Hver er aðal persónan í lífi þínu? Hildur Þórðardóttir skrifar 16. júní 2014 07:00 Ertu alltaf með áhyggjur af því að öðrum líði vel, að þeir verði ekki reiðir eða fari í fýlu? Ertu meira í að láta drauma annarra rætast en þína eigin? Heldurðu að þú verðir hamingjusöm ef þú hjálpar öðrum að hætta að drekka, reykja eða líða illa? Sumir eru snillingar í að geta sér til um þarfir fólks og leggja sig í líma við að uppfylla þær. Þeir álíta sig jafnvel ábyrga fyrir gjörðum annarra og hegðun, þörfum þeirra og vali, vellíðan eða skorti á vellíðan. Ef hjálp þeirra er ekki metin verða þeir sárir og finnst aðrir vanþakklátir. Svo verða þeir líka sárir að enginn skuli gera það sama fyrir þá. Samt fyllast þeir hræðilegri sektarkennd ef einhver réttir þeim hjálparhönd. Þetta fólk segir já þótt það vilji frekar segja nei og fyllist svo pirringi yfir að hafa allt of mikið að gera. Orðið nei er ekki til í orðaforðanum, nema helst til að neita sjálfum sér um eitthvað. Ef aðrir eru ekki nógu snöggir að sinna sínum verkefnum, gerir hinn meðvirki það og fyllist gremju yfir að þurfa alltaf að gera allt.Vanvirkt heimili Meðvirkni er þegar okkur finnst við ekki eiga rétt á því að hafa grunnþarfir og langanir og að þarfir og langanir annarra skipta meira máli en okkar eigin. Flestir halda að meðvirkni sé bundin við óhóflega drykkju eða ofbeldi á heimili, en í raun tengist hún miklu frekar vanvirkum aðstæðum í æsku. Heimili er vanvirkt ef ekki má sýna reiði og gremju, ef vonbrigði eru falin með Pollýönnuviðhorfi og kvíði og ótti bældir niður. Meðvirkir hugsa um allt sem þeir ættu að gera og það er langur listi því þeir eru svo duglegir að taka að sér verkefni og fullir ábyrgðarkenndar. En listinn virkar svo yfirþyrmandi að þeir fyllast verkstoli og missa framkvæmdaþrekið. Þeir skammast sín fyrir letina og fyrir sjálfa sig. Þeir eru sannfærðir um að þeir séu ekki nógu góðir og eru sífellt að brjóta sjálfa sig niður með neikvæðum hugsunum. Svo fyrtast þeir við ef einhver dirfist að gagnrýna þá. Þeir fara í vörn eða reiðast og telja sig alltaf hafa á réttu að standa. Þeir eiga erfitt með að taka hrósi en samt eru þeir vonsviknir yfir að fá aldrei viðurkenningu fyrir allt sem þeir gera fyrir aðra. Meðvirkni er í stuttu máli lágt sjálfsmat og getuleysi til að standa með sjálfum sér. Meðvirkni er því ekki sjúkdómur heldur lærð hegðun, samskiptamunstur, hugsunarháttur og viðhorf. Þegar fólk gerir sér grein fyrir meðvirkni er hægt að vinna bug á henni. Með því að vinna í gömlu tilfinningunum og hleypa þeim upp á yfirborðið má sleppa skelinni og leyfa okkur sjálfum að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ertu alltaf með áhyggjur af því að öðrum líði vel, að þeir verði ekki reiðir eða fari í fýlu? Ertu meira í að láta drauma annarra rætast en þína eigin? Heldurðu að þú verðir hamingjusöm ef þú hjálpar öðrum að hætta að drekka, reykja eða líða illa? Sumir eru snillingar í að geta sér til um þarfir fólks og leggja sig í líma við að uppfylla þær. Þeir álíta sig jafnvel ábyrga fyrir gjörðum annarra og hegðun, þörfum þeirra og vali, vellíðan eða skorti á vellíðan. Ef hjálp þeirra er ekki metin verða þeir sárir og finnst aðrir vanþakklátir. Svo verða þeir líka sárir að enginn skuli gera það sama fyrir þá. Samt fyllast þeir hræðilegri sektarkennd ef einhver réttir þeim hjálparhönd. Þetta fólk segir já þótt það vilji frekar segja nei og fyllist svo pirringi yfir að hafa allt of mikið að gera. Orðið nei er ekki til í orðaforðanum, nema helst til að neita sjálfum sér um eitthvað. Ef aðrir eru ekki nógu snöggir að sinna sínum verkefnum, gerir hinn meðvirki það og fyllist gremju yfir að þurfa alltaf að gera allt.Vanvirkt heimili Meðvirkni er þegar okkur finnst við ekki eiga rétt á því að hafa grunnþarfir og langanir og að þarfir og langanir annarra skipta meira máli en okkar eigin. Flestir halda að meðvirkni sé bundin við óhóflega drykkju eða ofbeldi á heimili, en í raun tengist hún miklu frekar vanvirkum aðstæðum í æsku. Heimili er vanvirkt ef ekki má sýna reiði og gremju, ef vonbrigði eru falin með Pollýönnuviðhorfi og kvíði og ótti bældir niður. Meðvirkir hugsa um allt sem þeir ættu að gera og það er langur listi því þeir eru svo duglegir að taka að sér verkefni og fullir ábyrgðarkenndar. En listinn virkar svo yfirþyrmandi að þeir fyllast verkstoli og missa framkvæmdaþrekið. Þeir skammast sín fyrir letina og fyrir sjálfa sig. Þeir eru sannfærðir um að þeir séu ekki nógu góðir og eru sífellt að brjóta sjálfa sig niður með neikvæðum hugsunum. Svo fyrtast þeir við ef einhver dirfist að gagnrýna þá. Þeir fara í vörn eða reiðast og telja sig alltaf hafa á réttu að standa. Þeir eiga erfitt með að taka hrósi en samt eru þeir vonsviknir yfir að fá aldrei viðurkenningu fyrir allt sem þeir gera fyrir aðra. Meðvirkni er í stuttu máli lágt sjálfsmat og getuleysi til að standa með sjálfum sér. Meðvirkni er því ekki sjúkdómur heldur lærð hegðun, samskiptamunstur, hugsunarháttur og viðhorf. Þegar fólk gerir sér grein fyrir meðvirkni er hægt að vinna bug á henni. Með því að vinna í gömlu tilfinningunum og hleypa þeim upp á yfirborðið má sleppa skelinni og leyfa okkur sjálfum að koma í ljós.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar