Flókin staða í Írak Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. júní 2014 06:00 Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. Eftir að þessi átök hófust í Írak hafa margir orðið til að færa rök fyrir því að upplausnina í landinu megi rekja til ákvörðunar vestrænna ríkja, undir forystu Bandaríkjanna, um að ráðast inn í landið árið 2003 og steypa Saddam Hussein af stóli. Það er margt til í þeirri gagnrýni, en hún er þó ekki að öllu leyti réttmæt. Innrásin var vissulega mistök og byggð á fölskum forsendum um gereyðingarvopn, sem Saddam átti ekki lengur. Það voru líka áreiðanlega slæm mistök að hreinsa jafnrækilega út úr stofnunum samfélagsins og gert var, þar á meðal hernum. Margir ISIS-liðar eru vel þjálfaðir fyrrverandi liðsmenn í her Saddams. Ekki fer heldur á milli mála að stjórnvöldum í Írak, undir forystu Núrís al Maliki forsætisráðherra, hefur mistekizt hrapallega að tryggja samstjórn allra þjóðernis- og trúarhópa í landinu, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að halda þessu brothætta ríki saman. Hins vegar virðist oft gleymast að Saddam hélt Írak saman með harðstjórn, kúgun og manndrápum. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn þeirra sem tóku ákvörðun um innrásina á sínum tíma, benti í grein í Financial Times um helgina á að mönnum yfirsæist gjarnan tvennt í umræðunni um orsakir núverandi ástand í landinu. Annars vegar að ISIS hafi getað nýtt ringulreiðina í Sýrlandi til að skipuleggja sókn sína í Írak. Aðgerðaleysi Vesturlanda hafi að því leyti haft alvarlegar afleiðingar. Hins vegar bendir Blair á að byltingarhreyfingin, sem kennd er við arabíska vorið, hefði fyrr eða síðar komið til Íraks. Svar Saddams við henni, hefði hann enn verið við völd, hefði væntanlega verið meira í stíl við viðbrögð Bashar al-Assads í Sýrlandi en Hosni Mubaraks í Egyptalandi. Blair heldur því þannig fram að jafnvel þótt engin innrás hefði verið gerð 2003 væri samt stórt vandamál við að glíma í Írak þessa dagana. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks til að aðstoða stjórnarherinn við að verjast ISIS. Stjórn al-Malikis biður um loftárásir á sveitir samtakanna, en í ljósi sögunnar er afar vafasamt að stjórn Obamas Bandaríkjaforseta hafi nokkurn pólitískan stuðning til að ráðast aftur í hernaðaraðgerðir í Írak. Staðan þar, rétt eins og í Sýrlandi, er skelfilega flókin og ekki auðvelt að sjá hvernig á að koma í veg fyrir að átökin magnist enn. Sem stendur er það rétt afstaða sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti fram á fundum með íröskum stjórnvöldum í gær, að skilyrða hvers kyns aðstoð Bandaríkjanna við að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu, þar sem meirihluti sjía deili raunverulega völdum með súnníum og Kúrdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. Eftir að þessi átök hófust í Írak hafa margir orðið til að færa rök fyrir því að upplausnina í landinu megi rekja til ákvörðunar vestrænna ríkja, undir forystu Bandaríkjanna, um að ráðast inn í landið árið 2003 og steypa Saddam Hussein af stóli. Það er margt til í þeirri gagnrýni, en hún er þó ekki að öllu leyti réttmæt. Innrásin var vissulega mistök og byggð á fölskum forsendum um gereyðingarvopn, sem Saddam átti ekki lengur. Það voru líka áreiðanlega slæm mistök að hreinsa jafnrækilega út úr stofnunum samfélagsins og gert var, þar á meðal hernum. Margir ISIS-liðar eru vel þjálfaðir fyrrverandi liðsmenn í her Saddams. Ekki fer heldur á milli mála að stjórnvöldum í Írak, undir forystu Núrís al Maliki forsætisráðherra, hefur mistekizt hrapallega að tryggja samstjórn allra þjóðernis- og trúarhópa í landinu, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að halda þessu brothætta ríki saman. Hins vegar virðist oft gleymast að Saddam hélt Írak saman með harðstjórn, kúgun og manndrápum. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn þeirra sem tóku ákvörðun um innrásina á sínum tíma, benti í grein í Financial Times um helgina á að mönnum yfirsæist gjarnan tvennt í umræðunni um orsakir núverandi ástand í landinu. Annars vegar að ISIS hafi getað nýtt ringulreiðina í Sýrlandi til að skipuleggja sókn sína í Írak. Aðgerðaleysi Vesturlanda hafi að því leyti haft alvarlegar afleiðingar. Hins vegar bendir Blair á að byltingarhreyfingin, sem kennd er við arabíska vorið, hefði fyrr eða síðar komið til Íraks. Svar Saddams við henni, hefði hann enn verið við völd, hefði væntanlega verið meira í stíl við viðbrögð Bashar al-Assads í Sýrlandi en Hosni Mubaraks í Egyptalandi. Blair heldur því þannig fram að jafnvel þótt engin innrás hefði verið gerð 2003 væri samt stórt vandamál við að glíma í Írak þessa dagana. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks til að aðstoða stjórnarherinn við að verjast ISIS. Stjórn al-Malikis biður um loftárásir á sveitir samtakanna, en í ljósi sögunnar er afar vafasamt að stjórn Obamas Bandaríkjaforseta hafi nokkurn pólitískan stuðning til að ráðast aftur í hernaðaraðgerðir í Írak. Staðan þar, rétt eins og í Sýrlandi, er skelfilega flókin og ekki auðvelt að sjá hvernig á að koma í veg fyrir að átökin magnist enn. Sem stendur er það rétt afstaða sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti fram á fundum með íröskum stjórnvöldum í gær, að skilyrða hvers kyns aðstoð Bandaríkjanna við að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu, þar sem meirihluti sjía deili raunverulega völdum með súnníum og Kúrdum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun