratkvæðagreiðslunni, 73.509 samþykktu eða 31% kosningabærra manna og þeir sem höfnuðu voru 36.302 eða 16% kosningabærra manna. Aldrei í sögu nokkurs lýðræðisríkis hefur það gerst að valdhafar hafi farið gegn jafn afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, þaðan af síður að valdhafar grípi til þess örþrifaráðs að gefa sér atkvæði þeirra sem heima sátu. Í öllum lýðræðislegum kosningum er það niðurstaða þeirra sem mæta á kjörstað sem ræður. Þegar talsmenn íslenskra valdhafa áttuðu sig á að þeir hefðu orðið sér til háðungar um hinn lýðræðislega heim, var gripið til örvæntingarfullra skýringa eins og ritstjórinn er með: „Þjóðaratkvæðagreiðslan var síðan líka gölluð; þar var spurt spurninga um sum mikilvæg atriði stjórnlaganna en ekki önnur, þannig að hún veitti heldur takmarkaða leiðsögn.“ Íslenska afbrigðið er að ef almúginn kýs ekki í samræmi við vilja valdastéttarinnar, þá hefur lýðurinn fengið ranga tilsögn.Valdið stjórnarskrárvarið Vald þjóðarinnar er stjórnarskrárvarið, það er hún sem setur stjórnvöldum leikreglur. Í þjóðaratkvæðagreiðslum ræðst niðurstaðan ætíð af vilja meirihluta þeirra kjósenda sem mæta á kjörstað og taka þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi sem beint er gegn henni. Vilji þjóðarinnar er vilji samfélagsheildarinnar og sá vilji fer saman við almannahagsmuni. Stjórnvald sem vill kallast réttmætt á hverju sinni að lúta skilyrðislaust niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn án nokkurra skilyrða niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt, annað er grímulaust valdarán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina reynir ritstjóri Fréttablaðsins að kasta rýrð á vinnu Stjórnlagaráðs og kallar niðurstöðu ráðsins misheppnaðan hrærigraut. Þetta segir ritstjórinn þrátt fyrir að frumvarp Stjórnlagaráðs hafi verið unnið með aðstoð færustu stjórnlagafræðinga landsins og auk þess reist á viðamikilli skýrslu Stjórnlaganefndar. Þar til viðbótar voru tillögur Stjórnlagaráðs reistar í nýlegum endurskoðunum sem framkvæmdar höfðu verið á nokkrum stjórnarskrám í heiminum, þó aðallega í Evrópu. Valdaflokkarnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkur berjast með öllum sínum fjölmiðlum gegn því að þjóðin fái aðkomu að því hvort og hvernig Stjórnarskráin verði endurskoðuð. Stjórnarskrármálið er dæmigert fyrir íslenskt valdakerfi. Stjórnmálamenn vilja ákveða sjálfir hvort breyta eigi einhverju í Stjórnarskránni og þá hverju og hvernig það sé gert. Þeir handvelja aðila í málið sem hafa ásættanlega skoðun á málinu og þola ekki afskipti almennings af þessu máli. Nú er í gangi ferli sem endurspeglar valdníðslu þeirra sem sitja í Stjórnarráði Íslands.Vegið að valdastétt Þegar niðurstaða Stjórnlagaráðs lá fyrir opinberaðist það fyrir almenningi að hinni íslensku valdastétt þótti illa að sér vegið. Þjóðin virtist ætla að gera valdarán, vildi taka til sín þau völd sem fámennur hópur hafði náð til sín í gegnum göt á úreltri Stjórnarskrá. Afgerandi niðurstaða varð í þjóðaratkvæðagreiðslunni, 73.509 samþykktu eða 31% kosningabærra manna og þeir sem höfnuðu voru 36.302 eða 16% kosningabærra manna. Aldrei í sögu nokkurs lýðræðisríkis hefur það gerst að valdhafar hafi farið gegn jafn afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, þaðan af síður að valdhafar grípi til þess örþrifaráðs að gefa sér atkvæði þeirra sem heima sátu. Í öllum lýðræðislegum kosningum er það niðurstaða þeirra sem mæta á kjörstað sem ræður. Þegar talsmenn íslenskra valdhafa áttuðu sig á að þeir hefðu orðið sér til háðungar um hinn lýðræðislega heim, var gripið til örvæntingarfullra skýringa eins og ritstjórinn er með: „Þjóðaratkvæðagreiðslan var síðan líka gölluð; þar var spurt spurninga um sum mikilvæg atriði stjórnlaganna en ekki önnur, þannig að hún veitti heldur takmarkaða leiðsögn.“ Íslenska afbrigðið er að ef almúginn kýs ekki í samræmi við vilja valdastéttarinnar, þá hefur lýðurinn fengið ranga tilsögn.Valdið stjórnarskrárvarið Vald þjóðarinnar er stjórnarskrárvarið, það er hún sem setur stjórnvöldum leikreglur. Í þjóðaratkvæðagreiðslum ræðst niðurstaðan ætíð af vilja meirihluta þeirra kjósenda sem mæta á kjörstað og taka þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi sem beint er gegn henni. Vilji þjóðarinnar er vilji samfélagsheildarinnar og sá vilji fer saman við almannahagsmuni. Stjórnvald sem vill kallast réttmætt á hverju sinni að lúta skilyrðislaust niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn án nokkurra skilyrða niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt, annað er grímulaust valdarán.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun