Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu? Guðmundur Kristjánsson skrifar 14. júní 2014 07:00 Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. Aðilar sem hafa haft sína atvinnu við höfnina síðustu áratugina og sitt lifibrauð hafa ítrekað bent borgaryfirvöldum, hafnaryfirvöldum og skipulagsyfirvöldum á, að það gangi ekki upp að taka atvinnusvæðið undir íbúðabyggð en segja svo í hinu orðinu að höfnin eigi að vera áfram í óbreyttri mynd. Erlendir sérfræðingar hafa sagt okkur reynslusögur frá þeirra heimahögum þar sem íbúðabyggð var byggð við atvinnuhöfn og í framhaldi lagðist hefðbundin hafnarstarfsemi niður. Íbúarnir kvörtuðu spyrjandi um skipin sem þeir höfðu átt að sjá út um glugga sína þegar þeir kæmu heim á kvöldin. Í dag segja borgaryfirvöld að Slippurinn eigi að vera áfram við höfnina. Við sem höfum notað Slippinn í áratugi vitum að honum verður lokað fljótlega þar sem það er búið að ákveða að byggja íbúðir við hliðina á Slippnum og þannig er nauðsynlegu athafna- og þjónustusvæði sem þarf að vera í kringum Slippinn lokað. Reynsla þessara erlendu sérfræðinga er að það fer vel saman að hafa hefðbundið atvinnulíf við höfnina með ferðaiðnaðinum, listum og menningarstarfsemi, veitingahúsum, kvikmyndagerð, skemmtistöðum, tækni- og listaskólum en það má alls ekki setja íbúðabyggð á svæðið. Við þurfum ekki annað en að fara til Hafnarfjarðar og sjá hvaða áhrif íbúðabyggð á Norðurbakkanum þar hefur haft á hafnarlífið; það eru engin skip þeim megin eða atvinnulíf. Einnig þarf að huga að því hver á að greiða kostnað þegar þarf að endurnýja stálþil á 50 til 70 ára fresti. Það koma engar tekjur frá íbúum yfir hafnarkantinn og tilvonandi íbúar vita hvorki né gera sér grein fyrir því að það þarf að endurnýja stálþilið með miklum kostnaði á þessum árafresti.Eflum atvinnulífið Það er líka sorglegt til þess að vita að Reykvíkingar ætli að láta setja niður steypukumbalda yfir ein mestu sögu- og menningarverðmæti í borginni. Ein helstu verðmæti Reykjavíkurhafnar eru einmitt fólgin í því að allir geta farið niður á höfn og skoðað sig þar um óáreittir og virt fyrir sér mannlífið, atvinnulífið, skipin koma og fara, andað að sér sjávarlofti og fengið kraftinn úr hafnarlífinu. Við eigum að skipuleggja höfnina þannig að við byggjum á núverandi grunni og eflum atvinnulífið við höfnina og notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð. Við megum ekki láta skjótfenginn gróða ráða ferðinni. Þá á ég við að í dag telja fjármagnseigendur að íbúðabyggðin ein geti tryggt þeim góða ávöxtun á sitt fé við höfnina. Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. Aðilar sem hafa haft sína atvinnu við höfnina síðustu áratugina og sitt lifibrauð hafa ítrekað bent borgaryfirvöldum, hafnaryfirvöldum og skipulagsyfirvöldum á, að það gangi ekki upp að taka atvinnusvæðið undir íbúðabyggð en segja svo í hinu orðinu að höfnin eigi að vera áfram í óbreyttri mynd. Erlendir sérfræðingar hafa sagt okkur reynslusögur frá þeirra heimahögum þar sem íbúðabyggð var byggð við atvinnuhöfn og í framhaldi lagðist hefðbundin hafnarstarfsemi niður. Íbúarnir kvörtuðu spyrjandi um skipin sem þeir höfðu átt að sjá út um glugga sína þegar þeir kæmu heim á kvöldin. Í dag segja borgaryfirvöld að Slippurinn eigi að vera áfram við höfnina. Við sem höfum notað Slippinn í áratugi vitum að honum verður lokað fljótlega þar sem það er búið að ákveða að byggja íbúðir við hliðina á Slippnum og þannig er nauðsynlegu athafna- og þjónustusvæði sem þarf að vera í kringum Slippinn lokað. Reynsla þessara erlendu sérfræðinga er að það fer vel saman að hafa hefðbundið atvinnulíf við höfnina með ferðaiðnaðinum, listum og menningarstarfsemi, veitingahúsum, kvikmyndagerð, skemmtistöðum, tækni- og listaskólum en það má alls ekki setja íbúðabyggð á svæðið. Við þurfum ekki annað en að fara til Hafnarfjarðar og sjá hvaða áhrif íbúðabyggð á Norðurbakkanum þar hefur haft á hafnarlífið; það eru engin skip þeim megin eða atvinnulíf. Einnig þarf að huga að því hver á að greiða kostnað þegar þarf að endurnýja stálþil á 50 til 70 ára fresti. Það koma engar tekjur frá íbúum yfir hafnarkantinn og tilvonandi íbúar vita hvorki né gera sér grein fyrir því að það þarf að endurnýja stálþilið með miklum kostnaði á þessum árafresti.Eflum atvinnulífið Það er líka sorglegt til þess að vita að Reykvíkingar ætli að láta setja niður steypukumbalda yfir ein mestu sögu- og menningarverðmæti í borginni. Ein helstu verðmæti Reykjavíkurhafnar eru einmitt fólgin í því að allir geta farið niður á höfn og skoðað sig þar um óáreittir og virt fyrir sér mannlífið, atvinnulífið, skipin koma og fara, andað að sér sjávarlofti og fengið kraftinn úr hafnarlífinu. Við eigum að skipuleggja höfnina þannig að við byggjum á núverandi grunni og eflum atvinnulífið við höfnina og notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð. Við megum ekki láta skjótfenginn gróða ráða ferðinni. Þá á ég við að í dag telja fjármagnseigendur að íbúðabyggðin ein geti tryggt þeim góða ávöxtun á sitt fé við höfnina. Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun