Um öryggi Íslands Einar Benediktsson skrifar 26. júní 2014 07:00 Íslendingar virðast margir haldnir þeirri trú að lega landsins og herleysi skapi okkur sérstöðu um friðsemd í okkar heimshluta. Allt fram á árið 2014 mátti líka halda því fram að öryggi okkar væri tryggt með aðildinni að NATO, varnarsamningnum við Bandaríkin ásamt tímabundinni loftrýmisgæslu, einnig með þátttöku flugherja Svíþjóðar og Finnlands utan NATO. Þá varð það til mestu óheilla, að Rússar veittust að Úkraínu með valdbeitingu og yfirtóku Krímskaga. Landamærum Evrópu var breytt eins og við innlimun Austurríkis af Þjóðverjum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. En sagan er því miður ekki þar með öll. Einmitt þegar Rússar höfðu gripið til aðgerða gagnvart Úkraínu, koma yfirlýsingar Pútíns um stórátak í hervæðingu á norðursvæðinu. Stríðsaðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi sem gripið var til í Írak og Afganistan eftir árásina á Tvíburaturnana 2001, hafa borið allt annað en tilætlaðan árangur, eins og Javier Solana bendir á í Morgunblaðinu 21. júní. Bandaríkin eru vanmáttug um að koma á friðsamlegri sambúð sjíta og súnníta. Þá má ætla að Evrópuþjóðirnar axli sjálfar þá ábyrgð á eigin vörnum sem eðlileg er. Hvert verður þar hlutverk Evrópusambandsins á eftir að koma í ljós. Afstaða Norðurlanda undir forystu Norðmanna til varna og öryggis á Norðurslóðum tengist samvinnu við Bandaríkin. Þar er fengin leið í varnar- og öryggismálum sem tekur tillit til hagsmuna Íslands. Þessa þróun ber straumur sögunnar því innan vaxandi Evrópusamvinnu verður hlutur Norðurlandanna meiri, svo sem vera ber. Hlutverk Íslands í því samstarfi helgast af landlegu og allri fortíð þjóðarinnar sem óaðskiljanlegs hluta Evrópu. Öllu alvarlegri þróun en aðsteðjandi hernaðarógn eða ágengni Kínverja snertir nú efnahagslegt sjálfstæði Íslands. Þess hefur verið beðið að fyrir lægi endanleg dómsniðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna í uppgjöri Argentínu við vogunarsjóðina. Nú er niðurstaða fengin og að greiða beri kröfur sem urðu við bankahrunið í Argentínu 2001. Mikil málaferli hafa engu skilað nema kostnaði og að lánardrottnar eru í miklu sterkari stöðu en áður. Bent er á að þetta hafi sömu áhrif alls staðar í fjármálaheiminum. Ef Argentína þverskallast við að gera upp skuldirnar, blasir við áframhaldandi fjármálaleg einagrun með afar neikvæðum efnahagslegum afleiðingum – langtíma efnahagslegum fimbulvetri. Gæti þetta beðið okkar? Er það rétt, að aðrar kröfur en í þrotabú föllnu bankanna, svokölluð snjóhengja, séu slíkar að án viðunandi samninga við kröfuhafa reki Ísland í gjaldþrot? Við hljóta þá að blasa varanleg gjaldeyrishöft í vaxandi fátækt og landflótta fólks. Öllu verra væri að einmitt þeirri einu lausn, sem við getum vænst, væri rutt út af borðinu með þeirri ólánsaðgerð að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru stöðvaðar. Þegar síðar var gengið svo langt að slíta skyldi alveg viðræðunum féll yfir skriða mótmæla 40.000 Íslendinga. Margir töldu ekki eftir sér sporin á fundina á Austurvelli. Um skuldamálin og ESB er fjallað í skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um aðildarviðræðurnar. Þar er gert ráð fyrir að afnám fjármagnshafta verði eitt helsta samningamálið. Bent er á að miðað við reynslu annarra ríkja kæmu nokkrir farvegir til greina fyrir ESB til að styðja við afnám haftanna: 1. Slík aðstoð myndi ráðast á síðustu metrunum í aðildarviðræðunum og engar skuldbindingar af hálfu ESB myndu liggja fyrir fyrr en á síðustu metrunum og aðildarsamningur yrði gerður opinber. 2. Slík aðstoð myndi væntanlega vera hluti af áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3. ESB ásamt Evrópska seðlabankanum hafi þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Er ekki kominn tími til að forgangsraðað sé um aðgerðir sem leiða til þess að þjóðin njóti öryggis um farsæld í stað óvissu? Um það hefur rödd mótmælendanna heyrst skýrt og ákveðið á fundum sem kenna sig við Viðreisn. Sett er fram sú krafa að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og lítt eru ummæli Illuga Gunnarssonar á Hrafnseyri 17. júní Jóni Sigurðssyni til virðingar. Jón forseti var alþjóðasinni á vísu síns tíma. Nú er tími fyrir hagstjórn á nýjum grunni um frelsi í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn með fastgengi sem stefnir að upptöku evru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Íslendingar virðast margir haldnir þeirri trú að lega landsins og herleysi skapi okkur sérstöðu um friðsemd í okkar heimshluta. Allt fram á árið 2014 mátti líka halda því fram að öryggi okkar væri tryggt með aðildinni að NATO, varnarsamningnum við Bandaríkin ásamt tímabundinni loftrýmisgæslu, einnig með þátttöku flugherja Svíþjóðar og Finnlands utan NATO. Þá varð það til mestu óheilla, að Rússar veittust að Úkraínu með valdbeitingu og yfirtóku Krímskaga. Landamærum Evrópu var breytt eins og við innlimun Austurríkis af Þjóðverjum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. En sagan er því miður ekki þar með öll. Einmitt þegar Rússar höfðu gripið til aðgerða gagnvart Úkraínu, koma yfirlýsingar Pútíns um stórátak í hervæðingu á norðursvæðinu. Stríðsaðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi sem gripið var til í Írak og Afganistan eftir árásina á Tvíburaturnana 2001, hafa borið allt annað en tilætlaðan árangur, eins og Javier Solana bendir á í Morgunblaðinu 21. júní. Bandaríkin eru vanmáttug um að koma á friðsamlegri sambúð sjíta og súnníta. Þá má ætla að Evrópuþjóðirnar axli sjálfar þá ábyrgð á eigin vörnum sem eðlileg er. Hvert verður þar hlutverk Evrópusambandsins á eftir að koma í ljós. Afstaða Norðurlanda undir forystu Norðmanna til varna og öryggis á Norðurslóðum tengist samvinnu við Bandaríkin. Þar er fengin leið í varnar- og öryggismálum sem tekur tillit til hagsmuna Íslands. Þessa þróun ber straumur sögunnar því innan vaxandi Evrópusamvinnu verður hlutur Norðurlandanna meiri, svo sem vera ber. Hlutverk Íslands í því samstarfi helgast af landlegu og allri fortíð þjóðarinnar sem óaðskiljanlegs hluta Evrópu. Öllu alvarlegri þróun en aðsteðjandi hernaðarógn eða ágengni Kínverja snertir nú efnahagslegt sjálfstæði Íslands. Þess hefur verið beðið að fyrir lægi endanleg dómsniðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna í uppgjöri Argentínu við vogunarsjóðina. Nú er niðurstaða fengin og að greiða beri kröfur sem urðu við bankahrunið í Argentínu 2001. Mikil málaferli hafa engu skilað nema kostnaði og að lánardrottnar eru í miklu sterkari stöðu en áður. Bent er á að þetta hafi sömu áhrif alls staðar í fjármálaheiminum. Ef Argentína þverskallast við að gera upp skuldirnar, blasir við áframhaldandi fjármálaleg einagrun með afar neikvæðum efnahagslegum afleiðingum – langtíma efnahagslegum fimbulvetri. Gæti þetta beðið okkar? Er það rétt, að aðrar kröfur en í þrotabú föllnu bankanna, svokölluð snjóhengja, séu slíkar að án viðunandi samninga við kröfuhafa reki Ísland í gjaldþrot? Við hljóta þá að blasa varanleg gjaldeyrishöft í vaxandi fátækt og landflótta fólks. Öllu verra væri að einmitt þeirri einu lausn, sem við getum vænst, væri rutt út af borðinu með þeirri ólánsaðgerð að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru stöðvaðar. Þegar síðar var gengið svo langt að slíta skyldi alveg viðræðunum féll yfir skriða mótmæla 40.000 Íslendinga. Margir töldu ekki eftir sér sporin á fundina á Austurvelli. Um skuldamálin og ESB er fjallað í skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um aðildarviðræðurnar. Þar er gert ráð fyrir að afnám fjármagnshafta verði eitt helsta samningamálið. Bent er á að miðað við reynslu annarra ríkja kæmu nokkrir farvegir til greina fyrir ESB til að styðja við afnám haftanna: 1. Slík aðstoð myndi ráðast á síðustu metrunum í aðildarviðræðunum og engar skuldbindingar af hálfu ESB myndu liggja fyrir fyrr en á síðustu metrunum og aðildarsamningur yrði gerður opinber. 2. Slík aðstoð myndi væntanlega vera hluti af áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3. ESB ásamt Evrópska seðlabankanum hafi þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Er ekki kominn tími til að forgangsraðað sé um aðgerðir sem leiða til þess að þjóðin njóti öryggis um farsæld í stað óvissu? Um það hefur rödd mótmælendanna heyrst skýrt og ákveðið á fundum sem kenna sig við Viðreisn. Sett er fram sú krafa að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og lítt eru ummæli Illuga Gunnarssonar á Hrafnseyri 17. júní Jóni Sigurðssyni til virðingar. Jón forseti var alþjóðasinni á vísu síns tíma. Nú er tími fyrir hagstjórn á nýjum grunni um frelsi í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn með fastgengi sem stefnir að upptöku evru.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar