Hver er aðal persónan í lífi þínu? Hildur Þórðardóttir skrifar 16. júní 2014 07:00 Ertu alltaf með áhyggjur af því að öðrum líði vel, að þeir verði ekki reiðir eða fari í fýlu? Ertu meira í að láta drauma annarra rætast en þína eigin? Heldurðu að þú verðir hamingjusöm ef þú hjálpar öðrum að hætta að drekka, reykja eða líða illa? Sumir eru snillingar í að geta sér til um þarfir fólks og leggja sig í líma við að uppfylla þær. Þeir álíta sig jafnvel ábyrga fyrir gjörðum annarra og hegðun, þörfum þeirra og vali, vellíðan eða skorti á vellíðan. Ef hjálp þeirra er ekki metin verða þeir sárir og finnst aðrir vanþakklátir. Svo verða þeir líka sárir að enginn skuli gera það sama fyrir þá. Samt fyllast þeir hræðilegri sektarkennd ef einhver réttir þeim hjálparhönd. Þetta fólk segir já þótt það vilji frekar segja nei og fyllist svo pirringi yfir að hafa allt of mikið að gera. Orðið nei er ekki til í orðaforðanum, nema helst til að neita sjálfum sér um eitthvað. Ef aðrir eru ekki nógu snöggir að sinna sínum verkefnum, gerir hinn meðvirki það og fyllist gremju yfir að þurfa alltaf að gera allt.Vanvirkt heimili Meðvirkni er þegar okkur finnst við ekki eiga rétt á því að hafa grunnþarfir og langanir og að þarfir og langanir annarra skipta meira máli en okkar eigin. Flestir halda að meðvirkni sé bundin við óhóflega drykkju eða ofbeldi á heimili, en í raun tengist hún miklu frekar vanvirkum aðstæðum í æsku. Heimili er vanvirkt ef ekki má sýna reiði og gremju, ef vonbrigði eru falin með Pollýönnuviðhorfi og kvíði og ótti bældir niður. Meðvirkir hugsa um allt sem þeir ættu að gera og það er langur listi því þeir eru svo duglegir að taka að sér verkefni og fullir ábyrgðarkenndar. En listinn virkar svo yfirþyrmandi að þeir fyllast verkstoli og missa framkvæmdaþrekið. Þeir skammast sín fyrir letina og fyrir sjálfa sig. Þeir eru sannfærðir um að þeir séu ekki nógu góðir og eru sífellt að brjóta sjálfa sig niður með neikvæðum hugsunum. Svo fyrtast þeir við ef einhver dirfist að gagnrýna þá. Þeir fara í vörn eða reiðast og telja sig alltaf hafa á réttu að standa. Þeir eiga erfitt með að taka hrósi en samt eru þeir vonsviknir yfir að fá aldrei viðurkenningu fyrir allt sem þeir gera fyrir aðra. Meðvirkni er í stuttu máli lágt sjálfsmat og getuleysi til að standa með sjálfum sér. Meðvirkni er því ekki sjúkdómur heldur lærð hegðun, samskiptamunstur, hugsunarháttur og viðhorf. Þegar fólk gerir sér grein fyrir meðvirkni er hægt að vinna bug á henni. Með því að vinna í gömlu tilfinningunum og hleypa þeim upp á yfirborðið má sleppa skelinni og leyfa okkur sjálfum að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ertu alltaf með áhyggjur af því að öðrum líði vel, að þeir verði ekki reiðir eða fari í fýlu? Ertu meira í að láta drauma annarra rætast en þína eigin? Heldurðu að þú verðir hamingjusöm ef þú hjálpar öðrum að hætta að drekka, reykja eða líða illa? Sumir eru snillingar í að geta sér til um þarfir fólks og leggja sig í líma við að uppfylla þær. Þeir álíta sig jafnvel ábyrga fyrir gjörðum annarra og hegðun, þörfum þeirra og vali, vellíðan eða skorti á vellíðan. Ef hjálp þeirra er ekki metin verða þeir sárir og finnst aðrir vanþakklátir. Svo verða þeir líka sárir að enginn skuli gera það sama fyrir þá. Samt fyllast þeir hræðilegri sektarkennd ef einhver réttir þeim hjálparhönd. Þetta fólk segir já þótt það vilji frekar segja nei og fyllist svo pirringi yfir að hafa allt of mikið að gera. Orðið nei er ekki til í orðaforðanum, nema helst til að neita sjálfum sér um eitthvað. Ef aðrir eru ekki nógu snöggir að sinna sínum verkefnum, gerir hinn meðvirki það og fyllist gremju yfir að þurfa alltaf að gera allt.Vanvirkt heimili Meðvirkni er þegar okkur finnst við ekki eiga rétt á því að hafa grunnþarfir og langanir og að þarfir og langanir annarra skipta meira máli en okkar eigin. Flestir halda að meðvirkni sé bundin við óhóflega drykkju eða ofbeldi á heimili, en í raun tengist hún miklu frekar vanvirkum aðstæðum í æsku. Heimili er vanvirkt ef ekki má sýna reiði og gremju, ef vonbrigði eru falin með Pollýönnuviðhorfi og kvíði og ótti bældir niður. Meðvirkir hugsa um allt sem þeir ættu að gera og það er langur listi því þeir eru svo duglegir að taka að sér verkefni og fullir ábyrgðarkenndar. En listinn virkar svo yfirþyrmandi að þeir fyllast verkstoli og missa framkvæmdaþrekið. Þeir skammast sín fyrir letina og fyrir sjálfa sig. Þeir eru sannfærðir um að þeir séu ekki nógu góðir og eru sífellt að brjóta sjálfa sig niður með neikvæðum hugsunum. Svo fyrtast þeir við ef einhver dirfist að gagnrýna þá. Þeir fara í vörn eða reiðast og telja sig alltaf hafa á réttu að standa. Þeir eiga erfitt með að taka hrósi en samt eru þeir vonsviknir yfir að fá aldrei viðurkenningu fyrir allt sem þeir gera fyrir aðra. Meðvirkni er í stuttu máli lágt sjálfsmat og getuleysi til að standa með sjálfum sér. Meðvirkni er því ekki sjúkdómur heldur lærð hegðun, samskiptamunstur, hugsunarháttur og viðhorf. Þegar fólk gerir sér grein fyrir meðvirkni er hægt að vinna bug á henni. Með því að vinna í gömlu tilfinningunum og hleypa þeim upp á yfirborðið má sleppa skelinni og leyfa okkur sjálfum að koma í ljós.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun