Reynslusaga úr stórborginni Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. júní 2014 00:01 Ég samþykki deitbeiðnina eftir að hafa njósnað á Facebook og kortlagt sameiginlega vini okkar. Um leið og við göngum inn á veitingastaðinn sé ég þrjá kunningja mína sem forvitnum augum fylgjast laumulega með okkur. Við borðhaldið grípum við til þjóðlegu samtalshækjunnar og spyrjum út í skólagöngu hvort annars sem er í raun inngangur að þjóðaríþróttinni „þekkir þú þá þennan?“. Við erum í miðju kafi við að tengja saman að gamall bekkjarbróðir hans vinnur með mér og að vinkona mín sé barnsmóðir vinnufélaga hans þegar inn kemur kona sem ég þekki úr lagadeildinni. Mér til skelfingar gengur hún askvaðandi til okkar og ekki batnar það þegar í ljós kemur að þau þekkjast greinilega líka. Svo kemur spurningaflóð þar sem hún spyr æst hvenær við höfum byrjað saman. Við muldrum að við séum nú ekki saman; skömmustuleg þögnin sem fylgir kemur henni í skilning um hvað klukkan slær og glottið breiðist út á kinnar hennar. Svo stendur hún yfir okkur kankvís og útlistar hátt og snjallt möguleika okkar á hamingjusamri framtíð meðan við reynum að flýja aðstæður inn í eftirréttaseðilinn. Dómur fellur og við ku eiga séns þó við séum ólík. Þá vitum við það. Á rölti eftir matinn kemur hann auga á fyrrverandi kærustu sína (sem ég man eftir frá því í grunnskóla) og við afstýrum hugsanlega vandræðalegum endurfundum með því að stinga okkur inn í fyrsta leigubíl sem silast niður Laugaveginn. Undir stýri situr Gunni frændi og heilsar með virktum. Kveðjustundin í Vesturbænum var því skiljanlega með eindæmum óþægilega dönnuð. Ég geri ráð fyrir að öll móðurfjölskyldan hafi svo heyrt af piltinum sem skutlaði Hildi heim. Næstu daga barst mér fjöldi skilaboða frá spyrjandi vinum, því eins og góðu sjávarþorpi sæmir þá flýgur fiskisagan. Við kauði hins vegar sammæltumst um að vera ekkert í frekari samskiptum okkar í milli. Það er þó aldeilis gott að ég get gert ráð fyrir að rekast á hann alls staðar það sem eftir er. Það vantar fleira fólk á þetta land. Slökum á innflytjendastefnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég samþykki deitbeiðnina eftir að hafa njósnað á Facebook og kortlagt sameiginlega vini okkar. Um leið og við göngum inn á veitingastaðinn sé ég þrjá kunningja mína sem forvitnum augum fylgjast laumulega með okkur. Við borðhaldið grípum við til þjóðlegu samtalshækjunnar og spyrjum út í skólagöngu hvort annars sem er í raun inngangur að þjóðaríþróttinni „þekkir þú þá þennan?“. Við erum í miðju kafi við að tengja saman að gamall bekkjarbróðir hans vinnur með mér og að vinkona mín sé barnsmóðir vinnufélaga hans þegar inn kemur kona sem ég þekki úr lagadeildinni. Mér til skelfingar gengur hún askvaðandi til okkar og ekki batnar það þegar í ljós kemur að þau þekkjast greinilega líka. Svo kemur spurningaflóð þar sem hún spyr æst hvenær við höfum byrjað saman. Við muldrum að við séum nú ekki saman; skömmustuleg þögnin sem fylgir kemur henni í skilning um hvað klukkan slær og glottið breiðist út á kinnar hennar. Svo stendur hún yfir okkur kankvís og útlistar hátt og snjallt möguleika okkar á hamingjusamri framtíð meðan við reynum að flýja aðstæður inn í eftirréttaseðilinn. Dómur fellur og við ku eiga séns þó við séum ólík. Þá vitum við það. Á rölti eftir matinn kemur hann auga á fyrrverandi kærustu sína (sem ég man eftir frá því í grunnskóla) og við afstýrum hugsanlega vandræðalegum endurfundum með því að stinga okkur inn í fyrsta leigubíl sem silast niður Laugaveginn. Undir stýri situr Gunni frændi og heilsar með virktum. Kveðjustundin í Vesturbænum var því skiljanlega með eindæmum óþægilega dönnuð. Ég geri ráð fyrir að öll móðurfjölskyldan hafi svo heyrt af piltinum sem skutlaði Hildi heim. Næstu daga barst mér fjöldi skilaboða frá spyrjandi vinum, því eins og góðu sjávarþorpi sæmir þá flýgur fiskisagan. Við kauði hins vegar sammæltumst um að vera ekkert í frekari samskiptum okkar í milli. Það er þó aldeilis gott að ég get gert ráð fyrir að rekast á hann alls staðar það sem eftir er. Það vantar fleira fólk á þetta land. Slökum á innflytjendastefnunni.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun