Um forgangsröðun Valgerður Bjarnadóttir skrifar 30. júní 2014 00:01 Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði í hátíðarræðu sinni 17. júní að framfarirnar sem orðið hafa í landinu á undanförnum áratugum hafi ekki nýst landinu öllu? Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýðveldistökuna? Ég held að svarið við báðum spurningunum sé nei. Það kom reyndar fram í máli ráðherrans að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að fólk flytjist í þéttbýli. Úr sveitum í þorp eða bæi og frá þorpum og bæjum á stærri þéttbýlissvæði. Enn má spyrja og nú hvort það sé sérstakt hlutverk stjórnmálanna að sporna við þessari þróun? Svarið við því er líka nei. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálanna að stuðla að því að fólk hafi það sem best og geti lifað sem auðugustu lífi hvar sem það kýs að búa. En það er ekki hlutverk stjórnmálanna að berjast gegn þróuninni. Auðvitað hafa orðið gífurlegar framfarir um allt land. Það er óskynsamlegt að gefa annað í skyn. Samt sem áður getur verið full þörf á að styrkja innviði, samgöngur og fjarskipti til að nefna augljós verkefni. Ég hef minni áhyggjur af landsbyggðinni en því að 12.000 börn á Íslandi búi eða eigi á hættu að búa við fátækt, eins og fram kom í skýrslu sem birt var í apríl. Þessar áhyggjur dvína ekki þegar hugsað er til þess að landsbyggðin á öflugan her þingmanna sem heldur hag hennar á lofti. Börnin hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt. – Kannski er rétt að rifja upp að 7.000 manns búa á Vestfjörðum. Með fjárlögum samþykkti Alþingi að barnabætur yrðu 10,2 milljarðar á árinu. Reglur um úthlutun gefa tilefni til að ætla að afgangur verði og að tugir milljóna renni aftur í ríkissjóð. Eitt af síðustu verkum þingsins var að fella tillögu sem hefði tryggt að öll fjárhæðin rynni til barnafjölskyldna. Nú hyggst ríksstjórnin eyða umtalsverðum fjármunum í hreppaflutninga frá Hafnarfirði til Akureyrar. – Stundum skilur kona ekki forgangsröðunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði í hátíðarræðu sinni 17. júní að framfarirnar sem orðið hafa í landinu á undanförnum áratugum hafi ekki nýst landinu öllu? Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýðveldistökuna? Ég held að svarið við báðum spurningunum sé nei. Það kom reyndar fram í máli ráðherrans að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að fólk flytjist í þéttbýli. Úr sveitum í þorp eða bæi og frá þorpum og bæjum á stærri þéttbýlissvæði. Enn má spyrja og nú hvort það sé sérstakt hlutverk stjórnmálanna að sporna við þessari þróun? Svarið við því er líka nei. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálanna að stuðla að því að fólk hafi það sem best og geti lifað sem auðugustu lífi hvar sem það kýs að búa. En það er ekki hlutverk stjórnmálanna að berjast gegn þróuninni. Auðvitað hafa orðið gífurlegar framfarir um allt land. Það er óskynsamlegt að gefa annað í skyn. Samt sem áður getur verið full þörf á að styrkja innviði, samgöngur og fjarskipti til að nefna augljós verkefni. Ég hef minni áhyggjur af landsbyggðinni en því að 12.000 börn á Íslandi búi eða eigi á hættu að búa við fátækt, eins og fram kom í skýrslu sem birt var í apríl. Þessar áhyggjur dvína ekki þegar hugsað er til þess að landsbyggðin á öflugan her þingmanna sem heldur hag hennar á lofti. Börnin hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt. – Kannski er rétt að rifja upp að 7.000 manns búa á Vestfjörðum. Með fjárlögum samþykkti Alþingi að barnabætur yrðu 10,2 milljarðar á árinu. Reglur um úthlutun gefa tilefni til að ætla að afgangur verði og að tugir milljóna renni aftur í ríkissjóð. Eitt af síðustu verkum þingsins var að fella tillögu sem hefði tryggt að öll fjárhæðin rynni til barnafjölskyldna. Nú hyggst ríksstjórnin eyða umtalsverðum fjármunum í hreppaflutninga frá Hafnarfirði til Akureyrar. – Stundum skilur kona ekki forgangsröðunina.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun