Formula 1 notaði 33.200 dekk Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 15:06 33.200 svona dekk lágu í valnum. Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent
Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent