Borgaralegt frjálslyndi og alþýðlegt íhald Þórarinn Hjartarson skrifar 25. júní 2014 06:45 Eftir bæjarstjórnakosningarnar hafa frjálslyndir fjölmenningarsinnar gert harða hríð að Framsóknarflokknum út af moskumálinu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gaf útlendingaandúð undir fótinn og græddi atkvæði á því. Að gera moskumálið eftir á að spurningu um skipulagsmál var hentistefna hjá Sigmundi Davíð þegar réttindi trúarhópa eru auðvitað prinsippmál. ESB-sinnar fjandskapast við Framsóknarflokkinn og þykir gott að geta bendlað hann við þjóðrembu, helst rasisma. Fjölmenning er jú ein helsta yfirskrift Evrópusamrunans. Það er þó vonum seinna að upp komi umræða um innflytjendamál og fjölmenningu á Íslandi. Hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er nú nálægt 10 prósentum og ferðamenn á síðasta ári voru um 800 þúsund. Hraðfara breyting og margt sem ræða þarf. Kosningaumræðan í Reykjavík var á sinn hátt endurómur af umræðu úti í Evrópu eftir kosningar til Evrópuþingsins nokkrum dögum áður. Þar unnu hægrisinnaðir ESB-andstæðingar stórsigur í Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og miklu víðar, en Syrisa, vinstriróttækur andstæðingur ESB, varð langstærsti flokkurinn í Grikklandi. ESB skelfur. Viðbrögðin urðu mjög þau sömu og á Íslandi. Frjálslyndir borgaraflokkar og sósíaldemókratar og jafnvel vinstrikratar semja sátt sín á milli þegar berjast skal við þennan popúlíska straum. Frjálslyndið er í húfi og fjölmenningin – og Evrópuhugsjónin.Spyrja ekki um stéttarhagsmuni Það gerir þessum flokkum auðveldara en ella að standa saman, að þeir hafa allir gengist inn á hagstjórnarprinsipp klassískrar frjálshyggju. Enginn þeirra spyr lengur um stéttarhagsmuni á bak við stjórnmál, allir horfa frá sjónarhóli „atvinnuveganna“. Skipting stjórnmála eftir ásnum hægri vinstri leysist upp og hverfur. Á Íslandi líka. Samfylkingin hefur gengið braut markaðshyggju frá byrjun og VG komst inn á hana með hjálp AGS. Á meðan þeir bölva nýfrjálshyggjunni gleypa þeir kjarna hennar án þess að flökra við né ropa. Aðferðir klassískrar frjálshyggju eru sjálfur grunnurinn undir ESB, reglurnar um hinn frjálsa sameiginlega markað: frjálst flæði vöru, fjármagns, vinnuafls og þjónustu milli landa, hnattvæðingarreglur auðhringanna sem Brusselskrifræðið sér um að fylgja eftir. Gagnrýni íhaldssamra ESB-andstæðinga í Evrópuþingkosningum beinist einmitt mjög að „fjórfrelsinu“. Þeir gagnrýna það að afgerandi svið eins og stefnan í innflytjendamálum skuli dregin undan valdi þjóðþinga. Frjálst flæði vinnuafls er þó bara ein hliðin, gagnrýnin gildir um vaxandi alhliða vald markaðsafla á kostnað kjörinna þjóðþinga og fullveldis. Slík gagnrýni hefur hingað til frekar komið frá vinstri væng, en kemur nú af vaxandi styrk frá hægri. Á meðan almenningur sér reyndar að andstaða æ fleiri vinstri flokka við frjálshyggjuna er í orði en ekki alvöru.Straumurinn fylgir ekki stórauðvaldinu Hinn hægrisinnaði straumur ESB-andstæðinga inniheldur örugglega ýmislegt gruggugt, allt yfir í hægri öfgar. En fráleitt er að afgreiða hann allan sem rasisma og öfgahægri. Fylkingin er miklu breiðari en svo, spannar til dæmis í Frakklandi og Englandi yfir fjórðung kjósenda. Svo mikið er víst að þessi straumur fylgir ekki stórauðvaldinu. Stórauðvald ESB stendur auðvitað á bak við hið frjálsa flæði sem þurrkar út landamæri álfunnar. Ekki síður stendur stórauðvaldið á bak við fjölmenningarstefnuna. Draumur þess er einmitt sundurleitur vinnumarkaður sundraðs farandverkalýðs. Þar sem einn hópur launafólks skilur ekki mál annars minnkar samstaðan.„Alþýðlegt íhald“ Ný pólitísk skipting er á milli frjálslyndrar frjálshyggju og íhaldssemi. Það er nær að kenna hina breiðu hægrifylkingu ESB-andstæðinga við „alþýðlegt íhald“ en hægri öfgar. Hún snýst nefnilega gegn elítunni. Það má vísast bendla hana við andfrjálslyndi, en ekki andlýðræði. Hún hafnar því afsali lýðræðis og fullveldis sem ESB stendur fyrir, því „andlýðræðislega skrímsli“ eins og Marine Le Pen kallar það réttilega. Svo gerist það að framið er valdarán í Úkraínu, sem kemur fasistum og nasistum í ríkisstjórn í fyrsta sinn í Evrópu frá 1945. Þeir myrða pólitíska andstæðinga sína undir kjörorðum sem sótt eru til nasistatímans í landinu. Valdaránið var stutt og beinlínis drifið áfram af Bandaríkjunum og ESB sem eru staðráðin í að keyra Úkraínu inn í NATO þótt það kosti borgarastríð og klofning landsins. Í framhaldinu er nýtt járntjald reist „í varnarskyni“ á landamærum Rússlands og mikil stríðsógn kölluð yfir Evrópu. Þetta er prófsteinn á lýðræðis- og mannréttindaástina. En frjálslyndir og krataflokkar Evrópu fylkja sér sem einn á bak við valdaránið og stefnu Bandaríkjanna og ESB. Marine Le Pen snýst hins vegar ákveðið gegn hinni herskáu stefnu Vesturveldanna og segir hiklaust að þjónkun ESB við Bandaríkin hafi leitt til Úkraínudeilunnar. Hvað um Ísland? Í vetur sýndi Gunnar Bragi Sveinsson vissa tilburði til sjálfstæðis í Úkraínudeilunni og gagnrýndi Evrópusambandið en síðan tók hentistefna Framsóknar sig upp og hann hefur kosið að ganga í takt við Vesturveldin. Hvað segja vinstri flokkarnir? Ekki eitt einasta orð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Eftir bæjarstjórnakosningarnar hafa frjálslyndir fjölmenningarsinnar gert harða hríð að Framsóknarflokknum út af moskumálinu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gaf útlendingaandúð undir fótinn og græddi atkvæði á því. Að gera moskumálið eftir á að spurningu um skipulagsmál var hentistefna hjá Sigmundi Davíð þegar réttindi trúarhópa eru auðvitað prinsippmál. ESB-sinnar fjandskapast við Framsóknarflokkinn og þykir gott að geta bendlað hann við þjóðrembu, helst rasisma. Fjölmenning er jú ein helsta yfirskrift Evrópusamrunans. Það er þó vonum seinna að upp komi umræða um innflytjendamál og fjölmenningu á Íslandi. Hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er nú nálægt 10 prósentum og ferðamenn á síðasta ári voru um 800 þúsund. Hraðfara breyting og margt sem ræða þarf. Kosningaumræðan í Reykjavík var á sinn hátt endurómur af umræðu úti í Evrópu eftir kosningar til Evrópuþingsins nokkrum dögum áður. Þar unnu hægrisinnaðir ESB-andstæðingar stórsigur í Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og miklu víðar, en Syrisa, vinstriróttækur andstæðingur ESB, varð langstærsti flokkurinn í Grikklandi. ESB skelfur. Viðbrögðin urðu mjög þau sömu og á Íslandi. Frjálslyndir borgaraflokkar og sósíaldemókratar og jafnvel vinstrikratar semja sátt sín á milli þegar berjast skal við þennan popúlíska straum. Frjálslyndið er í húfi og fjölmenningin – og Evrópuhugsjónin.Spyrja ekki um stéttarhagsmuni Það gerir þessum flokkum auðveldara en ella að standa saman, að þeir hafa allir gengist inn á hagstjórnarprinsipp klassískrar frjálshyggju. Enginn þeirra spyr lengur um stéttarhagsmuni á bak við stjórnmál, allir horfa frá sjónarhóli „atvinnuveganna“. Skipting stjórnmála eftir ásnum hægri vinstri leysist upp og hverfur. Á Íslandi líka. Samfylkingin hefur gengið braut markaðshyggju frá byrjun og VG komst inn á hana með hjálp AGS. Á meðan þeir bölva nýfrjálshyggjunni gleypa þeir kjarna hennar án þess að flökra við né ropa. Aðferðir klassískrar frjálshyggju eru sjálfur grunnurinn undir ESB, reglurnar um hinn frjálsa sameiginlega markað: frjálst flæði vöru, fjármagns, vinnuafls og þjónustu milli landa, hnattvæðingarreglur auðhringanna sem Brusselskrifræðið sér um að fylgja eftir. Gagnrýni íhaldssamra ESB-andstæðinga í Evrópuþingkosningum beinist einmitt mjög að „fjórfrelsinu“. Þeir gagnrýna það að afgerandi svið eins og stefnan í innflytjendamálum skuli dregin undan valdi þjóðþinga. Frjálst flæði vinnuafls er þó bara ein hliðin, gagnrýnin gildir um vaxandi alhliða vald markaðsafla á kostnað kjörinna þjóðþinga og fullveldis. Slík gagnrýni hefur hingað til frekar komið frá vinstri væng, en kemur nú af vaxandi styrk frá hægri. Á meðan almenningur sér reyndar að andstaða æ fleiri vinstri flokka við frjálshyggjuna er í orði en ekki alvöru.Straumurinn fylgir ekki stórauðvaldinu Hinn hægrisinnaði straumur ESB-andstæðinga inniheldur örugglega ýmislegt gruggugt, allt yfir í hægri öfgar. En fráleitt er að afgreiða hann allan sem rasisma og öfgahægri. Fylkingin er miklu breiðari en svo, spannar til dæmis í Frakklandi og Englandi yfir fjórðung kjósenda. Svo mikið er víst að þessi straumur fylgir ekki stórauðvaldinu. Stórauðvald ESB stendur auðvitað á bak við hið frjálsa flæði sem þurrkar út landamæri álfunnar. Ekki síður stendur stórauðvaldið á bak við fjölmenningarstefnuna. Draumur þess er einmitt sundurleitur vinnumarkaður sundraðs farandverkalýðs. Þar sem einn hópur launafólks skilur ekki mál annars minnkar samstaðan.„Alþýðlegt íhald“ Ný pólitísk skipting er á milli frjálslyndrar frjálshyggju og íhaldssemi. Það er nær að kenna hina breiðu hægrifylkingu ESB-andstæðinga við „alþýðlegt íhald“ en hægri öfgar. Hún snýst nefnilega gegn elítunni. Það má vísast bendla hana við andfrjálslyndi, en ekki andlýðræði. Hún hafnar því afsali lýðræðis og fullveldis sem ESB stendur fyrir, því „andlýðræðislega skrímsli“ eins og Marine Le Pen kallar það réttilega. Svo gerist það að framið er valdarán í Úkraínu, sem kemur fasistum og nasistum í ríkisstjórn í fyrsta sinn í Evrópu frá 1945. Þeir myrða pólitíska andstæðinga sína undir kjörorðum sem sótt eru til nasistatímans í landinu. Valdaránið var stutt og beinlínis drifið áfram af Bandaríkjunum og ESB sem eru staðráðin í að keyra Úkraínu inn í NATO þótt það kosti borgarastríð og klofning landsins. Í framhaldinu er nýtt járntjald reist „í varnarskyni“ á landamærum Rússlands og mikil stríðsógn kölluð yfir Evrópu. Þetta er prófsteinn á lýðræðis- og mannréttindaástina. En frjálslyndir og krataflokkar Evrópu fylkja sér sem einn á bak við valdaránið og stefnu Bandaríkjanna og ESB. Marine Le Pen snýst hins vegar ákveðið gegn hinni herskáu stefnu Vesturveldanna og segir hiklaust að þjónkun ESB við Bandaríkin hafi leitt til Úkraínudeilunnar. Hvað um Ísland? Í vetur sýndi Gunnar Bragi Sveinsson vissa tilburði til sjálfstæðis í Úkraínudeilunni og gagnrýndi Evrópusambandið en síðan tók hentistefna Framsóknar sig upp og hann hefur kosið að ganga í takt við Vesturveldin. Hvað segja vinstri flokkarnir? Ekki eitt einasta orð.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar