Vinna lögfræðingar frítt, námsvist eða launalaus vinna? Gísli Logi Logason skrifar 16. júní 2014 07:00 Það hefur lengi vel verið við lýði að aðilar sæki út fyrir hinn akademíska þankagang og fari að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi. Nú á tíðum, sem og áður, stendur laganemum til boða að starfa hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í svokallaðri námsvist/starfsþjálfun. Það fyrirkomulag er til þess gert að gefa nemendum nasasjón af praktík á vinnumarkaðinum og gefa nemum færi á að kynnast reynsluheimi lögfræðinga. Í kringum námsvistina hefur verið gert regluverk. Í Háskóla Íslands eru reglur um námsvist nemenda í framhaldsnámi. Getur nemandi hlotið 6 einingar fyrir vinnu í 160 klukkustundir hjá viðurkenndri stofnun eða fyrirtæki. Um samskonar regluverk er að ræða fyrir Háskólann í Reykjavík, þar kemur fram að nemandi geti hlotið 7,5 einingar fyrir 150 klukkustundir af lögfræðistörfum. Einnig segir í reglunum Háskólans í Reykjavík að starfsnám skuli vera ólaunað, slíkt er ekki skilyrði í reglum Háskóla Íslands. Framboði námsvistar hefur vaxið fiskur um hrygg en það er í mörg horn að líta. Lögfræðistofur og stofnanir eru í auknum mæli farnar að sækja í laganema sem ólaunað vinnuafl. Þau störf sem unnin eru af laganemum í starfsnámi eru oft og tíðum útseld til viðskiptavina á lögfræðitaxta og eru arðbær fyrir fyrirtækið. Stofnanir geta einnig ráðið til sín launalaust nemendur, með sérfræðiþekkingu, til að sinna störfum sem annars þyrfti að manna með fullu- eða hlutastarfi launaðs lögfræðings. Hverjir hafa svo tök á því að fá nemendur í slíka námsvist? Eru einhver takmörk við það hvað lögmannsstofa, stofnun, fyrirtæki eða jafnvel einstaklingur sem er starfandi lögmaður geti í reynd ráðið marga ólaunaða laganema til starfa hjá sér? Hvernig er svo hægt að finna út hvort nemandinn sé að sinna námsvist í reynd eða að starfa í þágu vinnuveitanda, launalaust? Áhugaverður dómur féll í Bandaríkjunum varðandi námsvist í máli Alex Footmans og Eric Glatt gegn Fox. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í málinu að ekki væri heimilt að greiða þeim Alex og Eric engin laun fyrir vinnuframlag sitt þrátt fyrir að það væri sett upp sem starfsnám. Dómurinn tekur meðal annars mið af eldri dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna, Walling gegn Portland Terminal Co., og fer í mat á því hvað sé námsvist og hvað sé í reynd vinnuframlag í þágu vinnuveitanda.Skýr greinarmunur nauðsyn Það er áhugavert að skoða þann mælikvarða sem kemur fram í dómnum og reyna að rýna betur í hvað sé ólaunuð vinna og hvað sé námsvist. Farið er í sex atriði til viðmiðunar. (1) Það er gerð krafa um að þrátt fyrir að vinnuveitandi útvegi aðstöðu fyrir nemanda þarf að vera um að ræða þjálfun sem er samskonar og veitt er í akademísku umhverfi. (2) Reynsla nemanda þarf að vera í þágu hans en ekki vinnuveitanda. (3) Nemandi á ekki að koma í staðinn fyrir venjulegt starfsfólk eða sinna þess störfum heldur starfa undir handleiðslu annarra starfsmanna. (4) Vinnuveitandi sem veitir námsvist fær engan ávinning af starfi nemandans og í reynd gæti það þá heldur tafið fyrir öðru starfsfólki. (5)Starfsnemi á ekki endilega rétt á starfi við lok námsvistar og (6)bæði vinnuveitandi og nemi vita og gera sér grein fyrir því að staðan er ólaunuð. Það er ýmislegt sem vert er að skoða í þessum málum hérlendis. Lýtur námsvist á Íslandi samskonar takmörkunum sem skerpa á skilunum milli þess að vera launalaust starf eða námsvist? Það er afar mikilvægt að greina á milli hvað sé námsvist og hvað sé launalaust vinnuframlag meðal annars vegna þess að aflahæfi manna er verndað af stjórnarskrá og kjarasamningar gera ráð fyrir lágmarkslaunum. Mönnum er almennt ekki heimilt að semja um lægri laun en kjarasamningar kveða á um. Það þarf að vera skýr greinamunur á vinnuframlagi sem nýtur réttarverndar til launa og námsvistar sem er undanþegin slíkri launakröfu, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi vel verið við lýði að aðilar sæki út fyrir hinn akademíska þankagang og fari að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi. Nú á tíðum, sem og áður, stendur laganemum til boða að starfa hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í svokallaðri námsvist/starfsþjálfun. Það fyrirkomulag er til þess gert að gefa nemendum nasasjón af praktík á vinnumarkaðinum og gefa nemum færi á að kynnast reynsluheimi lögfræðinga. Í kringum námsvistina hefur verið gert regluverk. Í Háskóla Íslands eru reglur um námsvist nemenda í framhaldsnámi. Getur nemandi hlotið 6 einingar fyrir vinnu í 160 klukkustundir hjá viðurkenndri stofnun eða fyrirtæki. Um samskonar regluverk er að ræða fyrir Háskólann í Reykjavík, þar kemur fram að nemandi geti hlotið 7,5 einingar fyrir 150 klukkustundir af lögfræðistörfum. Einnig segir í reglunum Háskólans í Reykjavík að starfsnám skuli vera ólaunað, slíkt er ekki skilyrði í reglum Háskóla Íslands. Framboði námsvistar hefur vaxið fiskur um hrygg en það er í mörg horn að líta. Lögfræðistofur og stofnanir eru í auknum mæli farnar að sækja í laganema sem ólaunað vinnuafl. Þau störf sem unnin eru af laganemum í starfsnámi eru oft og tíðum útseld til viðskiptavina á lögfræðitaxta og eru arðbær fyrir fyrirtækið. Stofnanir geta einnig ráðið til sín launalaust nemendur, með sérfræðiþekkingu, til að sinna störfum sem annars þyrfti að manna með fullu- eða hlutastarfi launaðs lögfræðings. Hverjir hafa svo tök á því að fá nemendur í slíka námsvist? Eru einhver takmörk við það hvað lögmannsstofa, stofnun, fyrirtæki eða jafnvel einstaklingur sem er starfandi lögmaður geti í reynd ráðið marga ólaunaða laganema til starfa hjá sér? Hvernig er svo hægt að finna út hvort nemandinn sé að sinna námsvist í reynd eða að starfa í þágu vinnuveitanda, launalaust? Áhugaverður dómur féll í Bandaríkjunum varðandi námsvist í máli Alex Footmans og Eric Glatt gegn Fox. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu í málinu að ekki væri heimilt að greiða þeim Alex og Eric engin laun fyrir vinnuframlag sitt þrátt fyrir að það væri sett upp sem starfsnám. Dómurinn tekur meðal annars mið af eldri dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna, Walling gegn Portland Terminal Co., og fer í mat á því hvað sé námsvist og hvað sé í reynd vinnuframlag í þágu vinnuveitanda.Skýr greinarmunur nauðsyn Það er áhugavert að skoða þann mælikvarða sem kemur fram í dómnum og reyna að rýna betur í hvað sé ólaunuð vinna og hvað sé námsvist. Farið er í sex atriði til viðmiðunar. (1) Það er gerð krafa um að þrátt fyrir að vinnuveitandi útvegi aðstöðu fyrir nemanda þarf að vera um að ræða þjálfun sem er samskonar og veitt er í akademísku umhverfi. (2) Reynsla nemanda þarf að vera í þágu hans en ekki vinnuveitanda. (3) Nemandi á ekki að koma í staðinn fyrir venjulegt starfsfólk eða sinna þess störfum heldur starfa undir handleiðslu annarra starfsmanna. (4) Vinnuveitandi sem veitir námsvist fær engan ávinning af starfi nemandans og í reynd gæti það þá heldur tafið fyrir öðru starfsfólki. (5)Starfsnemi á ekki endilega rétt á starfi við lok námsvistar og (6)bæði vinnuveitandi og nemi vita og gera sér grein fyrir því að staðan er ólaunuð. Það er ýmislegt sem vert er að skoða í þessum málum hérlendis. Lýtur námsvist á Íslandi samskonar takmörkunum sem skerpa á skilunum milli þess að vera launalaust starf eða námsvist? Það er afar mikilvægt að greina á milli hvað sé námsvist og hvað sé launalaust vinnuframlag meðal annars vegna þess að aflahæfi manna er verndað af stjórnarskrá og kjarasamningar gera ráð fyrir lágmarkslaunum. Mönnum er almennt ekki heimilt að semja um lægri laun en kjarasamningar kveða á um. Það þarf að vera skýr greinamunur á vinnuframlagi sem nýtur réttarverndar til launa og námsvistar sem er undanþegin slíkri launakröfu, eða hvað?
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun